Segir mjög erfiða helgi að baki á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2018 15:44 Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. MYND/LANDSPÍTALI Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir að nýliðin helgi hafi verið mjög erfið á spítalanum vegna uppsagna tólf ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild sem tóku gildi þann 1. júlí síðastliðinn. Álagstoppur er nú að skella á deildinni. „Nýliðin helgi var okkur mjög erfið og það var barningur með mönnun. Við höfum verið að fá til liðs við okkur ljósmæður alls staðar að af spítalanum og svo hafa stjórnendur deildarinnar staðið tvöfaldar vaktir. Það stefnir svo í erfitt kvöld í kvöld,“ segir Linda í samtali við Vísi en yfirljósmóðir og aðstoðaryfirljósmóðir á meðgöngu-og sængurlegudeild voru til skiptis á sextán tíma vöktum um helgina. Aðspurð til hvaða úrræða gripið hefur verið segir Linda að í raun hafi öll úrræði aðgerðaáætlunar spítalans verið nýtt. „Við höfum útskrifað á aðrar heilbrigðisstofnanir, það er bæði Keflavík, Akranes, Akureyri og Selfoss. Við höfum útskrifað hraustar konur og hrausta nýbura fyrr og þá höfum við flutt sjúklinga inn á aðrar deildir sviðsins svo við höfum fengið aðstoð frá öðrum deildum, til dæmis vökudeild. Þannig að við erum eiginlega búin að nota öll atriðin í aðgerðaáætluninni,“ segir Linda.„Það er alveg klárt að við endumst ekki lengi“En hvað heldur starfsfólk meðgöngu-og sængurlegudeild lengi út eins og ástandið er núna, þannig að það skapist hreinlega ekki neyðarástand? „Það er rosalega erfitt að segja til um það því það er svo erfitt að sjá langt fram í tímann í okkar bransa. Það sem við höfum hreinlega gert er að meta þetta bara frá vakt til vaktar. Til dæmis vitum við það að kvöldvaktin og næturvaktin verður okkur erfið þannig að þá erum við bara að vinna með það með öllum tiltækum ráðum. En þetta hefur verið okkur erfitt og það er alveg klárt að við endumst ekki lengi, ég get alveg sagt það upphátt. Það er alveg ljóst að fólk getur ekki unnið sextán tíma dag eftir dag eftir dag en hvenær er svolítið erfitt að segja,“ segir Linda. Spurð hvernig viðmóti starfsfólk deildarinnar hefur mætt segir Linda að fólk sýni þessum skilning. „En eðlilega er fólk áhyggjufullt og kvíðið og okkur finnst erfitt að finna fyrir því.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. 5. júlí 2018 17:21 Íbúar í Vík sýndu ljósmæðrum stuðning í kjarabaráttunni Ólöf Lilja Steinþórsdóttir, 25 ára gömul móðir í bænum, sem stóð fyrir viðburðinum og boðaði til hans með stuttum fyrirvara. 6. júlí 2018 19:54 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir að nýliðin helgi hafi verið mjög erfið á spítalanum vegna uppsagna tólf ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild sem tóku gildi þann 1. júlí síðastliðinn. Álagstoppur er nú að skella á deildinni. „Nýliðin helgi var okkur mjög erfið og það var barningur með mönnun. Við höfum verið að fá til liðs við okkur ljósmæður alls staðar að af spítalanum og svo hafa stjórnendur deildarinnar staðið tvöfaldar vaktir. Það stefnir svo í erfitt kvöld í kvöld,“ segir Linda í samtali við Vísi en yfirljósmóðir og aðstoðaryfirljósmóðir á meðgöngu-og sængurlegudeild voru til skiptis á sextán tíma vöktum um helgina. Aðspurð til hvaða úrræða gripið hefur verið segir Linda að í raun hafi öll úrræði aðgerðaáætlunar spítalans verið nýtt. „Við höfum útskrifað á aðrar heilbrigðisstofnanir, það er bæði Keflavík, Akranes, Akureyri og Selfoss. Við höfum útskrifað hraustar konur og hrausta nýbura fyrr og þá höfum við flutt sjúklinga inn á aðrar deildir sviðsins svo við höfum fengið aðstoð frá öðrum deildum, til dæmis vökudeild. Þannig að við erum eiginlega búin að nota öll atriðin í aðgerðaáætluninni,“ segir Linda.„Það er alveg klárt að við endumst ekki lengi“En hvað heldur starfsfólk meðgöngu-og sængurlegudeild lengi út eins og ástandið er núna, þannig að það skapist hreinlega ekki neyðarástand? „Það er rosalega erfitt að segja til um það því það er svo erfitt að sjá langt fram í tímann í okkar bransa. Það sem við höfum hreinlega gert er að meta þetta bara frá vakt til vaktar. Til dæmis vitum við það að kvöldvaktin og næturvaktin verður okkur erfið þannig að þá erum við bara að vinna með það með öllum tiltækum ráðum. En þetta hefur verið okkur erfitt og það er alveg klárt að við endumst ekki lengi, ég get alveg sagt það upphátt. Það er alveg ljóst að fólk getur ekki unnið sextán tíma dag eftir dag eftir dag en hvenær er svolítið erfitt að segja,“ segir Linda. Spurð hvernig viðmóti starfsfólk deildarinnar hefur mætt segir Linda að fólk sýni þessum skilning. „En eðlilega er fólk áhyggjufullt og kvíðið og okkur finnst erfitt að finna fyrir því.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. 5. júlí 2018 17:21 Íbúar í Vík sýndu ljósmæðrum stuðning í kjarabaráttunni Ólöf Lilja Steinþórsdóttir, 25 ára gömul móðir í bænum, sem stóð fyrir viðburðinum og boðaði til hans með stuttum fyrirvara. 6. júlí 2018 19:54 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. 5. júlí 2018 17:21
Íbúar í Vík sýndu ljósmæðrum stuðning í kjarabaráttunni Ólöf Lilja Steinþórsdóttir, 25 ára gömul móðir í bænum, sem stóð fyrir viðburðinum og boðaði til hans með stuttum fyrirvara. 6. júlí 2018 19:54
Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30