Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 22:15 Björgunarmenn hafa fengið hvíld áður en haldið verður áfram. Vísir/Getty Fastlega er gert ráð fyrir því að reynt verði að ná þeim níu sem eftir eru í hellinum í Chiang Rai héraði Taílands þaðan út í nótt að íslenskum tíma. Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst.Fjórum drengjumvar bjargað fyrr í dag í aðgerð sem björgunarmenn segja að hafi tekist fullkomlega. Vegna lítillar úrkomu síðustu daga var aðgerðin ekki jafn flókin og talið var að hún yrði í fyrstu og gátu drengirnir fjórir gengið eða vaðið stóran hluta leiðarinnar.Hlé var gert á aðgerðunum þar sem fylla þarf tanka kafaranna af lofti áður en haldið verður áfram. Drengirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús og eru sagðir vera við ágæta heilsu. Yfirvöld hafa þó ekki gefið út nöfn þeirra sem komust út í dag ogbíða foreldrar drengjanna í ofvæni eftir fregnum.Tímalína sem sýnir hvað hefur gerst frá því að drengirnir fóru inn í hellinn.Mynd/GvendurMikil rigning framundan „Við glímum við tvær hindranir. Vatnið og tímann,“ sagði héraðsstjóri Chiang Rai héraðs, Narongsak Osotthanakorn, fyrr í dag en eftir smá hlé byrjaði aftur að rigna í dag.Monsoon-tímabilið er við það að hefjast í Taílandi og byrji að rigna af krafti gætu drengirnir þurft að dúsa í hellinum þangað til því lýkur, eða í október, og því er allt kapp lagt á að reyna ná þeim sem eftir sitja út sem fyrst.Yfirgnæfandi líkur eru á því að það rigni næstu daga og samkvæmt veðurkortum má gera ráð fyrir rigningu næstu tíu daga.Drengirnir níu sem eftir sitja og þjálfari þeirra eru um fjóra kílómetra inn í hellinum og er erfiðasti hluti leiðarinnar fyrsti kílómetrinn frá þeim. Þar þurfa þeir að fara í gegnum afar þröng rými sem sum hver eru full af vatni. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng út. Þegar það er að baki tekur sérstakt teymi við strákunum sem leiðir þá út en vegna þess hversu lítið hefur rignt hefur vatnshæðin þar minnkað og því er hægt að vaða á löngum köflum.Skýringarmynd sem sýnir stöðu mála í hellinum.Mynd/Gvendur Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir því að reynt verði að ná þeim níu sem eftir eru í hellinum í Chiang Rai héraði Taílands þaðan út í nótt að íslenskum tíma. Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst.Fjórum drengjumvar bjargað fyrr í dag í aðgerð sem björgunarmenn segja að hafi tekist fullkomlega. Vegna lítillar úrkomu síðustu daga var aðgerðin ekki jafn flókin og talið var að hún yrði í fyrstu og gátu drengirnir fjórir gengið eða vaðið stóran hluta leiðarinnar.Hlé var gert á aðgerðunum þar sem fylla þarf tanka kafaranna af lofti áður en haldið verður áfram. Drengirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús og eru sagðir vera við ágæta heilsu. Yfirvöld hafa þó ekki gefið út nöfn þeirra sem komust út í dag ogbíða foreldrar drengjanna í ofvæni eftir fregnum.Tímalína sem sýnir hvað hefur gerst frá því að drengirnir fóru inn í hellinn.Mynd/GvendurMikil rigning framundan „Við glímum við tvær hindranir. Vatnið og tímann,“ sagði héraðsstjóri Chiang Rai héraðs, Narongsak Osotthanakorn, fyrr í dag en eftir smá hlé byrjaði aftur að rigna í dag.Monsoon-tímabilið er við það að hefjast í Taílandi og byrji að rigna af krafti gætu drengirnir þurft að dúsa í hellinum þangað til því lýkur, eða í október, og því er allt kapp lagt á að reyna ná þeim sem eftir sitja út sem fyrst.Yfirgnæfandi líkur eru á því að það rigni næstu daga og samkvæmt veðurkortum má gera ráð fyrir rigningu næstu tíu daga.Drengirnir níu sem eftir sitja og þjálfari þeirra eru um fjóra kílómetra inn í hellinum og er erfiðasti hluti leiðarinnar fyrsti kílómetrinn frá þeim. Þar þurfa þeir að fara í gegnum afar þröng rými sem sum hver eru full af vatni. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng út. Þegar það er að baki tekur sérstakt teymi við strákunum sem leiðir þá út en vegna þess hversu lítið hefur rignt hefur vatnshæðin þar minnkað og því er hægt að vaða á löngum köflum.Skýringarmynd sem sýnir stöðu mála í hellinum.Mynd/Gvendur
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Sjá meira
Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45
Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27