Upptaka úr bílamyndavél réði úrslitum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 11:24 Myndavélar sem þessi geta skipt sköpum við rannsókn lögreglumála. Vísir/getty Sífellt fleiri mál sem koma inn á borð lögreglunnar leysast með aðstoð svokallaðra bílamyndavéla (e. dashcam). Upptökur úr slíkum myndavélum, sem ökumenn koma fyrir í framrúðu bíla sinna, hafa oft innihaldið mikilvægar upplýsingar - sem hefðu farið fram hjá annars vökulum augum. Vísir hefur heimildir fyrir því að ein slík upptaka hafi til að mynda ráðið úrslitum við rannsókn nýlegs áreksturs. Ökumaður í órétti, sem ekið hafði á aðra bifreið á móti rauðu ljósi, stakk af frá slysstað á Grensásvegi án þess að vitni næðu bílnúmeri hans. Það var svo ekki fyrr en að maður, sem náð hafði árekstrinum á bílamyndavél sína, setti sig í samband við lögregluna og afhenti henni upptökuna sem málið leystist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreguþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé að verða æ algengara að sambærilegar upptökur séu notaðar við rannsókn mála. Myndavélar sem þessar séu algengar víða um heim, ekki síst í Austur-Evrópu og Rússlandi, þaðan sem reglulega berast upptökur af atvikum í umferðinni. Eitt slíkt myndband frá Íslandi rataði til að mynda í fréttirnir í vikunni, í tengslum við mikilvægi vegriða á þjóðvegum landsins. Ómar rekur auknar vinsældir vélanna á Íslandi til þeirrar staðreyndar að þær teljist nokkuð ódýrar ásamt því að vélarnar fáist víða. Að sama skapi kunni þær að bæta réttarstöðu fólks lendi það í óhappi í umferðinni. Ómar hvetur eigendur slíkra myndavéla til að setja sig í sambandi við lögreglu, telji þeir sig hafa fangað eitthvað á filmu sem aðstoðað gæti við rannsókn mála. Þeir þurfi ekki að óttast að myndböndin fari í dreifingu, enda muni lögreglan ekki láta öðrum þau í té. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda upptöku úr bílamyndavél sem fór á flug í vikunni. Lögreglumál Tengdar fréttir Vegrið kom í veg fyrir stórslys Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. 2. júlí 2018 07:13 Framanákeyrslum fjölgar verulega Mikil fjölgun var á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. 2. júlí 2018 19:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Sífellt fleiri mál sem koma inn á borð lögreglunnar leysast með aðstoð svokallaðra bílamyndavéla (e. dashcam). Upptökur úr slíkum myndavélum, sem ökumenn koma fyrir í framrúðu bíla sinna, hafa oft innihaldið mikilvægar upplýsingar - sem hefðu farið fram hjá annars vökulum augum. Vísir hefur heimildir fyrir því að ein slík upptaka hafi til að mynda ráðið úrslitum við rannsókn nýlegs áreksturs. Ökumaður í órétti, sem ekið hafði á aðra bifreið á móti rauðu ljósi, stakk af frá slysstað á Grensásvegi án þess að vitni næðu bílnúmeri hans. Það var svo ekki fyrr en að maður, sem náð hafði árekstrinum á bílamyndavél sína, setti sig í samband við lögregluna og afhenti henni upptökuna sem málið leystist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreguþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé að verða æ algengara að sambærilegar upptökur séu notaðar við rannsókn mála. Myndavélar sem þessar séu algengar víða um heim, ekki síst í Austur-Evrópu og Rússlandi, þaðan sem reglulega berast upptökur af atvikum í umferðinni. Eitt slíkt myndband frá Íslandi rataði til að mynda í fréttirnir í vikunni, í tengslum við mikilvægi vegriða á þjóðvegum landsins. Ómar rekur auknar vinsældir vélanna á Íslandi til þeirrar staðreyndar að þær teljist nokkuð ódýrar ásamt því að vélarnar fáist víða. Að sama skapi kunni þær að bæta réttarstöðu fólks lendi það í óhappi í umferðinni. Ómar hvetur eigendur slíkra myndavéla til að setja sig í sambandi við lögreglu, telji þeir sig hafa fangað eitthvað á filmu sem aðstoðað gæti við rannsókn mála. Þeir þurfi ekki að óttast að myndböndin fari í dreifingu, enda muni lögreglan ekki láta öðrum þau í té. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda upptöku úr bílamyndavél sem fór á flug í vikunni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Vegrið kom í veg fyrir stórslys Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. 2. júlí 2018 07:13 Framanákeyrslum fjölgar verulega Mikil fjölgun var á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. 2. júlí 2018 19:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Vegrið kom í veg fyrir stórslys Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. 2. júlí 2018 07:13
Framanákeyrslum fjölgar verulega Mikil fjölgun var á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. 2. júlí 2018 19:30