Kennir vetrardekkjum á BMW um glæfralegan akstur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2018 13:00 Frá vettvangi slyssins í gær. Hægra megin á myndinni sést blái BMW bíllinn. Karlmaður á fertugsaldri á BMW Cabrio e36 segist hafa gert heimskuleg mistök þegar hann ók bíl sínum af krafti á annan bíl á Arnarnesveginum síðdegis í gær. Síðarnefndi bíllinn var hluti af líkfylgd en gestir voru að fylgja líkbíl á leið í kirkjugarð eftir útför í kirkju.DV greindi frá árekstrinum í gær. Þar lýsti einn aðstandandi, Arnar Hreiðarsson, því hvernig BMW bíllinn hefði komið reykspólandi út úr hringtorginu , þversum yfir umferðareyju og á fullri ferð á bíl sem ekið var í gagnstæða átt. Dóttir Arnars og tengdasonur voru í bílnum en slösuðust ekki alvarleg að hans sögn. Bíll þeirra er þó mikið skemmdur. Prúðbúnir kirkjugestir þurftu margir hverjir að staldra við á meðan hugað var að parinu í bílnum og lögregla ræddi við vitni.Sást aka glannalega í gegnum fleiri hringtorg Lögregla var fljót á svæðið, yfirheyrði ökumann BMW-bifreiðarinnar og ræddu svo við vitni sem tjáði lögreglu að það hefði orðið vitni að ofsaakstri sama bíls í gegnum fleiri hringtorg augnablikum fyrr. Ökumaður og eigandi BMW bílsins, Valur Hoe Guðmundsson, gerir grein fyrir sér í Facebook-hópnum BMW á Íslandi. Þar viðurkennir hann að eiga við fíkniefnavanda að stríða. Það hafi alls ekki verið ætlun hans að „keyra niður líkfylgd“. Valur Hoe hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnamisferli og akstur undir áhrifum. Þá segir hann að fólk sem hafi ekki átt BMW cabrioe36 eigi ekki að dæma sig. Hann segist vera dæmdur glæpamaður en þó góður drengur. „Ég var alls ekki óður en heimskuleg mistök á vetrardekkjum að aftan,“ segir Valur um akstur sinn. „Þessi bíll er búinn að vera bölvun frá fyrsta degi sem ég eignaðist hann.“Ekki náðist í lögregluna í Hafnarfirði við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri á BMW Cabrio e36 segist hafa gert heimskuleg mistök þegar hann ók bíl sínum af krafti á annan bíl á Arnarnesveginum síðdegis í gær. Síðarnefndi bíllinn var hluti af líkfylgd en gestir voru að fylgja líkbíl á leið í kirkjugarð eftir útför í kirkju.DV greindi frá árekstrinum í gær. Þar lýsti einn aðstandandi, Arnar Hreiðarsson, því hvernig BMW bíllinn hefði komið reykspólandi út úr hringtorginu , þversum yfir umferðareyju og á fullri ferð á bíl sem ekið var í gagnstæða átt. Dóttir Arnars og tengdasonur voru í bílnum en slösuðust ekki alvarleg að hans sögn. Bíll þeirra er þó mikið skemmdur. Prúðbúnir kirkjugestir þurftu margir hverjir að staldra við á meðan hugað var að parinu í bílnum og lögregla ræddi við vitni.Sást aka glannalega í gegnum fleiri hringtorg Lögregla var fljót á svæðið, yfirheyrði ökumann BMW-bifreiðarinnar og ræddu svo við vitni sem tjáði lögreglu að það hefði orðið vitni að ofsaakstri sama bíls í gegnum fleiri hringtorg augnablikum fyrr. Ökumaður og eigandi BMW bílsins, Valur Hoe Guðmundsson, gerir grein fyrir sér í Facebook-hópnum BMW á Íslandi. Þar viðurkennir hann að eiga við fíkniefnavanda að stríða. Það hafi alls ekki verið ætlun hans að „keyra niður líkfylgd“. Valur Hoe hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnamisferli og akstur undir áhrifum. Þá segir hann að fólk sem hafi ekki átt BMW cabrioe36 eigi ekki að dæma sig. Hann segist vera dæmdur glæpamaður en þó góður drengur. „Ég var alls ekki óður en heimskuleg mistök á vetrardekkjum að aftan,“ segir Valur um akstur sinn. „Þessi bíll er búinn að vera bölvun frá fyrsta degi sem ég eignaðist hann.“Ekki náðist í lögregluna í Hafnarfirði við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent