Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2018 21:45 Þau Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir eru nýtekin við búi á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Þau voru að slá túnin í fyrsta sinn og nutu yfir 20 stiga hita. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. Kúabóndi í Vopnafirði segist vorkenna starfsbræðrum sínum sunnanlands og vestan, þar sé staðan ömurleg. Myndir af austfirskum bændum í heyskap mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Á kúabúinu á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu á Héraði eru feðgarnir Jón Steinar Elísson og Stefán Fannar Steinarsson búnir að rúlla upp um tveimur þriðju af túnunum en þar hófst heyskapur í kringum 20. júní. Á bænum Akri í Vopnafirði eru heyrúllurnar komnar upp í stæður en Björn Halldórsson segist búinn með um 90 prósent af fyrri slætti.Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Tveir síðustu mánuðir hafa bara verið nákvæmlega eins og veður á að vera,“ segir Björn. „Það er búin að vera mjög góð tíð. Það hefur rignt þegar hefur þurft að rigna og við snúum ekki einu sinni heyinu. Við bara sláum það og svo er það bara orðið þurrt.“ Héraðsráðunautur Búnaðarsambands Austurlands, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir að bændur í fjórðungnum séu almennt langt komnir með fyrsta slátt og sumir kúabændur jafnvel búnir. Sauðfjárbændum liggur ekki eins mikið á að afla heyjanna en á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð hóf Jónas Guðmundsson slátt fyrir helgi.Á bænum Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð var Jónas Guðmundsson sauðfjárbóndi að slá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Vorið hefur verið mjög gott. Það er óvenju snemma sem við getum byrjað hérna að slá,“ segir Jónas. Sprettan sé þokkaleg. „Það er allavegana ekki orðið úr sér sprottið ennþá.“ Utar í Jökulsárhlíð, á Torfastöðum, eru þau Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir nýtekin við búi og voru að slá í fyrsta sinn. „Okkar fyrsti heyskapur,“ segir Sigurlaug, og það leggst vel í þau að hefja búskap í Jökulsárhlíð. „Þetta er bara paradís,“ segir hún.Árni Jón á múgavélinni í veðurblíðunni á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Dyrfjöll sjást í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En meðan tíðin leikur við bændur norðanlands og austan er staðan verri á hinum helmingi landsins. „Ég verð að segja það; ég vorkenni kollegum mínum á Suðurlandi, kúabændum, og bara bændum yfirleitt á Suður- og Vesturlandi. Þetta er ömurleg staða. Þeir eru mjög oft búnir að heyja á þessum tíma, og - án þess að ég viti það nú nákvæmlega – þá hugsa ég að það séu einhverjir sem séu mjög lítið byrjaðir. Það er bara hryllileg staða,“ segir Vopnfirðingurinn Björn á Akri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. Kúabóndi í Vopnafirði segist vorkenna starfsbræðrum sínum sunnanlands og vestan, þar sé staðan ömurleg. Myndir af austfirskum bændum í heyskap mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Á kúabúinu á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu á Héraði eru feðgarnir Jón Steinar Elísson og Stefán Fannar Steinarsson búnir að rúlla upp um tveimur þriðju af túnunum en þar hófst heyskapur í kringum 20. júní. Á bænum Akri í Vopnafirði eru heyrúllurnar komnar upp í stæður en Björn Halldórsson segist búinn með um 90 prósent af fyrri slætti.Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Tveir síðustu mánuðir hafa bara verið nákvæmlega eins og veður á að vera,“ segir Björn. „Það er búin að vera mjög góð tíð. Það hefur rignt þegar hefur þurft að rigna og við snúum ekki einu sinni heyinu. Við bara sláum það og svo er það bara orðið þurrt.“ Héraðsráðunautur Búnaðarsambands Austurlands, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir að bændur í fjórðungnum séu almennt langt komnir með fyrsta slátt og sumir kúabændur jafnvel búnir. Sauðfjárbændum liggur ekki eins mikið á að afla heyjanna en á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð hóf Jónas Guðmundsson slátt fyrir helgi.Á bænum Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð var Jónas Guðmundsson sauðfjárbóndi að slá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Vorið hefur verið mjög gott. Það er óvenju snemma sem við getum byrjað hérna að slá,“ segir Jónas. Sprettan sé þokkaleg. „Það er allavegana ekki orðið úr sér sprottið ennþá.“ Utar í Jökulsárhlíð, á Torfastöðum, eru þau Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir nýtekin við búi og voru að slá í fyrsta sinn. „Okkar fyrsti heyskapur,“ segir Sigurlaug, og það leggst vel í þau að hefja búskap í Jökulsárhlíð. „Þetta er bara paradís,“ segir hún.Árni Jón á múgavélinni í veðurblíðunni á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Dyrfjöll sjást í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En meðan tíðin leikur við bændur norðanlands og austan er staðan verri á hinum helmingi landsins. „Ég verð að segja það; ég vorkenni kollegum mínum á Suðurlandi, kúabændum, og bara bændum yfirleitt á Suður- og Vesturlandi. Þetta er ömurleg staða. Þeir eru mjög oft búnir að heyja á þessum tíma, og - án þess að ég viti það nú nákvæmlega – þá hugsa ég að það séu einhverjir sem séu mjög lítið byrjaðir. Það er bara hryllileg staða,“ segir Vopnfirðingurinn Björn á Akri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00
Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15