Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júlí 2018 06:00 Boris Johnson er utanríkisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. Tillögunum hefur nú þegar verið hafnað með þeim skilaboðum að Bretar muni ekki geta breytt grunnstoðum sambandsins. „Við lásum hvítbókina og það sem við lásum var „kaka“,“ segir heimildarmaður The Guardian sem starfar hjá ESB. Vísar hann þar til orða Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, um að Bretland gæti „átt kökuna og étið hana líka“ með því að ganga út úr ESB. Frá því að Bretar samþykktu útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur orðið „kaka“ verið notað í höfuðstöðvum ESB til að lýsa þeim kröfum Breta sem metnar eru óraunhæfar.Sjá einnig: Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Grunnstoðir ESB, fjórfrelsið svokallaða, byggja á frjálsu flæði vara, þjónustu, fjármuna og fólks innan aðildarríkjanna. Talið er að kröfur Breta, sem enn hafa ekki verið gerðar opinberar, feli í sér að Bretar vilji fullan aðgang að innri markaðnum en vilji hins vegar setja ýmis höft á flæði fólks. Slíkt verður ekki samþykkt af ESB. „ESB er að ganga í gegnum erfiða tíma núna. Sem stendur er innri markaðurinn meðal þess sem heldur sambandinu saman. Ef þú veitir utanaðkomandi þriðja ríki fullan aðgang að honum án þess að það taki á sig aðrar skyldur er það upphafið að endinum,“ segir Jean-Claude Piris, fyrrverandi yfirmaður lagasviðs leiðtogaráðsins. Á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna, að Theresu May undanskilinni, var Brexit aðeins rætt í korter. Í yfirlýsingu sem var samþykkt var kallað eftir því að Bretar legðu fram „raunhæfar tillögur“. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30 Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. Tillögunum hefur nú þegar verið hafnað með þeim skilaboðum að Bretar muni ekki geta breytt grunnstoðum sambandsins. „Við lásum hvítbókina og það sem við lásum var „kaka“,“ segir heimildarmaður The Guardian sem starfar hjá ESB. Vísar hann þar til orða Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, um að Bretland gæti „átt kökuna og étið hana líka“ með því að ganga út úr ESB. Frá því að Bretar samþykktu útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur orðið „kaka“ verið notað í höfuðstöðvum ESB til að lýsa þeim kröfum Breta sem metnar eru óraunhæfar.Sjá einnig: Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Grunnstoðir ESB, fjórfrelsið svokallaða, byggja á frjálsu flæði vara, þjónustu, fjármuna og fólks innan aðildarríkjanna. Talið er að kröfur Breta, sem enn hafa ekki verið gerðar opinberar, feli í sér að Bretar vilji fullan aðgang að innri markaðnum en vilji hins vegar setja ýmis höft á flæði fólks. Slíkt verður ekki samþykkt af ESB. „ESB er að ganga í gegnum erfiða tíma núna. Sem stendur er innri markaðurinn meðal þess sem heldur sambandinu saman. Ef þú veitir utanaðkomandi þriðja ríki fullan aðgang að honum án þess að það taki á sig aðrar skyldur er það upphafið að endinum,“ segir Jean-Claude Piris, fyrrverandi yfirmaður lagasviðs leiðtogaráðsins. Á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna, að Theresu May undanskilinni, var Brexit aðeins rætt í korter. Í yfirlýsingu sem var samþykkt var kallað eftir því að Bretar legðu fram „raunhæfar tillögur“.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30 Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15
Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30
Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00