Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2018 11:46 90 prósent félagskvenna í Ljósmæðrafélagi Íslands greiddu atkvæði með yfirvinnubanni. Kosning um yfirvinnubann hófst fyrir helgi og lauk í dag. Þátttaka í kosningunni var um 80 prósent. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst eftir tvær vikur, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Tólf ljósmæður luku störfum á Landspítala í gær og lögðu skóna á hilluna eins og fjallað hefur verið um á Vísi.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands.Vísir/eyþórVerður mjög þungt högg „Þetta er mjög afgerandi niðurstaða eins og maður átti von á,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins. „Þessar aðgerðir munu hafa þau áhrif að það verður engin yfirvinna unnin. Kaffitímar hafa til dæmis allir verið á yfirvinnu. Þannig að nú þurfa stofnanirnar að fara að smíða sér áætlun til að taka á því,” segir Katrín og lýsir nánar þeim áhrifum sem yfirvinnubannið mun hafa. „Það er mjög mikið um að maður þurfi að vera aðeins lengur til þess að klára fæðingu. Það er mikið um aukavaktir, alveg stanslaust, á hverjum einasta degi vantar. Við höfum verið undirmannaðar þannig að álagið hefur verið alveg gríðarlega mikið í ofboðslega langan tíma. Í rauninni hafa margar stofnanir, og sérstaklega Landspítalinn, verið keyrðar á neyðarmönnun ár eftir ár og það virðist orðið eitthvað norm sem ekki gengur upp og skilar sér í þessari stöðu sem við erum í núna. Þannig að þetta verður mjög þungt högg og ég veit ekki alveg hvernig stofnanir munu spila úr þessu.”Frá samstöðufundi með ljósmæðrum sem haldinn var í Mæðragarðinum fyrir tíu dögum.vísir/elín margrétLangvarandi reiði og sárindi „Við höfum farið fram með að okkur þykir mjög sanngjarnar og raunhæfar kröfur og höfum rökstutt þær,“ segir Katrín. Hún er allt annað en sátt við framkomu ríkisins. Komið hafi verið „mjög illa“ fram við ljósmæður í mjög langan tíma. Vísar hún meðal annars til dómsmáls ljósmæðra gegn ríkinu þar sem vangreidd laun úr verkfalli frá 2015 hafi verið sótt. „Við unnum málið í héraði og ríkið áfrýjaði!“ Ljósmæður eigi þessi laun sannarlega inni, fyrir unna vinnu, en þetta hafi skapað langvarandi reiði og sárindi út í ríkisvaldið. Enn sé verið að refsa ljósmæðrum að sögn Katrínar. Það sé þeirra upplifun. „Við munum ekki láta af okkar kröfum. Við göngum fram og erum sannfærðar um að við erum ekki að fara fram á neitt ósanngjarnt. Og höfum sýnt fram á það,“ segir Katrín. Næsti fundur samninganefndar við ríkið er boðaður á fimmtudaginn. „Þetta er bara spurning um að ríkisvaldið girði sig í brók og mæti á fundinn með samningsvilja.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
90 prósent félagskvenna í Ljósmæðrafélagi Íslands greiddu atkvæði með yfirvinnubanni. Kosning um yfirvinnubann hófst fyrir helgi og lauk í dag. Þátttaka í kosningunni var um 80 prósent. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst eftir tvær vikur, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Tólf ljósmæður luku störfum á Landspítala í gær og lögðu skóna á hilluna eins og fjallað hefur verið um á Vísi.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands.Vísir/eyþórVerður mjög þungt högg „Þetta er mjög afgerandi niðurstaða eins og maður átti von á,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins. „Þessar aðgerðir munu hafa þau áhrif að það verður engin yfirvinna unnin. Kaffitímar hafa til dæmis allir verið á yfirvinnu. Þannig að nú þurfa stofnanirnar að fara að smíða sér áætlun til að taka á því,” segir Katrín og lýsir nánar þeim áhrifum sem yfirvinnubannið mun hafa. „Það er mjög mikið um að maður þurfi að vera aðeins lengur til þess að klára fæðingu. Það er mikið um aukavaktir, alveg stanslaust, á hverjum einasta degi vantar. Við höfum verið undirmannaðar þannig að álagið hefur verið alveg gríðarlega mikið í ofboðslega langan tíma. Í rauninni hafa margar stofnanir, og sérstaklega Landspítalinn, verið keyrðar á neyðarmönnun ár eftir ár og það virðist orðið eitthvað norm sem ekki gengur upp og skilar sér í þessari stöðu sem við erum í núna. Þannig að þetta verður mjög þungt högg og ég veit ekki alveg hvernig stofnanir munu spila úr þessu.”Frá samstöðufundi með ljósmæðrum sem haldinn var í Mæðragarðinum fyrir tíu dögum.vísir/elín margrétLangvarandi reiði og sárindi „Við höfum farið fram með að okkur þykir mjög sanngjarnar og raunhæfar kröfur og höfum rökstutt þær,“ segir Katrín. Hún er allt annað en sátt við framkomu ríkisins. Komið hafi verið „mjög illa“ fram við ljósmæður í mjög langan tíma. Vísar hún meðal annars til dómsmáls ljósmæðra gegn ríkinu þar sem vangreidd laun úr verkfalli frá 2015 hafi verið sótt. „Við unnum málið í héraði og ríkið áfrýjaði!“ Ljósmæður eigi þessi laun sannarlega inni, fyrir unna vinnu, en þetta hafi skapað langvarandi reiði og sárindi út í ríkisvaldið. Enn sé verið að refsa ljósmæðrum að sögn Katrínar. Það sé þeirra upplifun. „Við munum ekki láta af okkar kröfum. Við göngum fram og erum sannfærðar um að við erum ekki að fara fram á neitt ósanngjarnt. Og höfum sýnt fram á það,“ segir Katrín. Næsti fundur samninganefndar við ríkið er boðaður á fimmtudaginn. „Þetta er bara spurning um að ríkisvaldið girði sig í brók og mæti á fundinn með samningsvilja.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði