Fullveldisgjöfin átti að vera hér Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2018 20:30 Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða á Melunum gengur almennt undir heitinu Hola íslenskra fræða. Stöð 2/Björn Sigurðsson Það sem átti að verða ein helsta afmælisgjöfin vegna hundrað ára fullveldis stendur ennþá sem stór hola í hjarta Reykjavíkur. Þetta var rifjað upp í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta skóflustungan var tekin snemma árs 2013 og svo var byrjað að grafa á Melunum. Það átti að heita Hús íslenskra fræða. Það nafn stendur enn á upplýsingaskiltinu á staðnum ásamt mynd af byggingunni. Á því stendur líka að verklok séu áætluð í mars árið 2016. En svo hættu framkvæmdir þegar holan var fullgrafin, og menn fóru að kalla hana holu íslenskra fræða. Þegar Katrín Jakobsdóttir, sem tekið hafði fyrstu skóflustunguna sem menntamálaráðherra, spurði um framhald verksins í þinginu sem stjórnarandstæðingur fyrir þremur árum sagði hún: „Á meðan er holan þarna enn og minnir okkur á það hvernig við búum að íslenskri tungu í fortíð og framtíð.“ Þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagðist þá sannarlega vona að það tækist að klára húsið í tæka tíð svo við gætum haldið upp á 100 ára afmæli fullveldis með þeim hætti. Það tekst augljóslega ekki og ríkissjóður neyddist í fyrra til að greiða 120 milljóna skaðabætur til verktaka, þar sem ekkert varð af framkvæmdum. Holan hefur líka vakið athygli fyrir það að trjátegundir eins og víðir, ösp og birki virðast hafa sáð sér þar sjálfar. Nú er komið nýtt opinbert heiti, Hús íslenskunnar, og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er lofað framkvæmdum. Á vef Framkvæmdasýslu ríksins segir að verklok séu áætluð árið 2021. En það sem átti að vera þjóðargjöfin í ár, það er ennþá bara hola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Það sem átti að verða ein helsta afmælisgjöfin vegna hundrað ára fullveldis stendur ennþá sem stór hola í hjarta Reykjavíkur. Þetta var rifjað upp í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta skóflustungan var tekin snemma árs 2013 og svo var byrjað að grafa á Melunum. Það átti að heita Hús íslenskra fræða. Það nafn stendur enn á upplýsingaskiltinu á staðnum ásamt mynd af byggingunni. Á því stendur líka að verklok séu áætluð í mars árið 2016. En svo hættu framkvæmdir þegar holan var fullgrafin, og menn fóru að kalla hana holu íslenskra fræða. Þegar Katrín Jakobsdóttir, sem tekið hafði fyrstu skóflustunguna sem menntamálaráðherra, spurði um framhald verksins í þinginu sem stjórnarandstæðingur fyrir þremur árum sagði hún: „Á meðan er holan þarna enn og minnir okkur á það hvernig við búum að íslenskri tungu í fortíð og framtíð.“ Þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagðist þá sannarlega vona að það tækist að klára húsið í tæka tíð svo við gætum haldið upp á 100 ára afmæli fullveldis með þeim hætti. Það tekst augljóslega ekki og ríkissjóður neyddist í fyrra til að greiða 120 milljóna skaðabætur til verktaka, þar sem ekkert varð af framkvæmdum. Holan hefur líka vakið athygli fyrir það að trjátegundir eins og víðir, ösp og birki virðast hafa sáð sér þar sjálfar. Nú er komið nýtt opinbert heiti, Hús íslenskunnar, og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er lofað framkvæmdum. Á vef Framkvæmdasýslu ríksins segir að verklok séu áætluð árið 2021. En það sem átti að vera þjóðargjöfin í ár, það er ennþá bara hola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira