Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2018 06:52 Rússlandsforseti segir ekkert til í því að þjóð sín standi á bakvið eiturefnaárásir á breskri grundu. Vísir/getty Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. Hann segir ásakanir breskra yfirvalda um að Rússar beri ábyrgð á árásunum með öllu tilhæfulausar. Þetta sagði Pútín í samtali við blaðamann Fox News í gær. Hann sagði að yfirvöld í Moskvu hefðu óskað eftir því að sjá sönnunargögn en yfirvöld í Bretlandi hafi ekki orðið við þeirri bón. „Það vill enginn kanna þetta,“ sagði Pútín. „Það eina sem fáum eru þessar dularfullu ásakanir, af hverju þarf þetta að vera svona? Af hverju þarf að grafa undan sambandi okkar [Bretlands og Rússlands] með þessu máli?“ bætti forsetinn við.Sjá einnig: Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslinguUm er að ræða tvær árásir. Annars vegar á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans Júlíu sem komust bæði lífs af eftir árás með eitrinu í mars. Hins vegar var um að ræða parið Charlie Rowley og Dawn Sturgess sem komust í snertingu við eitrið í lok júní, en Sturgess lést viku síðar. Breska lögreglan rannsakar nú hvort að eitrið sem notað var í árásunum tveimur hafi komið úr sömu löguninni. Rowley liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi en bróðir hans greindi frá því í samtali við breska miðla að hann hafi veikst eftir að hafa tekið upp ilmvatnsflösku. „Hvernig flaska var þetta? Hvert var efnasambandið í henni? Hver er með hana?“ spurði Pútín í viðtalinu í gærkvöldi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Sökudólgar enn ófundnir Lögregluyfirvöldum í Bretlandi hefur ekki enn tekist að finna út úr því hverjir sökudólgarnir í tveimur eiturefnaárásum á Salisbury-svæðinu eru og þá geta þau heldur ekki ábyrgst að meira af eitrinu, novichok, sé ekki að finna þar í landi. 12. júlí 2018 06:00 Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu "Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu.“ 16. júlí 2018 23:11 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. Hann segir ásakanir breskra yfirvalda um að Rússar beri ábyrgð á árásunum með öllu tilhæfulausar. Þetta sagði Pútín í samtali við blaðamann Fox News í gær. Hann sagði að yfirvöld í Moskvu hefðu óskað eftir því að sjá sönnunargögn en yfirvöld í Bretlandi hafi ekki orðið við þeirri bón. „Það vill enginn kanna þetta,“ sagði Pútín. „Það eina sem fáum eru þessar dularfullu ásakanir, af hverju þarf þetta að vera svona? Af hverju þarf að grafa undan sambandi okkar [Bretlands og Rússlands] með þessu máli?“ bætti forsetinn við.Sjá einnig: Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslinguUm er að ræða tvær árásir. Annars vegar á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans Júlíu sem komust bæði lífs af eftir árás með eitrinu í mars. Hins vegar var um að ræða parið Charlie Rowley og Dawn Sturgess sem komust í snertingu við eitrið í lok júní, en Sturgess lést viku síðar. Breska lögreglan rannsakar nú hvort að eitrið sem notað var í árásunum tveimur hafi komið úr sömu löguninni. Rowley liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi en bróðir hans greindi frá því í samtali við breska miðla að hann hafi veikst eftir að hafa tekið upp ilmvatnsflösku. „Hvernig flaska var þetta? Hvert var efnasambandið í henni? Hver er með hana?“ spurði Pútín í viðtalinu í gærkvöldi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Sökudólgar enn ófundnir Lögregluyfirvöldum í Bretlandi hefur ekki enn tekist að finna út úr því hverjir sökudólgarnir í tveimur eiturefnaárásum á Salisbury-svæðinu eru og þá geta þau heldur ekki ábyrgst að meira af eitrinu, novichok, sé ekki að finna þar í landi. 12. júlí 2018 06:00 Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu "Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu.“ 16. júlí 2018 23:11 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Sökudólgar enn ófundnir Lögregluyfirvöldum í Bretlandi hefur ekki enn tekist að finna út úr því hverjir sökudólgarnir í tveimur eiturefnaárásum á Salisbury-svæðinu eru og þá geta þau heldur ekki ábyrgst að meira af eitrinu, novichok, sé ekki að finna þar í landi. 12. júlí 2018 06:00
Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu "Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu.“ 16. júlí 2018 23:11