Katrín: „Ríkisstjórnin eigi stundum að fara út fyrir 101 Reykjavík” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. júlí 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum fundi ríkisstjórnarinnar með sveitarstjórnafulltrúum á Vesturlandi sem fram fór að Langaholti í Snæfellsbæ í dag. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Langaholti í Snæfellsbæ í dag og þá var settur í loftið nýr þjónustuvefur fyrir almenning. „Það er eiginlega ákvörðun mín að ríkisstjórnin eigi stundum að fara út fyrir 101 Reykjavík að funda og það var okkar niðurstaða að funda hér á þessum sólríka og fallega degi,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu að fundi loknum með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. „Við fengum aðeins að heyra hvað brennur mest á þeim,” segir Katrín. Farið hafi verið um víðan völl en samgöngumál, landbúnaður og umhverfismál voru meðal annars ofarlega á baugi. Á undan fundinum með fulltrúum sveitarstjórna fór fram hefðbundinn ríkisstjórnarfundur þar staða vinnu starfshóps um endurskoðun eignarhalds á bújörðum og kaup útlendinga á jarðnæði á Íslandi voru meðal annars til umræðu. Þá kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra” nýjan vef til sögunnar, svokallað þjónustukort. „Hugmyndin er að setja á laggirnar svona vefsjá þar sem að annars vegar almenningur getur séð þjónustu, bæði hins opinbera og líka einkaaðila, hvað er í boði á tilteknu landsvæði,” segir Sigurður Ingi. „En fyrir okkur stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, þá er þetta líka tæki til þess að sjá á myndrænan hátt hvaða þjónusta er í boði, hvaða þjónustu vantar í samanburði við önnur svæði og geta þá brugðist við, til dæmis í byggðaáætlunum eða öðrum slíkum verkefnum.” Fyrsti áfangi vefsjárinnar fór í loftið í dag en ætlunin er að þar verði í framtíðinni hægt að nálgast upplýsingar um nær alla þá þjónustu sem í boði er á hverju svæði. „Það þarf oft á tíðum að breyta aðgenginu að upplýsingunum til að geta nýtt þær,” segir Sigurður Ingi. Snæfellsbær Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Langaholti í Snæfellsbæ í dag og þá var settur í loftið nýr þjónustuvefur fyrir almenning. „Það er eiginlega ákvörðun mín að ríkisstjórnin eigi stundum að fara út fyrir 101 Reykjavík að funda og það var okkar niðurstaða að funda hér á þessum sólríka og fallega degi,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu að fundi loknum með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. „Við fengum aðeins að heyra hvað brennur mest á þeim,” segir Katrín. Farið hafi verið um víðan völl en samgöngumál, landbúnaður og umhverfismál voru meðal annars ofarlega á baugi. Á undan fundinum með fulltrúum sveitarstjórna fór fram hefðbundinn ríkisstjórnarfundur þar staða vinnu starfshóps um endurskoðun eignarhalds á bújörðum og kaup útlendinga á jarðnæði á Íslandi voru meðal annars til umræðu. Þá kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra” nýjan vef til sögunnar, svokallað þjónustukort. „Hugmyndin er að setja á laggirnar svona vefsjá þar sem að annars vegar almenningur getur séð þjónustu, bæði hins opinbera og líka einkaaðila, hvað er í boði á tilteknu landsvæði,” segir Sigurður Ingi. „En fyrir okkur stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, þá er þetta líka tæki til þess að sjá á myndrænan hátt hvaða þjónusta er í boði, hvaða þjónustu vantar í samanburði við önnur svæði og geta þá brugðist við, til dæmis í byggðaáætlunum eða öðrum slíkum verkefnum.” Fyrsti áfangi vefsjárinnar fór í loftið í dag en ætlunin er að þar verði í framtíðinni hægt að nálgast upplýsingar um nær alla þá þjónustu sem í boði er á hverju svæði. „Það þarf oft á tíðum að breyta aðgenginu að upplýsingunum til að geta nýtt þær,” segir Sigurður Ingi.
Snæfellsbær Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira