Björgunarmaðurinn, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk fyrir að hafa blandað sér inn í björgunaraðgerðirnar og segir hann hafa reynt að nýta sér þá miklu athygli sem málið fékk.
Sjá einnig:Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“
Í dag tjáði Musk sig á Twitter-síðu sinni og sagðist aldrei hafa séð Unsworth á björgunarsvæðinu. Hann hafi aðeins rekist á heimamenn sem störfuðu við björgunina og þeir hafi fylgt honum í hellinn, en ekki rekið hann í burtu eins og Unsworth hélt fram.


