Aldrei aftur nautahlaup Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2018 20:03 Íslendingur varð fyrir árás í nautahlaupi á Spáni í vikunni og skarst illa. Hann féll við á hlaupum undan nauti og náði síðan taki á hornum þess áður en nautið kastaði honum af sér. Hann segir að þetta hafi verið svakalegt og ætlar aldrei að taka aftur þátt. Nautahlaupið er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins Denia á Spáni og kallast Bous a la mar eða nautin í sjóinn en þá er nautum sleppt lausum og fólk reynir að koma þeim í sjóinn og nautin synda svo í land, Adolf Örn Adolfsson var staddur a hátíðinni á miðvikudagskvöldið og ákvað að taka þátt. „Ég var að sækjast eftir einhverri spennu og gerði það sama en ég missti undir mig lappirnar og þegar ég stóð upp þá sneri ég mér við og sá bara augun á nautinu. Ég greip um hausinn á því og reyndi að halda mér bara eins fast og ég gat.“ „Ég átti víst að hafa kastast upp í loft. Ég stóð upp og hoppaði út í síðan.“ Fréttamiðlar á Spáni hafa þegar fjallað um málið og eru myndirnar í fréttinni þaðan. DV sagði fyrst frá málinu hér á landi „Þar komu einhverjir og drógu mig upp í bát og fjórir eða fimm menn báru mig út í sjúkrabíl. Ég skildi ekkert hvað var í gangi.“ „Þetta leit kannski mjög illa út fyrir alla þa var lokað svæðinu í 5 mínútur en ég var rosa heppinn. Ég fékk hérna þrjá stungur undir handakrikana, einn undir hægri og tvo undir vinstri. Svo er ég aðeins krambúleraður út um allan líkamann“ Spurður um líðan sína eftir atvikið segir Adolf: Ég get ekki lyft höndunum. Þetta eru svakalegir skurðir sem ég er með undir handakrikunum. Dagurinn í gær var alveg hræðilegur í dag er ég ágætur komst alla vega í skyrtu“ „Þetta var svakalegt og ég geri þetta aldrei aftur og þetta var rosalega heimskulegt að gera þetta.“ Adolf fór heim af spítalanum eftir að gert hafði verið að sárum hans og ætlar að klára fríið í Denia með fjölskyldu sinni. Erlent Tengdar fréttir Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Íslenskur karlmaður var stunginn af nauti í smábænum Denía á miðvikudaginn. 13. júlí 2018 14:38 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Íslendingur varð fyrir árás í nautahlaupi á Spáni í vikunni og skarst illa. Hann féll við á hlaupum undan nauti og náði síðan taki á hornum þess áður en nautið kastaði honum af sér. Hann segir að þetta hafi verið svakalegt og ætlar aldrei að taka aftur þátt. Nautahlaupið er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins Denia á Spáni og kallast Bous a la mar eða nautin í sjóinn en þá er nautum sleppt lausum og fólk reynir að koma þeim í sjóinn og nautin synda svo í land, Adolf Örn Adolfsson var staddur a hátíðinni á miðvikudagskvöldið og ákvað að taka þátt. „Ég var að sækjast eftir einhverri spennu og gerði það sama en ég missti undir mig lappirnar og þegar ég stóð upp þá sneri ég mér við og sá bara augun á nautinu. Ég greip um hausinn á því og reyndi að halda mér bara eins fast og ég gat.“ „Ég átti víst að hafa kastast upp í loft. Ég stóð upp og hoppaði út í síðan.“ Fréttamiðlar á Spáni hafa þegar fjallað um málið og eru myndirnar í fréttinni þaðan. DV sagði fyrst frá málinu hér á landi „Þar komu einhverjir og drógu mig upp í bát og fjórir eða fimm menn báru mig út í sjúkrabíl. Ég skildi ekkert hvað var í gangi.“ „Þetta leit kannski mjög illa út fyrir alla þa var lokað svæðinu í 5 mínútur en ég var rosa heppinn. Ég fékk hérna þrjá stungur undir handakrikana, einn undir hægri og tvo undir vinstri. Svo er ég aðeins krambúleraður út um allan líkamann“ Spurður um líðan sína eftir atvikið segir Adolf: Ég get ekki lyft höndunum. Þetta eru svakalegir skurðir sem ég er með undir handakrikunum. Dagurinn í gær var alveg hræðilegur í dag er ég ágætur komst alla vega í skyrtu“ „Þetta var svakalegt og ég geri þetta aldrei aftur og þetta var rosalega heimskulegt að gera þetta.“ Adolf fór heim af spítalanum eftir að gert hafði verið að sárum hans og ætlar að klára fríið í Denia með fjölskyldu sinni.
Erlent Tengdar fréttir Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Íslenskur karlmaður var stunginn af nauti í smábænum Denía á miðvikudaginn. 13. júlí 2018 14:38 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Íslenskur karlmaður var stunginn af nauti í smábænum Denía á miðvikudaginn. 13. júlí 2018 14:38