Mátti litlu muna að björgun drengjanna yrði að stórslysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 09:00 Aðstæður við björgun drengjanna í hellinum voru mjög erfiðar. vísir/ap Nýtt myndband sem taílenski sjóherinn birti á Facebook-síðu sinni í gær frá björgun fótboltastrákanna tólf og þjálfara þeirra sýnir vel við hversu erfiðar aðstæður björgunin fór fram. Í myndbandinu sjást kafarar inni í hellinum þar sem þeir gera sig klára til þess að kafa lengra inn eftir strákunum. Þeir eru með sterk ljós sem lýsa upp rýmið þar sem mikið myrkur var inni í hellnum og vatnið nær þeim upp að brjóstkassa. Foringjar úr taílenska sjóhernum hafa lýst því hversu litlu mátti muna að björgunin snerist upp í andhverfu sína og yrði að stórslysi. Í fyrstu töldu björgunarmenn að það yrði tiltölulega auðsótt að bjarga strákunum og þjálfara þeirra en mikil rigning sem fyllti hellinn hraðar en búist var við neyddi sjóherinn til að endurskipuleggja aðgerðir sínar.Ólíkur öllu öðru sem kafararnir hafa upplifað Kafarar úr hernum voru sendir inn í hellinn en leðja, þrengsli og mikið vatn komu í veg fyrir að þeir kæmust eitthvað áleiðis. „Hellirinn var ólíkur öllu öðru sem við höfum upplifað, því það var svo dimmt,“ segir Apakorn Youkongkaew, foringi í sjóhernum. Þá voru aðstæður í hellinum svo erfiðar að í 23 tíma missti herinn samband við tvö teymi kafara sem voru inni í hellinum. Auk þess þurfti öflugri pumpur og tæki til þess að dæla vatni út úr hellinum og fleiri sérþjálfaða kafara. Síðan var komið að björguninni sjálfri. Súrefnisstigið í hellinum var að verða eitrað svo björgunarliðið hafði minna en mánuð til að koma drengjunum út að sögn Youkongkaew. Ótti við að strákarnir myndu falla í dá vegna súrefnisskorts varð til þess að yfirvöld ákváðu að láta reyna á að koma þeim út. Það skipti einnig máli að von var á enn meiri rigningu.Fengu róandi fyrir ferðina út úr hellinum Allir tólf drengirnir voru með köfunargrímu sem náði yfir allt andlitið og var þeim fylgt út einum í einu af tveimur köfurum. Var einn kafari fyrir aftan drenginn og annar fyrir framan. Hver drengur var síðan fluttur á sjúkrabörur og vafinn í teppi þegar komið var á þurrt land. Yfirmaður hersins virtist staðfesta á blaðamannafundi í gær að drengjunum hafi verið gefið róandi fyrir ferðina út úr hellinum þegar hann sagði að sumir þeirra hafi mögulega sofið á leiðinni.Fréttir höfðu áður borist af því að bæði strákunum og þjálfara þeirra hefðu verið gefin róandi lyf til að koma í veg fyrir að þeir myndu fá kvíðakast á leiðinni úr hellinum. Strákarnir tólf og þjálfarinn þeirra eru enn í einangrun á sjúkrahúsi en myndbönd af þeim á spítalanum voru birt í gær. Þeir sjást með læknagrímur fyrir vitum og veifa í myndavélina til að sýna þakklæti sitt. Þá var birt myndband af foreldrum þeirra þar sem þeir stóðu með tárin í augunum á bak við glervegg og horfðu inn á drengina sína. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta foreldra sína augum á ný. 11. júlí 2018 13:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Nýtt myndband sem taílenski sjóherinn birti á Facebook-síðu sinni í gær frá björgun fótboltastrákanna tólf og þjálfara þeirra sýnir vel við hversu erfiðar aðstæður björgunin fór fram. Í myndbandinu sjást kafarar inni í hellinum þar sem þeir gera sig klára til þess að kafa lengra inn eftir strákunum. Þeir eru með sterk ljós sem lýsa upp rýmið þar sem mikið myrkur var inni í hellnum og vatnið nær þeim upp að brjóstkassa. Foringjar úr taílenska sjóhernum hafa lýst því hversu litlu mátti muna að björgunin snerist upp í andhverfu sína og yrði að stórslysi. Í fyrstu töldu björgunarmenn að það yrði tiltölulega auðsótt að bjarga strákunum og þjálfara þeirra en mikil rigning sem fyllti hellinn hraðar en búist var við neyddi sjóherinn til að endurskipuleggja aðgerðir sínar.Ólíkur öllu öðru sem kafararnir hafa upplifað Kafarar úr hernum voru sendir inn í hellinn en leðja, þrengsli og mikið vatn komu í veg fyrir að þeir kæmust eitthvað áleiðis. „Hellirinn var ólíkur öllu öðru sem við höfum upplifað, því það var svo dimmt,“ segir Apakorn Youkongkaew, foringi í sjóhernum. Þá voru aðstæður í hellinum svo erfiðar að í 23 tíma missti herinn samband við tvö teymi kafara sem voru inni í hellinum. Auk þess þurfti öflugri pumpur og tæki til þess að dæla vatni út úr hellinum og fleiri sérþjálfaða kafara. Síðan var komið að björguninni sjálfri. Súrefnisstigið í hellinum var að verða eitrað svo björgunarliðið hafði minna en mánuð til að koma drengjunum út að sögn Youkongkaew. Ótti við að strákarnir myndu falla í dá vegna súrefnisskorts varð til þess að yfirvöld ákváðu að láta reyna á að koma þeim út. Það skipti einnig máli að von var á enn meiri rigningu.Fengu róandi fyrir ferðina út úr hellinum Allir tólf drengirnir voru með köfunargrímu sem náði yfir allt andlitið og var þeim fylgt út einum í einu af tveimur köfurum. Var einn kafari fyrir aftan drenginn og annar fyrir framan. Hver drengur var síðan fluttur á sjúkrabörur og vafinn í teppi þegar komið var á þurrt land. Yfirmaður hersins virtist staðfesta á blaðamannafundi í gær að drengjunum hafi verið gefið róandi fyrir ferðina út úr hellinum þegar hann sagði að sumir þeirra hafi mögulega sofið á leiðinni.Fréttir höfðu áður borist af því að bæði strákunum og þjálfara þeirra hefðu verið gefin róandi lyf til að koma í veg fyrir að þeir myndu fá kvíðakast á leiðinni úr hellinum. Strákarnir tólf og þjálfarinn þeirra eru enn í einangrun á sjúkrahúsi en myndbönd af þeim á spítalanum voru birt í gær. Þeir sjást með læknagrímur fyrir vitum og veifa í myndavélina til að sýna þakklæti sitt. Þá var birt myndband af foreldrum þeirra þar sem þeir stóðu með tárin í augunum á bak við glervegg og horfðu inn á drengina sína.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta foreldra sína augum á ný. 11. júlí 2018 13:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26
Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27
Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta foreldra sína augum á ný. 11. júlí 2018 13:30