Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2018 15:57 Frá samningafundi í deilunni í síðustu viku. Fundinum í dag var slitið eftir um tvo tíma og hefur ekki verið boðað til nýs fundar. fréttablaðið/ernir Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið boðað til nýs fundar í deilunni. Kjaradeilan sé því í „algjörum hnút“ að sögn Katrínar. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir í samtali við fréttastofu lyktir fundarins í dag séu „veruleg vonbrigði.“ Þá segir hann einnig að deilan sé í hnút. „Það var engin niðurstaða. Það var lagt fram algjörlega ófullnægjandi tilboð fyrir okkur þannig að fundi var bara slitið og það hefur ekki verið boðað til annars fundar. Deilan er bara í algjörum hnút,“ segir Katrín og bætir við að samninganefnd ljósmæðra sé algjörlega miður sín vegna þessarar stöðu. „Okkur skilst það að þeim sé það þröngur stakkur búinn að þeir geti ekki mætt okkar kröfum að neinu leyti þannig að þar við situr.“Vilja 110 milljónum meira inn í stofnanasamninga Eins og Vísir greindi frá í morgun eru kröfur ljósmæðra nú að fá sömu launahækkanir og samið var um síðast í kjarasamningi sem ljósmæður felldu, það er það er 6,9 prósent launahækkun til dagvinnukvenna og 8,1 prósent hækkun til vaktavinnukvenna. Þá vilja þær fá aukið fjármagn frá velferðaráðuneytinu inn í stofnanasamninga til að ná fram leiðréttingu á launasetningu stéttarinnar. Í samningnum sem felldur var í maí síðastliðnum kom velferðarráðuneytið inn með 60 milljóna króna fjárveitingu inn á stofnanir vegna launaleiðréttingar. Ljósmæður segja þá upphæð ekki duga og gera nú kröfur um 170 milljónir króna í leiðréttinguna. Það munar því 110 milljónum króna á því sem ljósmæður krefjast og því sem ríkið býður. Það er því augljóst að mikið ber í milli deiluaðila. „Við þurfum að fá 170 milljónir inn á stofnanir og það er bara algjört lágmark. Okkur finnst þetta svíða óskaplega þegar maður bara skoðar söguna undanfarna mánuði og nokkur ár að það sé ekki hægt að leggja 170 milljónir yfir árið til 285 ljósmæðra, við erum ekki einu sinni að tala um launahækkun heldur til þess að mæta breytingum á inntaki starfsins, og lagfæra launaröðunina, þegar þetta eru upphæðir sem einstaklingar eru að fá á öðrum vettvangi, eins og bankastjórar ríkisbanka og annað. Verðmætamatið er eins brenglað og frekast getur verið,“ segir Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið boðað til nýs fundar í deilunni. Kjaradeilan sé því í „algjörum hnút“ að sögn Katrínar. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir í samtali við fréttastofu lyktir fundarins í dag séu „veruleg vonbrigði.“ Þá segir hann einnig að deilan sé í hnút. „Það var engin niðurstaða. Það var lagt fram algjörlega ófullnægjandi tilboð fyrir okkur þannig að fundi var bara slitið og það hefur ekki verið boðað til annars fundar. Deilan er bara í algjörum hnút,“ segir Katrín og bætir við að samninganefnd ljósmæðra sé algjörlega miður sín vegna þessarar stöðu. „Okkur skilst það að þeim sé það þröngur stakkur búinn að þeir geti ekki mætt okkar kröfum að neinu leyti þannig að þar við situr.“Vilja 110 milljónum meira inn í stofnanasamninga Eins og Vísir greindi frá í morgun eru kröfur ljósmæðra nú að fá sömu launahækkanir og samið var um síðast í kjarasamningi sem ljósmæður felldu, það er það er 6,9 prósent launahækkun til dagvinnukvenna og 8,1 prósent hækkun til vaktavinnukvenna. Þá vilja þær fá aukið fjármagn frá velferðaráðuneytinu inn í stofnanasamninga til að ná fram leiðréttingu á launasetningu stéttarinnar. Í samningnum sem felldur var í maí síðastliðnum kom velferðarráðuneytið inn með 60 milljóna króna fjárveitingu inn á stofnanir vegna launaleiðréttingar. Ljósmæður segja þá upphæð ekki duga og gera nú kröfur um 170 milljónir króna í leiðréttinguna. Það munar því 110 milljónum króna á því sem ljósmæður krefjast og því sem ríkið býður. Það er því augljóst að mikið ber í milli deiluaðila. „Við þurfum að fá 170 milljónir inn á stofnanir og það er bara algjört lágmark. Okkur finnst þetta svíða óskaplega þegar maður bara skoðar söguna undanfarna mánuði og nokkur ár að það sé ekki hægt að leggja 170 milljónir yfir árið til 285 ljósmæðra, við erum ekki einu sinni að tala um launahækkun heldur til þess að mæta breytingum á inntaki starfsins, og lagfæra launaröðunina, þegar þetta eru upphæðir sem einstaklingar eru að fá á öðrum vettvangi, eins og bankastjórar ríkisbanka og annað. Verðmætamatið er eins brenglað og frekast getur verið,“ segir Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10
Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45