Rjómabústýrur strokkuðu smjör og seldu sem danskt til Englands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júlí 2018 15:30 Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Stöð 2/Einar Árnason. Fornaldarvélar Rjómabúsins á Baugsstöðum austan Stokkseyrar verða gangsettar fyrir ferðamenn allar helgar í júlí og ágúst. Það þótti einstakt fyrir rúmri öld að konur stýrðu þar iðnrekstri til að framleiða danskt smjör en rjómabústýrur ráku búið allt til ársins 1952. Rjómabúið, sem stofnað var árið 1905, er einstakt á landsvísu, ekki síst vegna vatnshjólsins. Það er dæmi um vatnsaflsvirkjun í sinni frumlegustu mynd en vatnshjólið knúði maskínuverk innandyra sem framleiddi smjör. Rjómabúin voru forverar mjólkurbúanna og urðu alls 34 á landinu á blómaskeiði sínu snemma á 20. öld, og á Baugsstöðum má enn sjá lifandi minjar um þennan iðnað. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Lýð Pálsson, setja tækjabúnaðinn í gang. Lýður sýnir hvernig smjörið var strokkað með vatnsafli frá vatnshjólinu.Stöð 2/Einar Árnason.Rjóminn var settur í smjörstrokk og smjörið síðan fært yfir á hnoðunarborð og saltað. Að lokum var smjörið pressað í stykki og selt á Englandsmarkað sem danskt smjör undir vöruheitinu „Danish butter“. „Við vorum náttúrlega hluti af Danaveldi á þessum tíma,“ segir Lýður. Það voru sérmenntaðar rjómabústýrur sem ráku búið fyrir hönd bænda í Flóanum en fátítt var á þeim tíma að konur stýrðu iðnrekstri.Rjómabústýran Margrét Júníusdóttir, önnur frá vinstri, og aðstoðarkonur hennar, Margrét Andrésdóttir, til vinstri, og hægramegin Ágústa Júníusdóttir og Guðrún Andrésdóttir.Úr bókinni/Rjómabúið á Baugsstöðum 100 ára.„Og þær síðustu, Margrét og Guðrún, þær biðu rólegar eftir því að Mjólkurbú Flóamanna færi á hausinn. En það gerðist aldrei og rjómabúið var rekið til 1952.“ Búið verður opið á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst milli klukkan eitt og sex og vélarnar gangsettar fyrir gesti. Utan þess tíma er tekið á móti hópum. Vatnshjólið er meðal þess sem gerir Rjómabúið einstakt. Það er um fjóra kílómetra austan Stokkseyrar.Stöð 2/Einar Árnason.„Og græjurnar þær virka alveg fullkomlega. Og eins og þið sjáið hérna bak við okkur; hjólið - það snýst og snýst,“ segir forstöðumaður Byggðasafn Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Fornaldarvélar Rjómabúsins á Baugsstöðum austan Stokkseyrar verða gangsettar fyrir ferðamenn allar helgar í júlí og ágúst. Það þótti einstakt fyrir rúmri öld að konur stýrðu þar iðnrekstri til að framleiða danskt smjör en rjómabústýrur ráku búið allt til ársins 1952. Rjómabúið, sem stofnað var árið 1905, er einstakt á landsvísu, ekki síst vegna vatnshjólsins. Það er dæmi um vatnsaflsvirkjun í sinni frumlegustu mynd en vatnshjólið knúði maskínuverk innandyra sem framleiddi smjör. Rjómabúin voru forverar mjólkurbúanna og urðu alls 34 á landinu á blómaskeiði sínu snemma á 20. öld, og á Baugsstöðum má enn sjá lifandi minjar um þennan iðnað. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Lýð Pálsson, setja tækjabúnaðinn í gang. Lýður sýnir hvernig smjörið var strokkað með vatnsafli frá vatnshjólinu.Stöð 2/Einar Árnason.Rjóminn var settur í smjörstrokk og smjörið síðan fært yfir á hnoðunarborð og saltað. Að lokum var smjörið pressað í stykki og selt á Englandsmarkað sem danskt smjör undir vöruheitinu „Danish butter“. „Við vorum náttúrlega hluti af Danaveldi á þessum tíma,“ segir Lýður. Það voru sérmenntaðar rjómabústýrur sem ráku búið fyrir hönd bænda í Flóanum en fátítt var á þeim tíma að konur stýrðu iðnrekstri.Rjómabústýran Margrét Júníusdóttir, önnur frá vinstri, og aðstoðarkonur hennar, Margrét Andrésdóttir, til vinstri, og hægramegin Ágústa Júníusdóttir og Guðrún Andrésdóttir.Úr bókinni/Rjómabúið á Baugsstöðum 100 ára.„Og þær síðustu, Margrét og Guðrún, þær biðu rólegar eftir því að Mjólkurbú Flóamanna færi á hausinn. En það gerðist aldrei og rjómabúið var rekið til 1952.“ Búið verður opið á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst milli klukkan eitt og sex og vélarnar gangsettar fyrir gesti. Utan þess tíma er tekið á móti hópum. Vatnshjólið er meðal þess sem gerir Rjómabúið einstakt. Það er um fjóra kílómetra austan Stokkseyrar.Stöð 2/Einar Árnason.„Og græjurnar þær virka alveg fullkomlega. Og eins og þið sjáið hérna bak við okkur; hjólið - það snýst og snýst,“ segir forstöðumaður Byggðasafn Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira