Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 10. júlí 2018 18:15 Leðurblökur veiddar í net í helli á Indónesíu Vísir/Getty Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis.SökudólgurinnVísir/GettyValdurinn er sveppur sem þrífst í hellum og kallast Histoplasma capsulatum. Hann getur valdið margvíslegum skæðum kvillum í mannfólki. Sjúkdómurinn leggst aðallega á lungun og getur verið banvænn. Ástæðan fyrir því að hann herjar oft á fólk eftir hellaferðir er að sveppurinn þrífst sérstaklega vel í gúanói; driti úr leðurblökum. Leðurblökurnar geta líka borið sjúkdóminn. Einkennin geta sem fyrr segir verið margvísleg en líkjast oft berklum eða slæmri öndunarfærasýkingu. Slæm útbrot eru algeng. Smám saman byrja önnur líffæri að bila og sjúklingurinn getur dáið ef hann fær ekki rétta meðferð. Drengjunum er haldið í einangrun vegna þess að einkenni hellaveiki koma ekki fram fyrr en 3 til 17 dögum eftir sýkingu.Drengirnir voru fluttir með þyrlu og svo sjúkrabíl á þennan spítala þar sem þeir eru á einangrunardeild.Vísir/GettyÁ vel útbúnum spítölum getur verið hægt að greina sjúkdóminn fyrr en heilbrigðisyfirvöld í Taílandi ætla ekki að taka neina áhættu í þessu tilviki. Til öryggis fá strákarnir því aðeins að hitta sína nánustu á bak við gler í bili. Fyrir utan hellaveiki geta margir aðrir sjúkdómar leynst í rökum hellum langt neðanjarðar. Þá þarf að tryggja að drengirnir fái rétta næringu og vatn til að jafna sig eftir vistina. Síðast en ekki síst er það andlega heilsan sem þarf að huga að. Það má ekki gleyma því að maður lét lífið við það að kafa með súrefni til drengjanna og öll heimsbyggðin fylgdist með málinu. Í Taílandi tröllreið umfjöllun um málið öllum fjölmiðlum dögum saman. Álagið sem fylgir þessu öllu saman muni líklega ekki gera sín vart fyrr en lengra er liðið, sérstaklega ef litið er til þess að um börn er að ræða og þau geta tekið lengri tíma í að vinna úr áföllum. Það er því afar ólíklegt að læknar gefi grænt ljós á að drengirnir verði viðstaddir úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudaginn. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst. 8. júlí 2018 22:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis.SökudólgurinnVísir/GettyValdurinn er sveppur sem þrífst í hellum og kallast Histoplasma capsulatum. Hann getur valdið margvíslegum skæðum kvillum í mannfólki. Sjúkdómurinn leggst aðallega á lungun og getur verið banvænn. Ástæðan fyrir því að hann herjar oft á fólk eftir hellaferðir er að sveppurinn þrífst sérstaklega vel í gúanói; driti úr leðurblökum. Leðurblökurnar geta líka borið sjúkdóminn. Einkennin geta sem fyrr segir verið margvísleg en líkjast oft berklum eða slæmri öndunarfærasýkingu. Slæm útbrot eru algeng. Smám saman byrja önnur líffæri að bila og sjúklingurinn getur dáið ef hann fær ekki rétta meðferð. Drengjunum er haldið í einangrun vegna þess að einkenni hellaveiki koma ekki fram fyrr en 3 til 17 dögum eftir sýkingu.Drengirnir voru fluttir með þyrlu og svo sjúkrabíl á þennan spítala þar sem þeir eru á einangrunardeild.Vísir/GettyÁ vel útbúnum spítölum getur verið hægt að greina sjúkdóminn fyrr en heilbrigðisyfirvöld í Taílandi ætla ekki að taka neina áhættu í þessu tilviki. Til öryggis fá strákarnir því aðeins að hitta sína nánustu á bak við gler í bili. Fyrir utan hellaveiki geta margir aðrir sjúkdómar leynst í rökum hellum langt neðanjarðar. Þá þarf að tryggja að drengirnir fái rétta næringu og vatn til að jafna sig eftir vistina. Síðast en ekki síst er það andlega heilsan sem þarf að huga að. Það má ekki gleyma því að maður lét lífið við það að kafa með súrefni til drengjanna og öll heimsbyggðin fylgdist með málinu. Í Taílandi tröllreið umfjöllun um málið öllum fjölmiðlum dögum saman. Álagið sem fylgir þessu öllu saman muni líklega ekki gera sín vart fyrr en lengra er liðið, sérstaklega ef litið er til þess að um börn er að ræða og þau geta tekið lengri tíma í að vinna úr áföllum. Það er því afar ólíklegt að læknar gefi grænt ljós á að drengirnir verði viðstaddir úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudaginn.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst. 8. júlí 2018 22:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00
Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19
Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst. 8. júlí 2018 22:15