Nítján kafarar komnir inn í hellinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2018 06:24 Elon Musk birti þessa mynd á Twitter-síðu sinni í nótt. Twitter Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. Stjórnendur björgunaraðgerðanna greindu frá því í morgun að nítján kafarar hefðu haldið af stað inn í hellinn klukkan 02:08 í nótt að íslenskum tíma og þeir búist við að aðgerðir dagsins verði tímafrekari en síðustu daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum á sunnudag í 8 klukkustunda langri aðgerð en ekki tók nema 6 klukkustundir að ná fjórum út til viðbótar í gær. Björgun dagsins verður þó ekki aðeins lengri af því að bjarga þarf fimm úr hellinum í dag, samanborið við fjóra drengi í síðustu aðgerðum. Auk hinna föstu hefur fjöldi kafara, læknir og aðrir björgunarmenn komið sér fyrir í hellinum og munu þeir verða síðastir út. Að sama skapi rigndi talsvert í norðurhluta Tælands í nótt. Að sögn talsmanna aðgerðanna ætti það þó ekki að hafa nein teljandi áhrif á aðgerðir dagsins.Frá blaðamannafundi í nótt.Vísir/APÞá var greint frá því í nótt að drengirnir átta sem komnir eru úr hellinum séu við góða heilsu. Þeir fá nú aðhlynningu á sjúkrahúsi og hafa fengið að hitta foreldra sína. Þeir eru þó enn í einangrun og hafa því þurft að tala við þá í gegnum gler. Tveir drengir eru þó sagðir vera með minniháttar lungnasýkingu. Þar að auki eru þeir með sólgleraugu öllum stundum, enda augun ennþá að aðlagast birtunni eftir 2 vikur í niðamyrkum hellinum. Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Þá mætti tæknifrömuðurinn Elon Musk með hinn víðfræga kafbát, sem hann lét vísindamenn sína setja saman á mettíma til að aðstoða við aðgerðirnar, þrátt fyrir að stjórnendur hefðu afþakkað boðið. Þeir segja að þó svo að báturinn sé tæknilega fullkominn henti hann ekki þessari tilteknu aðgerð. Musk skildi bátinn engu að síður eftir, ef þeim skyldi snúast hugur.Just returned from Cave 3. Mini-sub is ready if needed. It is made of rocket parts & named Wild Boar after kids' soccer team. Leaving here in case it may be useful in the future. Thailand is so beautiful. pic.twitter.com/EHNh8ydaTT— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2018 Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Átta bjargað í Taílandi en fimm þurfa að bíða til morguns Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. 9. júlí 2018 13:39 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. Stjórnendur björgunaraðgerðanna greindu frá því í morgun að nítján kafarar hefðu haldið af stað inn í hellinn klukkan 02:08 í nótt að íslenskum tíma og þeir búist við að aðgerðir dagsins verði tímafrekari en síðustu daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum á sunnudag í 8 klukkustunda langri aðgerð en ekki tók nema 6 klukkustundir að ná fjórum út til viðbótar í gær. Björgun dagsins verður þó ekki aðeins lengri af því að bjarga þarf fimm úr hellinum í dag, samanborið við fjóra drengi í síðustu aðgerðum. Auk hinna föstu hefur fjöldi kafara, læknir og aðrir björgunarmenn komið sér fyrir í hellinum og munu þeir verða síðastir út. Að sama skapi rigndi talsvert í norðurhluta Tælands í nótt. Að sögn talsmanna aðgerðanna ætti það þó ekki að hafa nein teljandi áhrif á aðgerðir dagsins.Frá blaðamannafundi í nótt.Vísir/APÞá var greint frá því í nótt að drengirnir átta sem komnir eru úr hellinum séu við góða heilsu. Þeir fá nú aðhlynningu á sjúkrahúsi og hafa fengið að hitta foreldra sína. Þeir eru þó enn í einangrun og hafa því þurft að tala við þá í gegnum gler. Tveir drengir eru þó sagðir vera með minniháttar lungnasýkingu. Þar að auki eru þeir með sólgleraugu öllum stundum, enda augun ennþá að aðlagast birtunni eftir 2 vikur í niðamyrkum hellinum. Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Þá mætti tæknifrömuðurinn Elon Musk með hinn víðfræga kafbát, sem hann lét vísindamenn sína setja saman á mettíma til að aðstoða við aðgerðirnar, þrátt fyrir að stjórnendur hefðu afþakkað boðið. Þeir segja að þó svo að báturinn sé tæknilega fullkominn henti hann ekki þessari tilteknu aðgerð. Musk skildi bátinn engu að síður eftir, ef þeim skyldi snúast hugur.Just returned from Cave 3. Mini-sub is ready if needed. It is made of rocket parts & named Wild Boar after kids' soccer team. Leaving here in case it may be useful in the future. Thailand is so beautiful. pic.twitter.com/EHNh8ydaTT— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2018
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Átta bjargað í Taílandi en fimm þurfa að bíða til morguns Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. 9. júlí 2018 13:39 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19
Átta bjargað í Taílandi en fimm þurfa að bíða til morguns Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. 9. júlí 2018 13:39