Þingmaður segir af sér eftir ótrúlega hegðun í grínþætti Cohens Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 19:00 Lygileg atburðarrás í umræddu myndskeiði. Bandaríski repúblikaninn Jason Spencer hefur sagt af sér embætti ríkisþingmanns í Georgíu vegna framkomu sinnar í gamanþættinum Who is America? á dögunum. Hann stóð frammi fyrir því að vera rekinn ef hann hefði ekki sagt af sér af sjálfsdáðum. Þættirnir eru hugarfóstur breska grínistans Sacha Baron Cohen sem hefur meðal annars leikið fólk grátt í gervi persóna á borð við Ali G, Borat og Bruno. Í nýju þáttunum bregður hann sér í ýmis gervi með aðstoð förðunarmeistara og fær opinberar persónur til að gera sig að fífli. Í umræddum þætti, sem fór í loftið á sunnudaginn, gekk Jason Spencer þó lengra en flestir og virtist tilbúinn að taka þátt í hvaða vitleysu sem er. Hann segist sjálfur hafa verið í tilfinningalegu uppnámi eftir ósigur í prófkjöri í vor. Spencer hefði að öllu jöfnu látið af embætti eftir kosningarnar í nóvember. Afleiðingarnar eru þó töluverðar þar sem Spencer hefði þurft að sitja fram að kosningum til að hafa náð átta árum í embætti en þá hefði hann átt rétt á ókeypis sjúkratryggingu ævilangt. Í Bandaríkjunum er það töluverð búbót fyrir marga þar sem lækniskostnaður getur verið svimandi hár. Spencer sakar Cohen um að nýta sér lamandi hræðslu sína við hryðjuverk. Í atriðinu þóttist Cohen vera leyniþjónustumaður frá Ísrael með sérfræðiþekkingu í hryðjuverkum. Meðal þess sem hann fékk Spencer til að gera í þættinum var að öskra orðið „nigger“ ítrekað eftir að Cohen sagði honum að „n-orðið“ hefði fælingarmátt gegn hryðjuverkamönnum. Hann tók einnig myndir upp undir búrkur kvenna. Cohen fékk þingmanninn einnig til að girða niður um sig og ota að sér rassinum þar sem það væri góð leið til að stöðva hryðjuverk. Sagði hann liðsmenn ISIS dauðhrædda við að snerta rass annars karlmanns þar sem það þýddi að þeir yrðu samkynhneigðir í augum Guðs.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Spencer kemst í kast við fjölmiðla ef svo má að orði komast. Í fyrra var hann krafinn um afsögn eftir að hann hótaði þeldökkum fyrrverandi þingmanni með því að segja að hann gæti búist við einhverju mun verra en hópi manna með kyndla ef hann héldi áfram að berjast gegn opinberri notkun Suðurríkjafánans. Þá lagði hann fram umdeilt frumvarp sem hefði bannað konum að klæðast búrkum eða öðrum hyljandi fatnaði á almannafæri. Hann dró það frumvarp til baka eftir mótmæli. Undanfarna mánuði hefur Spencer fyrst og fremst einbeitt sér að smíði frumvarps sem hefði gefið fórnarlömbum barnaníðinga rýmri tíma til að leggja fram kæru áður en málin fyrnast. Það frumvarp var drepið af hagsmunasamtökum sem voru studd fjárhagslega af skátahreyfingum vestanhafs. Stj.mál Tengdar fréttir Fékk þekktan stjórnmálamann til að afklæða sig í þeim tilgangi að hræða ISIS-liða Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl. 23. júlí 2018 15:30 Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum. 13. júlí 2018 16:22 Fékk ráðamenn til að mæla með vopnuðum leikskólabörnum Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. 15. júlí 2018 20:03 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
Bandaríski repúblikaninn Jason Spencer hefur sagt af sér embætti ríkisþingmanns í Georgíu vegna framkomu sinnar í gamanþættinum Who is America? á dögunum. Hann stóð frammi fyrir því að vera rekinn ef hann hefði ekki sagt af sér af sjálfsdáðum. Þættirnir eru hugarfóstur breska grínistans Sacha Baron Cohen sem hefur meðal annars leikið fólk grátt í gervi persóna á borð við Ali G, Borat og Bruno. Í nýju þáttunum bregður hann sér í ýmis gervi með aðstoð förðunarmeistara og fær opinberar persónur til að gera sig að fífli. Í umræddum þætti, sem fór í loftið á sunnudaginn, gekk Jason Spencer þó lengra en flestir og virtist tilbúinn að taka þátt í hvaða vitleysu sem er. Hann segist sjálfur hafa verið í tilfinningalegu uppnámi eftir ósigur í prófkjöri í vor. Spencer hefði að öllu jöfnu látið af embætti eftir kosningarnar í nóvember. Afleiðingarnar eru þó töluverðar þar sem Spencer hefði þurft að sitja fram að kosningum til að hafa náð átta árum í embætti en þá hefði hann átt rétt á ókeypis sjúkratryggingu ævilangt. Í Bandaríkjunum er það töluverð búbót fyrir marga þar sem lækniskostnaður getur verið svimandi hár. Spencer sakar Cohen um að nýta sér lamandi hræðslu sína við hryðjuverk. Í atriðinu þóttist Cohen vera leyniþjónustumaður frá Ísrael með sérfræðiþekkingu í hryðjuverkum. Meðal þess sem hann fékk Spencer til að gera í þættinum var að öskra orðið „nigger“ ítrekað eftir að Cohen sagði honum að „n-orðið“ hefði fælingarmátt gegn hryðjuverkamönnum. Hann tók einnig myndir upp undir búrkur kvenna. Cohen fékk þingmanninn einnig til að girða niður um sig og ota að sér rassinum þar sem það væri góð leið til að stöðva hryðjuverk. Sagði hann liðsmenn ISIS dauðhrædda við að snerta rass annars karlmanns þar sem það þýddi að þeir yrðu samkynhneigðir í augum Guðs.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Spencer kemst í kast við fjölmiðla ef svo má að orði komast. Í fyrra var hann krafinn um afsögn eftir að hann hótaði þeldökkum fyrrverandi þingmanni með því að segja að hann gæti búist við einhverju mun verra en hópi manna með kyndla ef hann héldi áfram að berjast gegn opinberri notkun Suðurríkjafánans. Þá lagði hann fram umdeilt frumvarp sem hefði bannað konum að klæðast búrkum eða öðrum hyljandi fatnaði á almannafæri. Hann dró það frumvarp til baka eftir mótmæli. Undanfarna mánuði hefur Spencer fyrst og fremst einbeitt sér að smíði frumvarps sem hefði gefið fórnarlömbum barnaníðinga rýmri tíma til að leggja fram kæru áður en málin fyrnast. Það frumvarp var drepið af hagsmunasamtökum sem voru studd fjárhagslega af skátahreyfingum vestanhafs.
Stj.mál Tengdar fréttir Fékk þekktan stjórnmálamann til að afklæða sig í þeim tilgangi að hræða ISIS-liða Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl. 23. júlí 2018 15:30 Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum. 13. júlí 2018 16:22 Fékk ráðamenn til að mæla með vopnuðum leikskólabörnum Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. 15. júlí 2018 20:03 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
Fékk þekktan stjórnmálamann til að afklæða sig í þeim tilgangi að hræða ISIS-liða Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl. 23. júlí 2018 15:30
Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum. 13. júlí 2018 16:22
Fékk ráðamenn til að mæla með vopnuðum leikskólabörnum Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. 15. júlí 2018 20:03
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“