Kosið í Pakistan í skugga ofbeldis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 25. júlí 2018 19:30 Pakistanar kusu til þings í dag í skugga hryðjuverkaárása en ein sprengja í borginni Quetta banaði 31 á meðan minni árásir hafa átt sér stað á kjörstöðum víða um land. Íslamska ríkið er sagt bera ábyrgð á árásunum en hryðjuverkahópar hafa plagað Pakistan um árbil. Kosið er á 272 manna þjóðþing Pakistan en tveir flokkar hafa barist um toppsætið í kosningabaráttunni, Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin. Fyrir bandalagi Múslima fer Shebaz Sharif sem hefur þjónað sem ríkisstjóri Punjab héraðs frá árinu 1997. Hann er bróðir Nawaz Sharif sem hrökklaðist frá völdum í fyrra, var bannað að bjóða sig fram aftur og hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi vegna hneykslis sem ljóstrað var upp um í Panamaskjölunum. Fyrir Réttlætishreyfingunni fer fyrrverandi krikketstjarnan Imran Khan. Herinn er sagður standa að baki framboði hans. Herinn hefur meira og minna farið með völdin í Pakistan í áratugi, varla líður kjörtímabil án þess að herinn skipti sér af stjórn landsins. Khan hefur þá lofað að ráðast gegn spillingu í Pakistan sem hefur verið eitt af aðalmálum baráttunnar. Barátta gegn hryðjuverkum og samskipti við Bandaríkin hafa þá verið ofarlega á baugi. Þrátt fyrir að Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin berjist um toppsætið gæti Þjóðarflokkurinn orðið oddaflokkur á þinginu og í því tilfelli þyrfti að mynda samsteypustjórn sem Khan hefur þó lagst gegn. Afstaða Khan gæti flækt hlutina nokkuð eftir kosningar. Bilawal Bhutto Zardari, fer fyrir Þjóðarflokknum en hann er einkasonur Benhazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan sem var myrt árið 2007. Úrslit kosninganna ættu að vera ljós á morgun. Pakistan Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Pakistanar kusu til þings í dag í skugga hryðjuverkaárása en ein sprengja í borginni Quetta banaði 31 á meðan minni árásir hafa átt sér stað á kjörstöðum víða um land. Íslamska ríkið er sagt bera ábyrgð á árásunum en hryðjuverkahópar hafa plagað Pakistan um árbil. Kosið er á 272 manna þjóðþing Pakistan en tveir flokkar hafa barist um toppsætið í kosningabaráttunni, Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin. Fyrir bandalagi Múslima fer Shebaz Sharif sem hefur þjónað sem ríkisstjóri Punjab héraðs frá árinu 1997. Hann er bróðir Nawaz Sharif sem hrökklaðist frá völdum í fyrra, var bannað að bjóða sig fram aftur og hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi vegna hneykslis sem ljóstrað var upp um í Panamaskjölunum. Fyrir Réttlætishreyfingunni fer fyrrverandi krikketstjarnan Imran Khan. Herinn er sagður standa að baki framboði hans. Herinn hefur meira og minna farið með völdin í Pakistan í áratugi, varla líður kjörtímabil án þess að herinn skipti sér af stjórn landsins. Khan hefur þá lofað að ráðast gegn spillingu í Pakistan sem hefur verið eitt af aðalmálum baráttunnar. Barátta gegn hryðjuverkum og samskipti við Bandaríkin hafa þá verið ofarlega á baugi. Þrátt fyrir að Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin berjist um toppsætið gæti Þjóðarflokkurinn orðið oddaflokkur á þinginu og í því tilfelli þyrfti að mynda samsteypustjórn sem Khan hefur þó lagst gegn. Afstaða Khan gæti flækt hlutina nokkuð eftir kosningar. Bilawal Bhutto Zardari, fer fyrir Þjóðarflokknum en hann er einkasonur Benhazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan sem var myrt árið 2007. Úrslit kosninganna ættu að vera ljós á morgun.
Pakistan Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00
31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56