47 stelpur klára ekki Íslandsmótið vegna háskólanáms erlendis Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2018 08:55 Selma Sól Magnúsdóttir var útnefnd besti leikmaður fyrri hluta Pepsi-deildarinnar. vísir/ernir 47 stelpur úr efstu tveimur deildum Íslandsmótsins, Pepsi-deildinni og Inkasso-deildinni, klára ekki sumarið hér heima vegna þess að þær eru í námi erlendis. Þetta kemur fram í úttekt Fótbolti.net sem greindi fyrst frá því í síðustu viku að 24 leikmenn væru á leið út í Pepsi-deildinni og í dag kemur fram að 23 stelpur úr Inkasso-deildinni eru annað hvort farnar eða halda utan á næstu dögum. Það er ekkert nýtt að íslenskir leikmenn nýti tækifærið og fái skólastyrk erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum, en þetta er að færast í aukana ár frá ári. Í fyrra fóru 17 leikmenn Pepsi-deildarinnar út en þeim fjölgar um sjö í ár. Þetta brotthvarf leikmanna gæti haft veruleg áhrif á lokasprett deildanna. Breiðablik, sem trónir á toppi Pepsi-deildarinnar, missir tvo landsliðsmenn í þeim Selmu Sól Magnúsdóttur og Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur. Selma Sól hefur verið einn albesti leikmaður deildarinnar í sumar. Blikarnir missa í heildina fimm leikmenn líkt og Selfyssingar en Valur verður án hinnar bráðefnilegu Ásídar Karenar Halldórsdóttir í sienni hluta mótsins. Þá missir KR, sem er í harðri fallbaráttu, markvörðinn sinn Hrafnhildi Agnarsdóttur í lok ágúst. Fylkir, sem er í öðru sæti í Inkasso-deild kvenna, missir sex leikmenn en flestir eru í aukahlutverki í liðinu fyrir utan Telmu Lóu Hermannsdóttur sem skrifaði undir samning við skóla í Flórída í gær. Skagakonur fara líklega verst út úr þessu í næst efstu deild en þær missa þrjár byrjunarliðskonur sem er mikið högg fyrir þær gulu í baráttunni um sæti í efstu deild að ári. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
47 stelpur úr efstu tveimur deildum Íslandsmótsins, Pepsi-deildinni og Inkasso-deildinni, klára ekki sumarið hér heima vegna þess að þær eru í námi erlendis. Þetta kemur fram í úttekt Fótbolti.net sem greindi fyrst frá því í síðustu viku að 24 leikmenn væru á leið út í Pepsi-deildinni og í dag kemur fram að 23 stelpur úr Inkasso-deildinni eru annað hvort farnar eða halda utan á næstu dögum. Það er ekkert nýtt að íslenskir leikmenn nýti tækifærið og fái skólastyrk erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum, en þetta er að færast í aukana ár frá ári. Í fyrra fóru 17 leikmenn Pepsi-deildarinnar út en þeim fjölgar um sjö í ár. Þetta brotthvarf leikmanna gæti haft veruleg áhrif á lokasprett deildanna. Breiðablik, sem trónir á toppi Pepsi-deildarinnar, missir tvo landsliðsmenn í þeim Selmu Sól Magnúsdóttur og Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur. Selma Sól hefur verið einn albesti leikmaður deildarinnar í sumar. Blikarnir missa í heildina fimm leikmenn líkt og Selfyssingar en Valur verður án hinnar bráðefnilegu Ásídar Karenar Halldórsdóttir í sienni hluta mótsins. Þá missir KR, sem er í harðri fallbaráttu, markvörðinn sinn Hrafnhildi Agnarsdóttur í lok ágúst. Fylkir, sem er í öðru sæti í Inkasso-deild kvenna, missir sex leikmenn en flestir eru í aukahlutverki í liðinu fyrir utan Telmu Lóu Hermannsdóttur sem skrifaði undir samning við skóla í Flórída í gær. Skagakonur fara líklega verst út úr þessu í næst efstu deild en þær missa þrjár byrjunarliðskonur sem er mikið högg fyrir þær gulu í baráttunni um sæti í efstu deild að ári.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira