Svífa um í enskum vals Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 06:00 Það er ekki bara fótaburðurinn sem skiptir máli í dansinum heldur líka danshaldið, líkamsstaðan og fatnaðurinn, og skórnir verða að smellpassa Fréttablaðið/Anton Brink Þau Ágústa Rut og Sverrir Þór eru á dansæfingu og svífa um gólfið í enskum vals. Fram undan er danskeppni í Bournemouth í Englandi sem byrjar nú á fimmtudaginn. Í síðasta mánuði unnu þau börnin opna ítalska mótið í samkvæmisdönsum og urðu í 4. sæti í stórri keppni í Blackpool í Englandi fyrr á árinu þar sem 120 pör tóku þátt. Þótt þau beri sig þannig að þau virðist geta dansað endalaust spyr ég þau, þegar æfingunni lýkur, hvort þau verði aldrei þreytt. „Jú, ef við dönsum marga dansa í röð,“ svarar Ágústa Rut einlæg. En hversu marga dansa þurfa þau að kunna til að taka þátt í keppnum? Sverrir Þór svarar því. „Í stórum keppnum erlendis eru fimm dansar í hvorum flokki, samkvæmisdönsum og suðuramerískum dönsum.“ Bæði byrjuðu Ágústa Rut og Sverrir Þór að æfa dans þegar þau voru tveggja ára en hafa dansað saman í hálft annað ár, eða síðan í desember 2016. Yfir veturinn æfa þau alla daga nema mánudaga og sumarið er ekki laust við æfingar þegar keppnir eru fram undan, eins og nú. „Við erum í barnaflokki II út þetta ár,“ útskýrir Ágústa Rut. „Höldum auðvitað áfram að dansa en þá keppum við við eldri krakka og verðum bara að miða við okkur sjálf og gera betur og betur.“ „Þá verðum við í unglingaflokki I. Það þýðir öðruvísi spor og öðruvísi föt,“ segir Sverrir. Hann segir skóna alltaf skipta miklu máli, þeir verði að smellpassa, sérstaklega í suðuramerísku dönsunum. Fjórar keppnir eru fram undan á þessu ári fyrir utan þessa, tvær í Englandi, ein í Hollandi og ein París í desember. „Parísarkeppnin er stór,“ tekur Sverrir Þór fram. Börnin segjast vera ágætis vinir og aldrei láta sér leiðast á ferðalögum. „Við finnum okkur alltaf eitthvað að gera,“ segir Ágústa Rut. Þau eiga líka fleiri áhugamál en dansinn. Ágústu finnst gaman að teikna og lita og Sverrir Þór hefur gaman af fótbolta og hnífagaldri. Hann segir framtíðina algerlega óráðna en Ágústu Rut langar að verða dansari og líka fatahönnuður sem saumar danskjóla og dansföt Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Þau Ágústa Rut og Sverrir Þór eru á dansæfingu og svífa um gólfið í enskum vals. Fram undan er danskeppni í Bournemouth í Englandi sem byrjar nú á fimmtudaginn. Í síðasta mánuði unnu þau börnin opna ítalska mótið í samkvæmisdönsum og urðu í 4. sæti í stórri keppni í Blackpool í Englandi fyrr á árinu þar sem 120 pör tóku þátt. Þótt þau beri sig þannig að þau virðist geta dansað endalaust spyr ég þau, þegar æfingunni lýkur, hvort þau verði aldrei þreytt. „Jú, ef við dönsum marga dansa í röð,“ svarar Ágústa Rut einlæg. En hversu marga dansa þurfa þau að kunna til að taka þátt í keppnum? Sverrir Þór svarar því. „Í stórum keppnum erlendis eru fimm dansar í hvorum flokki, samkvæmisdönsum og suðuramerískum dönsum.“ Bæði byrjuðu Ágústa Rut og Sverrir Þór að æfa dans þegar þau voru tveggja ára en hafa dansað saman í hálft annað ár, eða síðan í desember 2016. Yfir veturinn æfa þau alla daga nema mánudaga og sumarið er ekki laust við æfingar þegar keppnir eru fram undan, eins og nú. „Við erum í barnaflokki II út þetta ár,“ útskýrir Ágústa Rut. „Höldum auðvitað áfram að dansa en þá keppum við við eldri krakka og verðum bara að miða við okkur sjálf og gera betur og betur.“ „Þá verðum við í unglingaflokki I. Það þýðir öðruvísi spor og öðruvísi föt,“ segir Sverrir. Hann segir skóna alltaf skipta miklu máli, þeir verði að smellpassa, sérstaklega í suðuramerísku dönsunum. Fjórar keppnir eru fram undan á þessu ári fyrir utan þessa, tvær í Englandi, ein í Hollandi og ein París í desember. „Parísarkeppnin er stór,“ tekur Sverrir Þór fram. Börnin segjast vera ágætis vinir og aldrei láta sér leiðast á ferðalögum. „Við finnum okkur alltaf eitthvað að gera,“ segir Ágústa Rut. Þau eiga líka fleiri áhugamál en dansinn. Ágústu finnst gaman að teikna og lita og Sverrir Þór hefur gaman af fótbolta og hnífagaldri. Hann segir framtíðina algerlega óráðna en Ágústu Rut langar að verða dansari og líka fatahönnuður sem saumar danskjóla og dansföt
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira