Höfðu heyrt orðróm um veikindin en sumarfrí var svarið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2018 10:38 Fulltrúar minnihlutans höfðu heyrt orðróm um veikindi og spurðust því fyrir hver ástæðan væri fyrir fjarveruna. Svarið var sumarfrí. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir að minnihlutinn hefði ekki lagt fram bókun er sneri að gagnrýni á fjarveru Dags B. Eggertssonar, borgarstjórans í Reykjavík, á fundi borgarráðs í síðustu viku hefðu upplýsingar um veikindi hans legið fyrir. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segist hafa heyrt orðróm um veikindi borgarstjóra og því hafi verið óskað eftir upplýsingum um fyrirhugaða fjarveru hans. Svörin voru skýr. Hann væri í sumarfríi. Minnihlutinn í borginni var allt annað en sáttur við fjarveru borgarstjórans. Var fjarveran gagnrýnd í aðdraganda síðasta fundar borgarráðs fyrir sumarfrí síðastliðinn fimmtudag. Á fundinum var lögð fram bókun þar sem borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sögðu það óásættanlegt að borgarstjóri væri fjarverandi á síðasta reglulega fundi borgarráðs. „Það er sérstaklega ámælisvert í ljósi þeirra alvarlegu mála sem upp hafa komið síðustu daga sem brýnt er að fjallað sé um áður en borgarráð fer í sumarfrí.“Auðvitað velti ég fyrir mér hvort það sé að koma í bakið á mér núna að hafa ekki farið rólegar í sakirnar í vetur í stað þess að halda fullri ferð í vinnunni, sagði Dagur í viðtalinu í Fréttablaðinu.Fréttablaðið/Anton BrinkÓljós orðrómur svo þau spurðust fyrir Um er að ræða álit umboðsmanns Alþingis um vanda heimilislausra í borginni, dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi borgina til að greiða starfsmanni skaðabætur vegna slæmrar framkomu skrifstofustjóra borgarinnar og úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna brots á lögum við ráðningu á borgarlögmanni. Voru málin til umræðu á fundinum og svaraði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, fyrir hönd borgarstjóra á fundinum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri upplýsti í viðtali í Fréttablaðinu á laugardaginn að hann væri með gigtarsjúkdóm. Hann væri farinn að ganga með staf og ætti erfitt með svefn vegna verkja. Vigdís Hauksdóttir, sem var sérlega gagnrýnin á fyrirhugaða fjarveru borgarstjóra, segir gagnrýni sína varðandi málin þrjú að sjálfsögðu eiga rétt á sér. Minnihlutinn hefði þó ekki lagt fram bókunina með gagnrýni á fjarveru Dags hefði legið fyrir að hann glímdi við veikindi. Kolbrún Baldursdóttir tekur undir þetta. „Við vorum búin að heyra orðróm, þetta var mjög óljóst svo við ákváðum að spyrja Þórdísi Lóu hvort hann yrði fjarverandi á fundinum,“ segir Kolbrún. Hvort hann væri í sumarfríi eða einhver önnur ástæða væri fyrir fjarverunni.Kolbrún Baldursdóttir minnir á að borgarfulltrúar séu gott fólk og vilji málefnalega umræðu.Vísir/VilhelmMannlegt og gott fólk „Við myndum alls ekki vilja vera að koma með fjarverukvörtun ef maðurinn er veikur. Svarið var bara að hann væri í sumarfríi. Það hefði vel verið hægt að segja að hann væri í sumarfríi en væri búinn að glíma við veikindi,“ segir Kolbrún. Hún undirstrikar að þótt fólk sé ósammála í pólitík og takist á þá þyki borgarfulltrúum vænt hvert um annað. „Við erum mannleg og gott fólk. Við viljum hafa þetta málefnalegt.“ Undir þetta tekur Eyþór Arnalds í samtali við Mbl.is. „Við óskum honum að sjálfsögðu góðs bata og að meðferðin gangi vel.“ Vigdís minnir á að málin þrjú séu engu að síður grafalvarleg. „Við hefðum tekið þau mál jafnföstum tökum því þau eru áfellisdómur yfir borginni,“ segir Vigdís og er hugsi yfir því að málin þrjú komi upp á svo til sama tíma. Eftir að nýr meirihluti hefur verið myndaður. „Það er skrýtið og mjög tilviljanakennt að þetta skuli allt koma upp eftir borgarstjórnarkosningar og eftir að búið er að mynda nýjan meirihluta.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir að minnihlutinn hefði ekki lagt fram bókun er sneri að gagnrýni á fjarveru Dags B. Eggertssonar, borgarstjórans í Reykjavík, á fundi borgarráðs í síðustu viku hefðu upplýsingar um veikindi hans legið fyrir. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segist hafa heyrt orðróm um veikindi borgarstjóra og því hafi verið óskað eftir upplýsingum um fyrirhugaða fjarveru hans. Svörin voru skýr. Hann væri í sumarfríi. Minnihlutinn í borginni var allt annað en sáttur við fjarveru borgarstjórans. Var fjarveran gagnrýnd í aðdraganda síðasta fundar borgarráðs fyrir sumarfrí síðastliðinn fimmtudag. Á fundinum var lögð fram bókun þar sem borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sögðu það óásættanlegt að borgarstjóri væri fjarverandi á síðasta reglulega fundi borgarráðs. „Það er sérstaklega ámælisvert í ljósi þeirra alvarlegu mála sem upp hafa komið síðustu daga sem brýnt er að fjallað sé um áður en borgarráð fer í sumarfrí.“Auðvitað velti ég fyrir mér hvort það sé að koma í bakið á mér núna að hafa ekki farið rólegar í sakirnar í vetur í stað þess að halda fullri ferð í vinnunni, sagði Dagur í viðtalinu í Fréttablaðinu.Fréttablaðið/Anton BrinkÓljós orðrómur svo þau spurðust fyrir Um er að ræða álit umboðsmanns Alþingis um vanda heimilislausra í borginni, dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi borgina til að greiða starfsmanni skaðabætur vegna slæmrar framkomu skrifstofustjóra borgarinnar og úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna brots á lögum við ráðningu á borgarlögmanni. Voru málin til umræðu á fundinum og svaraði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, fyrir hönd borgarstjóra á fundinum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri upplýsti í viðtali í Fréttablaðinu á laugardaginn að hann væri með gigtarsjúkdóm. Hann væri farinn að ganga með staf og ætti erfitt með svefn vegna verkja. Vigdís Hauksdóttir, sem var sérlega gagnrýnin á fyrirhugaða fjarveru borgarstjóra, segir gagnrýni sína varðandi málin þrjú að sjálfsögðu eiga rétt á sér. Minnihlutinn hefði þó ekki lagt fram bókunina með gagnrýni á fjarveru Dags hefði legið fyrir að hann glímdi við veikindi. Kolbrún Baldursdóttir tekur undir þetta. „Við vorum búin að heyra orðróm, þetta var mjög óljóst svo við ákváðum að spyrja Þórdísi Lóu hvort hann yrði fjarverandi á fundinum,“ segir Kolbrún. Hvort hann væri í sumarfríi eða einhver önnur ástæða væri fyrir fjarverunni.Kolbrún Baldursdóttir minnir á að borgarfulltrúar séu gott fólk og vilji málefnalega umræðu.Vísir/VilhelmMannlegt og gott fólk „Við myndum alls ekki vilja vera að koma með fjarverukvörtun ef maðurinn er veikur. Svarið var bara að hann væri í sumarfríi. Það hefði vel verið hægt að segja að hann væri í sumarfríi en væri búinn að glíma við veikindi,“ segir Kolbrún. Hún undirstrikar að þótt fólk sé ósammála í pólitík og takist á þá þyki borgarfulltrúum vænt hvert um annað. „Við erum mannleg og gott fólk. Við viljum hafa þetta málefnalegt.“ Undir þetta tekur Eyþór Arnalds í samtali við Mbl.is. „Við óskum honum að sjálfsögðu góðs bata og að meðferðin gangi vel.“ Vigdís minnir á að málin þrjú séu engu að síður grafalvarleg. „Við hefðum tekið þau mál jafnföstum tökum því þau eru áfellisdómur yfir borginni,“ segir Vigdís og er hugsi yfir því að málin þrjú komi upp á svo til sama tíma. Eftir að nýr meirihluti hefur verið myndaður. „Það er skrýtið og mjög tilviljanakennt að þetta skuli allt koma upp eftir borgarstjórnarkosningar og eftir að búið er að mynda nýjan meirihluta.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09
Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09
Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22