Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 22. júlí 2018 13:20 Svandís Svavarsdóttir segir landspítalann hafa teygt sig í átt að ljósmæðrum og ætla að endurskoða ýmis mál. Vísir/Eyþór Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessa niðurstöðu fagnaðarefni. Deila ljósmæðra og ríkisins var fyrir helgina komin í algjöran hnút. Í gær sendi svo ríkissáttasemjari frá sér fréttatilkynningu þess efnis að ljósmæðraverkfalli væri frestað og yfirvinnubanni aflétt. Var það í kjölfar þess að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu sem lögð var fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gær miðlunartillöguna sambærilega þeirri sem lögð var fram fyrr í vikunni. Í fréttatilkynningunni segir meðal annars: Djúpstæður ágreiningur hefur verið milli samningsaðila um það hvort launasetning stéttarinnar sé í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra. Sá ágreiningur hefur meðal annars staðið í vegi fyrir því að aðilar undirriti kjarasamning og því felur tillagan í sér að sérstökum gerðardómi verði falið að kveða upp úr um það hvort og þá að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar. Ríkissáttasemjari skipar þrjá menn í gerðardóminn sem er annars sjálfstæður í störfum sínum. „Þetta var ekki auðveld fæðing. Hún var langdregin og þurfti að leita allra leiða og undir lokin þá náðist að brúa það bil sem þurfti.“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir það hafa verið Landspítalann sjálfan sem hjó á hnútinn með því að teygja sig í áttina að ljósmæðrum og ætla að endurskoða ýmis mál sem snúa að vinnutilhögun þeirra. Nú eru það næstu skref ljósmæðra að kynna þetta fyrir sínum félagskonum sem síðan munu taka afstöðu. Það sem út af stendur fer fyrir gerðardóm. „Ég fagna því sérstaklega að við getum lokið þessu með samningi. Mér finnst afar mikilvægt að kjaradeilur séu leiddar til lykta með samningi, þannig á að gera það. Mikilvægast af öllu er auðvitað að fæðandi konur og börnin þeirra geti aftur treyst á okkar góða heilbrigðiskerfi og okkar góðu þjónustu.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. 21. júlí 2018 20:33 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessa niðurstöðu fagnaðarefni. Deila ljósmæðra og ríkisins var fyrir helgina komin í algjöran hnút. Í gær sendi svo ríkissáttasemjari frá sér fréttatilkynningu þess efnis að ljósmæðraverkfalli væri frestað og yfirvinnubanni aflétt. Var það í kjölfar þess að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu sem lögð var fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gær miðlunartillöguna sambærilega þeirri sem lögð var fram fyrr í vikunni. Í fréttatilkynningunni segir meðal annars: Djúpstæður ágreiningur hefur verið milli samningsaðila um það hvort launasetning stéttarinnar sé í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra. Sá ágreiningur hefur meðal annars staðið í vegi fyrir því að aðilar undirriti kjarasamning og því felur tillagan í sér að sérstökum gerðardómi verði falið að kveða upp úr um það hvort og þá að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar. Ríkissáttasemjari skipar þrjá menn í gerðardóminn sem er annars sjálfstæður í störfum sínum. „Þetta var ekki auðveld fæðing. Hún var langdregin og þurfti að leita allra leiða og undir lokin þá náðist að brúa það bil sem þurfti.“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir það hafa verið Landspítalann sjálfan sem hjó á hnútinn með því að teygja sig í áttina að ljósmæðrum og ætla að endurskoða ýmis mál sem snúa að vinnutilhögun þeirra. Nú eru það næstu skref ljósmæðra að kynna þetta fyrir sínum félagskonum sem síðan munu taka afstöðu. Það sem út af stendur fer fyrir gerðardóm. „Ég fagna því sérstaklega að við getum lokið þessu með samningi. Mér finnst afar mikilvægt að kjaradeilur séu leiddar til lykta með samningi, þannig á að gera það. Mikilvægast af öllu er auðvitað að fæðandi konur og börnin þeirra geti aftur treyst á okkar góða heilbrigðiskerfi og okkar góðu þjónustu.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. 21. júlí 2018 20:33 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. 21. júlí 2018 20:33
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent