Stórfótarerótík og hvít þjóðernishyggja hrista upp í kosningaslagnum Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2018 21:12 Ritskoðuð útgáfa af einni teikninganna sem frambjóðandi repúblikana birti af Stórfóti á Instagram-síðu sinni. Skjáskot/Twitter Erótískar teikningar af goðsagnarverunni Stórfóti eru skyndilegar orðnar miðpunktur kosningabaráttu til Bandaríkjaþings í kjördæmi einu í Virginíuríki. Samneyti frambjóðanda sem birti teikningarnar við hvíta þjóðernissinna hefur einnig vakið athygli á kosningaslagnum þar. Fimmta kjördæmi Virginíu til Bandaríkjaþings hefur verið nokkuð öruggt vígi Repúblikanaflokksins undanfarin ár. Staða frambjóðanda flokksins fyrir kosningarnar sem fara fram í nóvember er nú óvenjuveik eftir furðulega atburðarás þar sem Stórfótarerótík kemur við sögu. Denver Riggleman er fyrrverandi leyniþjónustumaður bandaríska flughersins og brugghúseigandi. Hann var valinn frambjóðandi flokksins til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í kjördæminu fyrr á þessu ári. Hann er jafnframt meðhöfundur bókar um Stórfót, goðsagnarkenndrar veru sem líkist mannapa, sem kom út árið 2006, samkvæmt umfjöllun vefsíðunnar Vox. Áhugi Riggleman á Stórfóti virðist þó hafa verið meiri en fræðilegur. Leslie Cockburn, frambjóðandi Demókrataflokksins, birti í gær myndir sem Riggleman hafði birt á samfélagsmiðlum sem sýna Stórfótinn í nýju og erótísku ljósi.My opponent Denver Riggleman, running mate of Corey Stewart, was caught on camera campaigning with a white supremacist. Now he has been exposed as a devotee of Bigfoot erotica. This is not what we need on Capitol Hill. pic.twitter.com/0eBvxFd6sG— Leslie Cockburn (@LeslieCockburn) July 29, 2018 Sjálfur segir Riggleman að myndirnar hafi verið grín sem félagar hans úr hernum stóðu fyrir. Þær hafi ekkert með erótík að gera. Hann hefur síðan læst gömlum samfélagsmiðlasíðum sínum. „Grínið“ virðist hafa átt að tengjast bók með titilinn „Mökunarvenjur Stórfótar og hvers vegna konur þrá hann“. Meintur áhugi Riggleman á kynfærum og ástarlífi Stórfótar gæti þó til lengri tíma litið fallið í skuggann af ásökunum um tengsl hans við hvíta þjóðernissinna. Corey Stewart, frambjóðandi flokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur markað sér stöðu í kosningabaráttunni sem stoltur suðurríkjamaður. Riggleman hefur ekki viljað taka af skarið um hvort að hann ætli að heyja baráttuna við hlið Stewart en hann hefur borið af sér tengsl við hvíta þjóðernishyggju. Fordæmdi hann meðal annars mótmæli hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Ku Klux Klan-liða sem haldin voru í borginni Charlottsville í Virginíu í fyrra sem enduðu með því að öfgamaður ók á unga konu með þeim afleiðingum að hún lést. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Sjá meira
Erótískar teikningar af goðsagnarverunni Stórfóti eru skyndilegar orðnar miðpunktur kosningabaráttu til Bandaríkjaþings í kjördæmi einu í Virginíuríki. Samneyti frambjóðanda sem birti teikningarnar við hvíta þjóðernissinna hefur einnig vakið athygli á kosningaslagnum þar. Fimmta kjördæmi Virginíu til Bandaríkjaþings hefur verið nokkuð öruggt vígi Repúblikanaflokksins undanfarin ár. Staða frambjóðanda flokksins fyrir kosningarnar sem fara fram í nóvember er nú óvenjuveik eftir furðulega atburðarás þar sem Stórfótarerótík kemur við sögu. Denver Riggleman er fyrrverandi leyniþjónustumaður bandaríska flughersins og brugghúseigandi. Hann var valinn frambjóðandi flokksins til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í kjördæminu fyrr á þessu ári. Hann er jafnframt meðhöfundur bókar um Stórfót, goðsagnarkenndrar veru sem líkist mannapa, sem kom út árið 2006, samkvæmt umfjöllun vefsíðunnar Vox. Áhugi Riggleman á Stórfóti virðist þó hafa verið meiri en fræðilegur. Leslie Cockburn, frambjóðandi Demókrataflokksins, birti í gær myndir sem Riggleman hafði birt á samfélagsmiðlum sem sýna Stórfótinn í nýju og erótísku ljósi.My opponent Denver Riggleman, running mate of Corey Stewart, was caught on camera campaigning with a white supremacist. Now he has been exposed as a devotee of Bigfoot erotica. This is not what we need on Capitol Hill. pic.twitter.com/0eBvxFd6sG— Leslie Cockburn (@LeslieCockburn) July 29, 2018 Sjálfur segir Riggleman að myndirnar hafi verið grín sem félagar hans úr hernum stóðu fyrir. Þær hafi ekkert með erótík að gera. Hann hefur síðan læst gömlum samfélagsmiðlasíðum sínum. „Grínið“ virðist hafa átt að tengjast bók með titilinn „Mökunarvenjur Stórfótar og hvers vegna konur þrá hann“. Meintur áhugi Riggleman á kynfærum og ástarlífi Stórfótar gæti þó til lengri tíma litið fallið í skuggann af ásökunum um tengsl hans við hvíta þjóðernissinna. Corey Stewart, frambjóðandi flokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur markað sér stöðu í kosningabaráttunni sem stoltur suðurríkjamaður. Riggleman hefur ekki viljað taka af skarið um hvort að hann ætli að heyja baráttuna við hlið Stewart en hann hefur borið af sér tengsl við hvíta þjóðernishyggju. Fordæmdi hann meðal annars mótmæli hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Ku Klux Klan-liða sem haldin voru í borginni Charlottsville í Virginíu í fyrra sem enduðu með því að öfgamaður ók á unga konu með þeim afleiðingum að hún lést.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent