ÍR varði bikarmeistaratitil sinn í frjálsum íþróttum eftir æsispennandi baráttu liðsins gegn FH, en þetta var í 52. skiptið sem bikarmeistaramótið er haldið og fór það fram í Borgarnesi að þessu sinni.
ÍR fékk samanlagt 116 stig í heildarkeppninni, en liðið fékk þremur stigum meira en FH sem varð í öðru sæti. Breiðablik hafnaði síðan í þriðja sæti með 91 stig.
FH varð bikarmeistari í kvennaflokki, en liðið fékk 64 stig og hafði betur á móti ÍR sem náði í 58 stig. Breiðablik hafnaði í þriðja sæti með 52 stig.
ÍR bar hins vegar sigur úr býtum í karlaflokki með 58 stigum gegn 49 stigum FH-liðsins. UMSS, Ungmennasamband Skagafjarðar, hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki með 41 stig.
Guðni Valur Guðnason, kúluvarpari úr ÍR, bætti persónulegt met sitt þegar hann kastaði kúlunni 17,37 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir, kringlukastari úr ÍR, sem varð nýverið Íslandsmeistari í greininni vann sannfærandi sigur með kasti upp á 49,67 metra.
Tiana Ósk Whitworth, hlaupari úr ÍR, kom fyrst í mark í 100 metra hlaupi og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra hlaupi, vann 400 metra hlaupið.
ÍR varði titil sinn eftir harða rimmu við FH

Mest lesið





Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn



Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn