Höfnuðu beiðni um áfrýjun byggðri á „utanklæðakynlífi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 12:43 Brock Turner. Vísir/Getty Dómstóll í Kaliforníu hefur hafnað beiðni Brocks Turners, fyrrverandi nemanda og sundkappa við Stanford-háskóla, um áfrýjun dóms sem hann hlaut fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám í janúar árið 2015. Lögmaður Turners bað um að dómnum yrði áfrýjað á grundvelli þess að Turner hefði ekki nauðgað konunni heldur stundað með henni „utanklæðakynlíf“. Þrír dómarar í borginni San Jose í Kaliforníu höfnuðu beiðninni á miðvikudag. Byggðu þeir úrskurð sinn meðal annars á því að sönnunargögn skorti í málflutningi lögmannsins og verður Turner því áfram á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Við réttarhöld í júlí fór lögmaður Turners fram á að dómnum yrði snúið við og bar fyrir sig hugtakinu „utanklæðakynlíf“, eða „outercourse“ upp á ensku. Hann skilgreindi það sem „tegund kynlífs“ þar sem „getnaðarlim færi ekki inn í leggöng“. Þá væru báðir aðilar jafnframt fullklæddir á meðan á því stæði. Þetta utanklæðakynlíf átti Turner að hafa stundað með konunni fyrir aftan ruslagáminn og ásetningur til nauðgunar hafi þannig ekki verið til staðar. Lögmaðurinn hélt því einnig fram að kviðdómurinn sem kvað upp dóminn yfir Turner hefði stuðst við vangaveltur og „fyllt í eyðurnar“ er ákvörðun um sakfellingu var tekin.Vakti mikla athygli Mál Turners, sem einnig er þekktur undir nafninu Stanford-nauðgarinn, vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en dómari taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í sex mánaða fangelsi þar sem hann taldi að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner. Hann afplánaði helming dómsins, þrjá mánuði. Viðbrögð aðstandenda Turner vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son hans í fangelsi fyrir eitthvað sem „aðeins tók tuttugu mínútur.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Dómarinn í Stanford-nauðgunarmálinu settur af Kjósendur í Kaliforníu afturkölluðu umboð dómarans sem þótti hafa sýnt nauðgara mildi. 6. júní 2018 07:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Dómstóll í Kaliforníu hefur hafnað beiðni Brocks Turners, fyrrverandi nemanda og sundkappa við Stanford-háskóla, um áfrýjun dóms sem hann hlaut fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám í janúar árið 2015. Lögmaður Turners bað um að dómnum yrði áfrýjað á grundvelli þess að Turner hefði ekki nauðgað konunni heldur stundað með henni „utanklæðakynlíf“. Þrír dómarar í borginni San Jose í Kaliforníu höfnuðu beiðninni á miðvikudag. Byggðu þeir úrskurð sinn meðal annars á því að sönnunargögn skorti í málflutningi lögmannsins og verður Turner því áfram á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Við réttarhöld í júlí fór lögmaður Turners fram á að dómnum yrði snúið við og bar fyrir sig hugtakinu „utanklæðakynlíf“, eða „outercourse“ upp á ensku. Hann skilgreindi það sem „tegund kynlífs“ þar sem „getnaðarlim færi ekki inn í leggöng“. Þá væru báðir aðilar jafnframt fullklæddir á meðan á því stæði. Þetta utanklæðakynlíf átti Turner að hafa stundað með konunni fyrir aftan ruslagáminn og ásetningur til nauðgunar hafi þannig ekki verið til staðar. Lögmaðurinn hélt því einnig fram að kviðdómurinn sem kvað upp dóminn yfir Turner hefði stuðst við vangaveltur og „fyllt í eyðurnar“ er ákvörðun um sakfellingu var tekin.Vakti mikla athygli Mál Turners, sem einnig er þekktur undir nafninu Stanford-nauðgarinn, vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en dómari taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í sex mánaða fangelsi þar sem hann taldi að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner. Hann afplánaði helming dómsins, þrjá mánuði. Viðbrögð aðstandenda Turner vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son hans í fangelsi fyrir eitthvað sem „aðeins tók tuttugu mínútur.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Dómarinn í Stanford-nauðgunarmálinu settur af Kjósendur í Kaliforníu afturkölluðu umboð dómarans sem þótti hafa sýnt nauðgara mildi. 6. júní 2018 07:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15
Dómarinn í Stanford-nauðgunarmálinu settur af Kjósendur í Kaliforníu afturkölluðu umboð dómarans sem þótti hafa sýnt nauðgara mildi. 6. júní 2018 07:51