Rítalín best við barna-ADHD Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Notað við ADHD. Fréttablaðið/Stefán Heppilegast og öruggast er að nota Rítalín og önnur skyld lyf með virka efnið meþílfenídat, til að meðhöndla athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) hjá börnum. Aftur á móti er það vænlegast til árangurs hjá fullorðnum að nota lyf eins og Adderral sem innihalda virka efnið amfetamín. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindaritinu Lancet Psychiatry fyrr í vikunni. Rannsóknin var umfangsmikil og tók til gagna úr 133 tvíblindum slembirannsóknum þar sem virkni mismunandi tegunda lyfja við ADHD, þar á meðal meþílfenídats og amfetamíns, var borin saman við lyfleysu. Rannsóknarhöfundar benda á að börnum sem fái lyf við ADHD hafi fjölgað undanfarin ár. Sú þróun hafi orðið á sama tíma og vísindamenn og almenningur hafi öðlast dýpri þekkingu á sjúkdóminum. Því sé mikilvægt að börn með greiningu fái viðeigandi lyf. Niðurstöðurnar séu mikilvægur liður í því að tryggja gæði meðferðar. Í kringum fimm prósent allra barna þjást af ADHD. „Niðurstöður okkar verða vonandi til þess að fólk með ADHD fái viðeigandi meðferð,“ sagði Andrea Cipriani, prófessor við Oxford háskóla og einn rannsóknarhöfunda. Aukin lyfjanotkun í tengslum við ADHD hefur oft sætt mikilli gagnrýni, sérstaklega þeirra sem telja aðrar leiðir heppilegri, eins og til dæmis hugræna athyglismeðferð eða athafnasemismeðferð. Rannsóknarhöfundar segja þetta rangt. Slík meðferð geti sannarlega hjálpað en hún slái ekki á einkenni ADHD eins og eftirtektarleysi, hvatvísi og ofvirkni. Lyfin þjóni þeim tilgangi að virkja þá líffræðilegu ferla sem stuðla að eðlilegri virkni heilans. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Heppilegast og öruggast er að nota Rítalín og önnur skyld lyf með virka efnið meþílfenídat, til að meðhöndla athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) hjá börnum. Aftur á móti er það vænlegast til árangurs hjá fullorðnum að nota lyf eins og Adderral sem innihalda virka efnið amfetamín. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindaritinu Lancet Psychiatry fyrr í vikunni. Rannsóknin var umfangsmikil og tók til gagna úr 133 tvíblindum slembirannsóknum þar sem virkni mismunandi tegunda lyfja við ADHD, þar á meðal meþílfenídats og amfetamíns, var borin saman við lyfleysu. Rannsóknarhöfundar benda á að börnum sem fái lyf við ADHD hafi fjölgað undanfarin ár. Sú þróun hafi orðið á sama tíma og vísindamenn og almenningur hafi öðlast dýpri þekkingu á sjúkdóminum. Því sé mikilvægt að börn með greiningu fái viðeigandi lyf. Niðurstöðurnar séu mikilvægur liður í því að tryggja gæði meðferðar. Í kringum fimm prósent allra barna þjást af ADHD. „Niðurstöður okkar verða vonandi til þess að fólk með ADHD fái viðeigandi meðferð,“ sagði Andrea Cipriani, prófessor við Oxford háskóla og einn rannsóknarhöfunda. Aukin lyfjanotkun í tengslum við ADHD hefur oft sætt mikilli gagnrýni, sérstaklega þeirra sem telja aðrar leiðir heppilegri, eins og til dæmis hugræna athyglismeðferð eða athafnasemismeðferð. Rannsóknarhöfundar segja þetta rangt. Slík meðferð geti sannarlega hjálpað en hún slái ekki á einkenni ADHD eins og eftirtektarleysi, hvatvísi og ofvirkni. Lyfin þjóni þeim tilgangi að virkja þá líffræðilegu ferla sem stuðla að eðlilegri virkni heilans.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira