Ein tafla getur verið banvæn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 10:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokar vegna fjárskorts. Þetta eru skelfilegar fréttir, það er hræðilegt þegar ung manneskja deyr vegna ofskömmtunar lyfja,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, um þau dauðsföll sem hafa orðið vegna lyfjaeitrunar. Á sama tíma er aukið framboð á fíknilyfjum á svörtum markaði. Á ávanabindandi róandi lyfjum á borð við Xanax og sterkum morfínlyfjum á borð við OxyContin og kódín. „Það verður að koma í ljós þegar lengra er liðið á árið hversu margir af þeim sem eru látnir voru að neyta umræddra lyfja. Stundum er tilfinning manns rétt þegar upp er staðið en stundum ekki,“ segir Valgerður. „Í nokkrum löndum heims geisar faraldur dauðsfalla vegna neyslu morfínskyldra lyfja. Þar eru neytendur á öllum aldri,“ segir hún og segir óvíst að hér á landi séu skilyrði fyrir svipuðum faraldri. Íslenskt samfélag sé vel til þess fallið að bregðast við með skjótum hætti. Það þurfi að auka verulega fræðslu ungmenna um hættur fíknilyfjaneyslu.Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri Vogs.„Ungt fólk er skynsamt. Það þarf að láta það vita að þær upplýsingar sem sölumenn fíknilyfjanna láta fylgja um þau eru yfirleitt mjög rangar. Þau þurfa að fá að vita það og taka sjálfstæða ákvörðun. Þau átta sig þá flest á því að það getur verið lífshættulegt að taka aðeins eina töflu. Bara ein tafla getur verið banvæn. Það er mín reynsla að ungt fólk er skynsamt og lætur ekki segja sér hvað sem er. Við skulum ekki gleyma fjárhagslega ávinningnum á bak við það að gera fólk háð þessum lyfjum, ég held að þegar ungmenni átta sig á leikreglunum í þessum hættulega leik þá vilji þau ekki vera leiksoppur,“ segir hún. Valgerður segir neyslu fíknilyfja ekki nýja af nálinni. En neyslumynstrið sé breytt. „Það hefur orðið aukning á neyslunni og það eru fleiri sem misnota lyf. Yngsti hópurinn notar fíknilyfin með öðrum vímugjöfum. Í eldri hópum hefur svo orðið aukning á neyslu sterkra ópíóða sem er sprautað í æð,“ segir Valgerður. „Þetta er slæm og hættuleg viðbót því ef fólk tekur þessi lyf að staðaldri þá verður það líkamlega háð þeim. Þannig halda fíknilyfin fólki í vítahring sem er erfitt að komast úr.“ Valgerður segir skilningsleysi stjórnvalda algjört á þörf fyrir meðferðarúrræði. „Þau leggja ekkert til þrátt fyrir aukninguna. Við rekum tvær göngudeildir, eina í Efstaleiti og aðra á Akureyri. Við rekum þær án ríkisframlags og höfum verið án samnings í nokkur undanfarin ár. Við þurfum að loka göngudeildinni á Akureyri vegna fjárskorts. Við myndum vilja efla starf göngudeildanna, það væri hægt að reka þar nokkurs konar bráðamóttöku þangað sem hægt væri að koma, fá meiri þjónustu, faglegt mat ráðleggingar og önnur stuðningsúrræði,“ segir Valgerður.Valgerður segir ungmenni komast fljótt og örugglega í meðferð en segir nauðsynlegt að efla önnur úrræði og vill öflugri þjónustu göngudeildar.Hún bendir á að ungt fólk þurfi ekki að bíða lengi eftir því að komast í meðferð á sjúkrahúsið Vog. „Við tökum við ungmennum í meðferð og sárafáir þurfa að bíða sem eru undir tvítugu. Þá langar mig að benda á að alla þriðjudaga klukkan sex á göngudeild Vogs erum við með fræðslufyrirlestur og stuðningsfundi fyrir foreldra ungmenna í neyslu. Á fundinum er sálfræðingur eða ráðgjafar ungmenna, þessir fundir hafa reynst foreldrum mjög vel, sama hvort börn þeirra fara í meðferð eða ekki,“ segir hún. „Barnavernd sinnir þeim sem eru undir átján ára aldri og eru með alls kyns úrræði og inngrip sem foreldrar geta nýtt sér,“ bendir hún á. Meðferð vegna neyslu fíknilyfja getur falið í sér lyfjagjöf. „Ef neyslan er aðallega á fylleríum þá eru þau ekki orðin líkamlega háð þessum lyfjum til lengri tíma. En stundum þurfum við að gefa lyf í smá tíma í meðferðarskyni og þá tekur við meðferð við fíknisjúkdómnum. Þeir sem eru með fíkn þurfa meðferð við henni. En það er mikilvægt að halda því til haga að ekki eru allir sem neyta þessara fíknilyfja með fíknisjúkdóm. Sumir fikta við þetta. En þá er enn og aftur mikilvægt að brýna fyrir ungu fólki að fiktið er gríðarlega hættulegt.24 lyfjatengd andlát til skoðunar Lyfjateymi Embættis landlæknis fær til skoðunar matsgerðir eftir lyfjaleit í látnum einstaklingum. Í júnímánuði greindi Fréttablaðið frá því að þær væru nítján talsins. Nú eru komnar 24 slíkar matsgerðir á þessu ári. Í þessum andlátum er grunur á að andlát hafi átt sér stað vegna eitrunar en ekki er víst að þau flokkist sem slík í dánarmeinaskrá. Andlátin eru mikilvæg vísbending um það sem er að gerast hjá fólki í þessum vanda sem getur verið mikill fíknivandi af ýmum toga. Árið 2017 voru lyfjatengd andlát 30 eftir flokkun dánarmeinaskrár.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Meðferðarúrræði of einsleit Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað stýrihóp sem hefur að markmiði að bæta þjónustu til ungmenna í neysluvanda. Stýrihópinn skipaði hún eftir vinnustofu um málefni barna og ungmenna sem glíma við neysluvanda. „Markmiðið með vinnustofunni var að ræða framtíðarfyrirkomulag áfengis- og vímuefnameðferðar fyrir börn og ungmenni, hvernig efla megi bráðaþjónustu við þennan hóp og tryggja samfellu í þjónustunni. Vinnustofan stóð í heilan dag þar sem fulltrúar frá Landspítala, Barnaverndarstofu, umboðsmanni barna, Reykjavíkurborg, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Olnbogabörnum, SÁÁ, Embætti landlæknis og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu deildu þekkingu sinni og reynslu, ræddu hvað megi betur fara og hvaða leiðir að bættu fyrirkomulagi séu æskilegar að þeirra mati,“ segir Svandís og segir að farið hafi verið yfir stöðuna, þau úrræði sem eru til staðar og til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að bregðast við vandanum. „Í kjölfarið var skipaður stýrihópur með fulltrúum heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, Landspítala og Barnaverndarstofu til að vinna að þessum málum á grundvelli þeirra hugmynda sem rætt var um á vinnufundinum. Ég tel að hér hafi verið tekið mikilvægt skref sem muni auðvelda samstarf aðila. Ég hef miklar væntingar til starfs þess hóps,“ segir Svandís. Hún segir brýnustu verkefnin snúa að tiltölulega fámennum hópi sem þurfi mikla þjónustu. „Það skiptir miklu máli að greina vanda barna eins fljótt og auðið er þannig að þeim bjóðist viðeigandi þjónustuúrræði þegar þörf er á. Börn sem eru með geð- eða þroskaraskanir af öðrum toga en fíknivanda þurfa t.a.m. annars konar og sérhæfðari meðferð en börn með fíknivanda sem ekki glíma við viðbótarvanda. Það þarf að efla samvinnu félags-, heilbrigðis- og menntakerfisins og gæta þess ávallt að einstaklingurinn falli ekki milli þeirra þjónustukerfa sem eru til staðar. Því er nauðsynlegt að skýra verkferla þannig að öll meðferð og þjónusta gangi fyrir sig eins snurðulaust og mögulegt er. Samstarf ráðuneyta er mikilvægt í þessum efnum og ég hef þegar hafið samtal við félags- og jafnréttismálaráðherra um þessi mál,“ segir Svandís frá. „Það þurfa allir að hjálpast að. Öll kerfi þurfa að vinna saman. Eitt af því sem kom fram á fyrrnefndri vinnustofu er að það verði komið á fót þjónustumiðstöð sem sé opin allan sólarhringinn fyrir börn og fjölskyldur þeirra – svo allir fái úrræði við hæfi. Það var líka nefnt að meðferðarúrræði væru of einsleit og við þurfum örugglega að skoða það. Sumum þeirra tillagna sem komu fram á vinnustofunni er hægt að hrinda í framkvæmd þegar í stað, til að mynda tillögum um samstarf meðferðar- og þjónustuaðila og samræmt verklag þeirra sem veita þjónustu. Miklu máli skiptir að við höfum nú tillögur, sem verða útfærðar nánar,“ segir Svandís. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér aðstoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. 4. ágúst 2018 09:00 Bara eitt líf að spila úr Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla í KR, segir félagið munu aðstoða Björgvin Stefánsson í einu og öllu við að ná bata. 4. ágúst 2018 09:00 Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira
Þetta eru skelfilegar fréttir, það er hræðilegt þegar ung manneskja deyr vegna ofskömmtunar lyfja,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, um þau dauðsföll sem hafa orðið vegna lyfjaeitrunar. Á sama tíma er aukið framboð á fíknilyfjum á svörtum markaði. Á ávanabindandi róandi lyfjum á borð við Xanax og sterkum morfínlyfjum á borð við OxyContin og kódín. „Það verður að koma í ljós þegar lengra er liðið á árið hversu margir af þeim sem eru látnir voru að neyta umræddra lyfja. Stundum er tilfinning manns rétt þegar upp er staðið en stundum ekki,“ segir Valgerður. „Í nokkrum löndum heims geisar faraldur dauðsfalla vegna neyslu morfínskyldra lyfja. Þar eru neytendur á öllum aldri,“ segir hún og segir óvíst að hér á landi séu skilyrði fyrir svipuðum faraldri. Íslenskt samfélag sé vel til þess fallið að bregðast við með skjótum hætti. Það þurfi að auka verulega fræðslu ungmenna um hættur fíknilyfjaneyslu.Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri Vogs.„Ungt fólk er skynsamt. Það þarf að láta það vita að þær upplýsingar sem sölumenn fíknilyfjanna láta fylgja um þau eru yfirleitt mjög rangar. Þau þurfa að fá að vita það og taka sjálfstæða ákvörðun. Þau átta sig þá flest á því að það getur verið lífshættulegt að taka aðeins eina töflu. Bara ein tafla getur verið banvæn. Það er mín reynsla að ungt fólk er skynsamt og lætur ekki segja sér hvað sem er. Við skulum ekki gleyma fjárhagslega ávinningnum á bak við það að gera fólk háð þessum lyfjum, ég held að þegar ungmenni átta sig á leikreglunum í þessum hættulega leik þá vilji þau ekki vera leiksoppur,“ segir hún. Valgerður segir neyslu fíknilyfja ekki nýja af nálinni. En neyslumynstrið sé breytt. „Það hefur orðið aukning á neyslunni og það eru fleiri sem misnota lyf. Yngsti hópurinn notar fíknilyfin með öðrum vímugjöfum. Í eldri hópum hefur svo orðið aukning á neyslu sterkra ópíóða sem er sprautað í æð,“ segir Valgerður. „Þetta er slæm og hættuleg viðbót því ef fólk tekur þessi lyf að staðaldri þá verður það líkamlega háð þeim. Þannig halda fíknilyfin fólki í vítahring sem er erfitt að komast úr.“ Valgerður segir skilningsleysi stjórnvalda algjört á þörf fyrir meðferðarúrræði. „Þau leggja ekkert til þrátt fyrir aukninguna. Við rekum tvær göngudeildir, eina í Efstaleiti og aðra á Akureyri. Við rekum þær án ríkisframlags og höfum verið án samnings í nokkur undanfarin ár. Við þurfum að loka göngudeildinni á Akureyri vegna fjárskorts. Við myndum vilja efla starf göngudeildanna, það væri hægt að reka þar nokkurs konar bráðamóttöku þangað sem hægt væri að koma, fá meiri þjónustu, faglegt mat ráðleggingar og önnur stuðningsúrræði,“ segir Valgerður.Valgerður segir ungmenni komast fljótt og örugglega í meðferð en segir nauðsynlegt að efla önnur úrræði og vill öflugri þjónustu göngudeildar.Hún bendir á að ungt fólk þurfi ekki að bíða lengi eftir því að komast í meðferð á sjúkrahúsið Vog. „Við tökum við ungmennum í meðferð og sárafáir þurfa að bíða sem eru undir tvítugu. Þá langar mig að benda á að alla þriðjudaga klukkan sex á göngudeild Vogs erum við með fræðslufyrirlestur og stuðningsfundi fyrir foreldra ungmenna í neyslu. Á fundinum er sálfræðingur eða ráðgjafar ungmenna, þessir fundir hafa reynst foreldrum mjög vel, sama hvort börn þeirra fara í meðferð eða ekki,“ segir hún. „Barnavernd sinnir þeim sem eru undir átján ára aldri og eru með alls kyns úrræði og inngrip sem foreldrar geta nýtt sér,“ bendir hún á. Meðferð vegna neyslu fíknilyfja getur falið í sér lyfjagjöf. „Ef neyslan er aðallega á fylleríum þá eru þau ekki orðin líkamlega háð þessum lyfjum til lengri tíma. En stundum þurfum við að gefa lyf í smá tíma í meðferðarskyni og þá tekur við meðferð við fíknisjúkdómnum. Þeir sem eru með fíkn þurfa meðferð við henni. En það er mikilvægt að halda því til haga að ekki eru allir sem neyta þessara fíknilyfja með fíknisjúkdóm. Sumir fikta við þetta. En þá er enn og aftur mikilvægt að brýna fyrir ungu fólki að fiktið er gríðarlega hættulegt.24 lyfjatengd andlát til skoðunar Lyfjateymi Embættis landlæknis fær til skoðunar matsgerðir eftir lyfjaleit í látnum einstaklingum. Í júnímánuði greindi Fréttablaðið frá því að þær væru nítján talsins. Nú eru komnar 24 slíkar matsgerðir á þessu ári. Í þessum andlátum er grunur á að andlát hafi átt sér stað vegna eitrunar en ekki er víst að þau flokkist sem slík í dánarmeinaskrá. Andlátin eru mikilvæg vísbending um það sem er að gerast hjá fólki í þessum vanda sem getur verið mikill fíknivandi af ýmum toga. Árið 2017 voru lyfjatengd andlát 30 eftir flokkun dánarmeinaskrár.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Meðferðarúrræði of einsleit Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað stýrihóp sem hefur að markmiði að bæta þjónustu til ungmenna í neysluvanda. Stýrihópinn skipaði hún eftir vinnustofu um málefni barna og ungmenna sem glíma við neysluvanda. „Markmiðið með vinnustofunni var að ræða framtíðarfyrirkomulag áfengis- og vímuefnameðferðar fyrir börn og ungmenni, hvernig efla megi bráðaþjónustu við þennan hóp og tryggja samfellu í þjónustunni. Vinnustofan stóð í heilan dag þar sem fulltrúar frá Landspítala, Barnaverndarstofu, umboðsmanni barna, Reykjavíkurborg, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Olnbogabörnum, SÁÁ, Embætti landlæknis og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu deildu þekkingu sinni og reynslu, ræddu hvað megi betur fara og hvaða leiðir að bættu fyrirkomulagi séu æskilegar að þeirra mati,“ segir Svandís og segir að farið hafi verið yfir stöðuna, þau úrræði sem eru til staðar og til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að bregðast við vandanum. „Í kjölfarið var skipaður stýrihópur með fulltrúum heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, Landspítala og Barnaverndarstofu til að vinna að þessum málum á grundvelli þeirra hugmynda sem rætt var um á vinnufundinum. Ég tel að hér hafi verið tekið mikilvægt skref sem muni auðvelda samstarf aðila. Ég hef miklar væntingar til starfs þess hóps,“ segir Svandís. Hún segir brýnustu verkefnin snúa að tiltölulega fámennum hópi sem þurfi mikla þjónustu. „Það skiptir miklu máli að greina vanda barna eins fljótt og auðið er þannig að þeim bjóðist viðeigandi þjónustuúrræði þegar þörf er á. Börn sem eru með geð- eða þroskaraskanir af öðrum toga en fíknivanda þurfa t.a.m. annars konar og sérhæfðari meðferð en börn með fíknivanda sem ekki glíma við viðbótarvanda. Það þarf að efla samvinnu félags-, heilbrigðis- og menntakerfisins og gæta þess ávallt að einstaklingurinn falli ekki milli þeirra þjónustukerfa sem eru til staðar. Því er nauðsynlegt að skýra verkferla þannig að öll meðferð og þjónusta gangi fyrir sig eins snurðulaust og mögulegt er. Samstarf ráðuneyta er mikilvægt í þessum efnum og ég hef þegar hafið samtal við félags- og jafnréttismálaráðherra um þessi mál,“ segir Svandís frá. „Það þurfa allir að hjálpast að. Öll kerfi þurfa að vinna saman. Eitt af því sem kom fram á fyrrnefndri vinnustofu er að það verði komið á fót þjónustumiðstöð sem sé opin allan sólarhringinn fyrir börn og fjölskyldur þeirra – svo allir fái úrræði við hæfi. Það var líka nefnt að meðferðarúrræði væru of einsleit og við þurfum örugglega að skoða það. Sumum þeirra tillagna sem komu fram á vinnustofunni er hægt að hrinda í framkvæmd þegar í stað, til að mynda tillögum um samstarf meðferðar- og þjónustuaðila og samræmt verklag þeirra sem veita þjónustu. Miklu máli skiptir að við höfum nú tillögur, sem verða útfærðar nánar,“ segir Svandís.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér aðstoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. 4. ágúst 2018 09:00 Bara eitt líf að spila úr Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla í KR, segir félagið munu aðstoða Björgvin Stefánsson í einu og öllu við að ná bata. 4. ágúst 2018 09:00 Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira
Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér aðstoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. 4. ágúst 2018 09:00
Bara eitt líf að spila úr Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla í KR, segir félagið munu aðstoða Björgvin Stefánsson í einu og öllu við að ná bata. 4. ágúst 2018 09:00