Lítil samstaða er meðal ráða- og fræðimanna um nákvæman fjölda erlendra vígamanna sem gengið hafa til liðs við Íslamska ríkið og aðra vígahópa á síðustu árum. Það sem flestir virðast þó sammála um er að enginn vill fá þessa menn heim aftur. Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir. Fyrir því eru nokkuð einfaldar ástæður. Þeir sem lauma sér aftur til heimaríkja sinna gætu framið hryðjuverkaárásir þar í nafni Íslamska ríkisins eða jafnvel byggt upp hóp hryðjuverkamanna í tilteknum ríkjum. Soufan Center og Global Strategy Network gáfu í október í fyrra út skýrsluna „Beyond the Caliphate“ sem fjallar um erlenda vígamenn Íslamska ríkisins. Samkvæmt henni höfðu minnst 5.600 manns frá 33 ríkjum snúið aftur frá yfirráðasvæði ISIS í Sýrlandi og Írak.Þar kemur sömuleiðis fram að ríki heimsins hafi ekki fundið leiðir til að bregðast við þessum fjölda og hvort og þá hvernig eigi að aðlaga þá að samfélögunum aftur. Á það sérstaklega við konur og börn. Þar kom einnig fram að talið var að 3.417 Rússar hefðu ferðast til Sýrlands og Írak til að ganga til liðs við vígahópa. 3.244 frá Sádi-Arabíu. 3.000 frá Jórdaníu. 2.926 frá Túnis og 1.910 frá Frakklandi. Þar af höfðu 400 snúið aftur til Rússlands. 760 til Sádi-Arabíu. 250 til Jórdaníu. 800 til Túnis og 302 til Frakklands.The battle to stop former Islamic State fighters getting to Europe https://t.co/FFeNmOa2nepic.twitter.com/pUFcKzoKaS — BBC News (World) (@BBCWorld) July 31, 2018Sitja uppi með hundruð vígamanna sem enginn vill Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra, eða SDF, eru nú með tæplega sex hundruð erlenda vígamenn í haldi. Enginn vill taka við þeim og Kúrdar sitja uppi með kostnaðinn af því að halda þeim föngum. Þar af eru 40 sagðir vera frá Rússlandi, um tólf frá Þýskalandi og svipað margir frá Frakklandi. Allt í allt eru þeir frá 47 ríkjum.Bandaríkin, sem standa við bakið á sýrlenskum Kúrdum og SDF hafa þó biðlað til bandamanna sinna að taka við föngunum. Verði handsamaðir menn sóttir til Sýrlands eða Írak, þarf að rétta yfir þeim og þá virðast meiri líkur en minni á því að yfirvöld þurfi að sleppa þeim úr haldi. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök.Erfitt að sanna fyrir dómi Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak og það hefur reynst erfitt að sanna fyrir dómi að menn hafi gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Þó yfirvöld ríkja búi yfir sönnunum um aðild manna að vígahópum er stundum ómögulegt að opinbera þau fyrir dómi þar sem þau voru fengin frá bandamönnum ríkjanna og gætu opinberað leynilega heimildarmenn. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskapi sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi. Þá hafa yfirvöld Ástralíu skilgreint ýmis svæði heimsins sem hryðjuverkasvæði og Ástralar sem ferðast þangað þurf að sanna að þeir hafi haft góða ástæðu. Áætlað var að um hundrað Ástralar hefðu gengið til liðs við ISIS og í ágúst í fyrra var talið að 40 hefðu þegar snúið heim aftur. Þar af höfðu einungis tveir verið ákærðir.Skortur á sönnunargögnum hefur leitt til þess í Kanada að fáir hafa verið ákærðir fyrir að ganga til liðs við vígahópa. Ríkisstjórnin áætlaði fyrr á árinu að um 190 kanadískir ríkisborgarar væru virkir með vígahópum í heiminum, að mestu í Sýrlandi og Írak, og að um 60 þeirra hefðu þegar snúið aftur til Kanada.Tekið með „hópfaðmlögum“ Bretar hafa afturkallað ríkisborgararétt vígamanna en það hefur Kanada ekki gert. Þess vegna eiga þeir í rauninni rétt á því að snúa aftur, samkvæmt opinberum skjölum sem Global News komu höndum yfir. Í Kanada er sérstakur hópur innan ríkisstjórnarinnar sem vinnur að því að hitta þessa vígamenn, ræða við þá, fylgjast með þeim og hjálpa þeim að aðlagast kanadísku samfélagi á ný.Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar í Kanada sem hafa gagnrýnt stjórnvöld harðlega og lýsa móttökunum sem vígamenn fá sem „hópfaðmlögum“. Saga ungs manns frá Kanada, sem gekk til liðs við ISIS, naut mikillar athygli í vor þegar hann sagði frá því í viðtali við New York Times að hann hefði tekið minnst tvo fanga samtakanna af lífi á meðan hann var í Sýrlandi. Hann gekk undir dulnefninu Abu Huzaifa. Í kjölfar birtingu viðtalsins dró Huzaifa sögu sína til baka og þrátt fyrir að hann hafi verið undir eftirliti og til rannsóknar hjá yfirvöldum Kanada hefur hann ekki verið ákærður. Hann ræddi við New York Times í nóvember 2016 en þá var rúmt ár frá því að hann sneri aftur frá Sýrlandi. Rukmini Callimachi, sem tók viðtalið við hann, sagði CBC að hún trúði sögu hans og að hann hefði verið fullviss um að hann hefði sloppið. Því hefði hann ákveðið að ræða við hana. „Allt breyttist í rauninni næsta dag þegar hann áttaði sig á því að hann væri til rannsóknar. Hann varð sífellt meira stressaður þegar við nálguðumst birtingu. Í fyrstu bað hann okkur um að birta viðtalið ekki. Ég sagði honum að við gætum ekki orðið við því,“ sagði Callimachi. „Þegar við nálguðumst birtingu fór hann að hóta okkur og segja: „Ef þið birtið þetta, mun ég bara segja að ég hafi skáldað þetta.“ Sem er það sem gerðist.“Hlusta má á þátt New York Times, þar sem Huzaifa sagði sögu sína hér á Spotify.Getur ekki gengið til lengdarSDF munu ekki halda þessum mönnum föngnum að eilífu. Bæði vegna skorts á fjármagni og aðstöðu og sömuleiðis vegna þess að þeir eiga ekki eigið ríki eða viðurkennda dómstóla. Bandaríski þingmaðurinn Lindsay Graham heimsótti Sýrland í síðasta mánuði og skoðaði fyrrnefnd fangelsi. Eftir það sagðist hann ekki lengur hafa áhyggjur af því að fangarnir flýðu eða að þeim væri misþyrmt. Hins vegar hafði hann áhyggjur af stöðunni til lengri tíma. „Fangelsið er betra en ég hélt það yrði. Fólkið sem stjórnar því er betra en ég hélt það væri. En núna hef ég áhyggjur af stóru myndinni. Þetta getur í rauninni ekki gengið til lengdar eins og ég hélt. Fangarnir munu enda á götunni eða þeir deyja,“ hefur New York Times eftir Graham.Meðal fanga SDF eru þeir El Shafee El Sheikh og Alexanda Kotey, sem eru einnig þekktir sem síðustu „Bítlar ISIS“. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu fjórmenningarnir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. El Sheikh er sakaður um að hafa aflífað blaðamenn sem voru í haldi ISIS. Vitað er að þeir myrtu minnst sjö gísla en talið er að þeir hafi verið fleiri. El Sheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir í Sýrlandi í byrjun ársins. Mohammed Emwazi, sem gekk undir nafninu Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi.Sjá einnig: Á móti umferðarsektum en lofar þrælahaldBandaríkin hafa reynt að fá gögn um þá frá Bretlandi og stendur til að rétta yfir þeim í Bandaríkjunum. Bretar störfuðu með Bandaríkjunum og voru meira að segja tilbúnir til að fella niður kröfu sína um að dauðarefsingin yrði tekin af borðinu. Það er krafa sem Bretar höfðu, þangað til í þessum mánuði, ávallt barist fyrir þegar kom að því að framselja fanga og afhenda gögn um þá. Sú ákvörðun er nú í uppnámi eftir að móðir annars þeirra höfðaði mál gegn breska ríkinu. Enn sem komið er sitja þeir enn í fangelsi SDF í Sýrlandi.Hér má sjá þátt Vice á HBO þar sem meðal annars var fjallað um erlenda vígamenn í haldi SDF. Einnig var rætt við síðustu Bítlana.Vert er að velta upp þeirri spurningu hve mikil ógn stafar af vígamönnum sem snúa aftur frá vígvellinum. Aðstæður hvers og eins geta verið mjög mismunandi. Þegar kemur að Íslamska ríkinu þarf ekki að vera að viðkomandi aðilar hafi í raun barist. Hryðjuverkasamtökin stjórnuðu í raun heilu ríki um tíma og ráku stórt embættismannakerfi. Það kemur vel til greina að meðlimir ISIS hafi varið tíma sínum í Sýrlandi og í Írak við að stimpla eyðublöð. Sömuleiðis gætu þeir hafa varið tíma sínum í að taka fólk af lífi, pynta það og berjast á vígvöllum. Í nýlegri rannsókn sem birt var í tímaritinu Terrorism and Political Violence, er farið yfir það hve líklegir slíkir menn eru til að fremja árásir og hve mikill tími gæti liðið frá því þeir snúa aftur heim og þeir fremja árásir.Mál 230 vígamanna voru skoðuð og gáfu niðurstöðurnar til kynna að ef þeir geri árásir eða verði handteknir við að skipuleggja þær, eigi það sér stað að mestu innan árs frá því þeir snúa aftur. Þá er tekið fram að svo virðist sem að sjaldgæft sé að menn snúi aftur í þeim tilgangi að fremja einhvers konar árás. Fyrstu fimm mánuðirnir eru sagðir skipta hvað mestu máli og segir í rannsókninni að best sé að nálgast þessa aðila innan þess tíma og fylgjast náið með þeim. Margir hafa hins vegar verið handteknir og aðstæður gætu breyst þegar þeim er sleppt.Tvær líklegar útkomur það er ljóst að þjóðir heimsins þurfa að girða sig í brók varðandi erlenda vígamenn í Sýrlandi og Írak og þá sérstaklega varðandi þá sem enn eru í haldi SDF í norðurhluta Sýrlands. Einhverjir þeirra hafa verið sviptir ríkisborgararétti sínum og eru þeir jafnvel án ríkisfangs. SDF vilja að umrædd ríki beri ábyrgð á eigin borgurum og það vilja Bandaríkin líka. Embættismenn þar í landi hafa reynt að miðla á milli aðila og fá ríkin til að taka á móti mönnunum, með litlum árangri. SDF munu ekki geta haldið þeim að eilífu og eru tveir kostir líklegir á endanum. Annað hvort enda þessir menn í fjöldagröf eða þeim verður sleppt og þá án nokkurs konar aðlögunar, sem dregið gæti úr vilja þeirra til að sýna Íslamska ríkinu, og öðrum vígahópum, áframhaldandi hollustu. Ástralía Fréttaskýringar Kanada Mið-Austurlönd Sýrland Túnis Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent
Lítil samstaða er meðal ráða- og fræðimanna um nákvæman fjölda erlendra vígamanna sem gengið hafa til liðs við Íslamska ríkið og aðra vígahópa á síðustu árum. Það sem flestir virðast þó sammála um er að enginn vill fá þessa menn heim aftur. Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir. Fyrir því eru nokkuð einfaldar ástæður. Þeir sem lauma sér aftur til heimaríkja sinna gætu framið hryðjuverkaárásir þar í nafni Íslamska ríkisins eða jafnvel byggt upp hóp hryðjuverkamanna í tilteknum ríkjum. Soufan Center og Global Strategy Network gáfu í október í fyrra út skýrsluna „Beyond the Caliphate“ sem fjallar um erlenda vígamenn Íslamska ríkisins. Samkvæmt henni höfðu minnst 5.600 manns frá 33 ríkjum snúið aftur frá yfirráðasvæði ISIS í Sýrlandi og Írak.Þar kemur sömuleiðis fram að ríki heimsins hafi ekki fundið leiðir til að bregðast við þessum fjölda og hvort og þá hvernig eigi að aðlaga þá að samfélögunum aftur. Á það sérstaklega við konur og börn. Þar kom einnig fram að talið var að 3.417 Rússar hefðu ferðast til Sýrlands og Írak til að ganga til liðs við vígahópa. 3.244 frá Sádi-Arabíu. 3.000 frá Jórdaníu. 2.926 frá Túnis og 1.910 frá Frakklandi. Þar af höfðu 400 snúið aftur til Rússlands. 760 til Sádi-Arabíu. 250 til Jórdaníu. 800 til Túnis og 302 til Frakklands.The battle to stop former Islamic State fighters getting to Europe https://t.co/FFeNmOa2nepic.twitter.com/pUFcKzoKaS — BBC News (World) (@BBCWorld) July 31, 2018Sitja uppi með hundruð vígamanna sem enginn vill Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra, eða SDF, eru nú með tæplega sex hundruð erlenda vígamenn í haldi. Enginn vill taka við þeim og Kúrdar sitja uppi með kostnaðinn af því að halda þeim föngum. Þar af eru 40 sagðir vera frá Rússlandi, um tólf frá Þýskalandi og svipað margir frá Frakklandi. Allt í allt eru þeir frá 47 ríkjum.Bandaríkin, sem standa við bakið á sýrlenskum Kúrdum og SDF hafa þó biðlað til bandamanna sinna að taka við föngunum. Verði handsamaðir menn sóttir til Sýrlands eða Írak, þarf að rétta yfir þeim og þá virðast meiri líkur en minni á því að yfirvöld þurfi að sleppa þeim úr haldi. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök.Erfitt að sanna fyrir dómi Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak og það hefur reynst erfitt að sanna fyrir dómi að menn hafi gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Þó yfirvöld ríkja búi yfir sönnunum um aðild manna að vígahópum er stundum ómögulegt að opinbera þau fyrir dómi þar sem þau voru fengin frá bandamönnum ríkjanna og gætu opinberað leynilega heimildarmenn. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskapi sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi. Þá hafa yfirvöld Ástralíu skilgreint ýmis svæði heimsins sem hryðjuverkasvæði og Ástralar sem ferðast þangað þurf að sanna að þeir hafi haft góða ástæðu. Áætlað var að um hundrað Ástralar hefðu gengið til liðs við ISIS og í ágúst í fyrra var talið að 40 hefðu þegar snúið heim aftur. Þar af höfðu einungis tveir verið ákærðir.Skortur á sönnunargögnum hefur leitt til þess í Kanada að fáir hafa verið ákærðir fyrir að ganga til liðs við vígahópa. Ríkisstjórnin áætlaði fyrr á árinu að um 190 kanadískir ríkisborgarar væru virkir með vígahópum í heiminum, að mestu í Sýrlandi og Írak, og að um 60 þeirra hefðu þegar snúið aftur til Kanada.Tekið með „hópfaðmlögum“ Bretar hafa afturkallað ríkisborgararétt vígamanna en það hefur Kanada ekki gert. Þess vegna eiga þeir í rauninni rétt á því að snúa aftur, samkvæmt opinberum skjölum sem Global News komu höndum yfir. Í Kanada er sérstakur hópur innan ríkisstjórnarinnar sem vinnur að því að hitta þessa vígamenn, ræða við þá, fylgjast með þeim og hjálpa þeim að aðlagast kanadísku samfélagi á ný.Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar í Kanada sem hafa gagnrýnt stjórnvöld harðlega og lýsa móttökunum sem vígamenn fá sem „hópfaðmlögum“. Saga ungs manns frá Kanada, sem gekk til liðs við ISIS, naut mikillar athygli í vor þegar hann sagði frá því í viðtali við New York Times að hann hefði tekið minnst tvo fanga samtakanna af lífi á meðan hann var í Sýrlandi. Hann gekk undir dulnefninu Abu Huzaifa. Í kjölfar birtingu viðtalsins dró Huzaifa sögu sína til baka og þrátt fyrir að hann hafi verið undir eftirliti og til rannsóknar hjá yfirvöldum Kanada hefur hann ekki verið ákærður. Hann ræddi við New York Times í nóvember 2016 en þá var rúmt ár frá því að hann sneri aftur frá Sýrlandi. Rukmini Callimachi, sem tók viðtalið við hann, sagði CBC að hún trúði sögu hans og að hann hefði verið fullviss um að hann hefði sloppið. Því hefði hann ákveðið að ræða við hana. „Allt breyttist í rauninni næsta dag þegar hann áttaði sig á því að hann væri til rannsóknar. Hann varð sífellt meira stressaður þegar við nálguðumst birtingu. Í fyrstu bað hann okkur um að birta viðtalið ekki. Ég sagði honum að við gætum ekki orðið við því,“ sagði Callimachi. „Þegar við nálguðumst birtingu fór hann að hóta okkur og segja: „Ef þið birtið þetta, mun ég bara segja að ég hafi skáldað þetta.“ Sem er það sem gerðist.“Hlusta má á þátt New York Times, þar sem Huzaifa sagði sögu sína hér á Spotify.Getur ekki gengið til lengdarSDF munu ekki halda þessum mönnum föngnum að eilífu. Bæði vegna skorts á fjármagni og aðstöðu og sömuleiðis vegna þess að þeir eiga ekki eigið ríki eða viðurkennda dómstóla. Bandaríski þingmaðurinn Lindsay Graham heimsótti Sýrland í síðasta mánuði og skoðaði fyrrnefnd fangelsi. Eftir það sagðist hann ekki lengur hafa áhyggjur af því að fangarnir flýðu eða að þeim væri misþyrmt. Hins vegar hafði hann áhyggjur af stöðunni til lengri tíma. „Fangelsið er betra en ég hélt það yrði. Fólkið sem stjórnar því er betra en ég hélt það væri. En núna hef ég áhyggjur af stóru myndinni. Þetta getur í rauninni ekki gengið til lengdar eins og ég hélt. Fangarnir munu enda á götunni eða þeir deyja,“ hefur New York Times eftir Graham.Meðal fanga SDF eru þeir El Shafee El Sheikh og Alexanda Kotey, sem eru einnig þekktir sem síðustu „Bítlar ISIS“. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu fjórmenningarnir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. El Sheikh er sakaður um að hafa aflífað blaðamenn sem voru í haldi ISIS. Vitað er að þeir myrtu minnst sjö gísla en talið er að þeir hafi verið fleiri. El Sheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir í Sýrlandi í byrjun ársins. Mohammed Emwazi, sem gekk undir nafninu Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi.Sjá einnig: Á móti umferðarsektum en lofar þrælahaldBandaríkin hafa reynt að fá gögn um þá frá Bretlandi og stendur til að rétta yfir þeim í Bandaríkjunum. Bretar störfuðu með Bandaríkjunum og voru meira að segja tilbúnir til að fella niður kröfu sína um að dauðarefsingin yrði tekin af borðinu. Það er krafa sem Bretar höfðu, þangað til í þessum mánuði, ávallt barist fyrir þegar kom að því að framselja fanga og afhenda gögn um þá. Sú ákvörðun er nú í uppnámi eftir að móðir annars þeirra höfðaði mál gegn breska ríkinu. Enn sem komið er sitja þeir enn í fangelsi SDF í Sýrlandi.Hér má sjá þátt Vice á HBO þar sem meðal annars var fjallað um erlenda vígamenn í haldi SDF. Einnig var rætt við síðustu Bítlana.Vert er að velta upp þeirri spurningu hve mikil ógn stafar af vígamönnum sem snúa aftur frá vígvellinum. Aðstæður hvers og eins geta verið mjög mismunandi. Þegar kemur að Íslamska ríkinu þarf ekki að vera að viðkomandi aðilar hafi í raun barist. Hryðjuverkasamtökin stjórnuðu í raun heilu ríki um tíma og ráku stórt embættismannakerfi. Það kemur vel til greina að meðlimir ISIS hafi varið tíma sínum í Sýrlandi og í Írak við að stimpla eyðublöð. Sömuleiðis gætu þeir hafa varið tíma sínum í að taka fólk af lífi, pynta það og berjast á vígvöllum. Í nýlegri rannsókn sem birt var í tímaritinu Terrorism and Political Violence, er farið yfir það hve líklegir slíkir menn eru til að fremja árásir og hve mikill tími gæti liðið frá því þeir snúa aftur heim og þeir fremja árásir.Mál 230 vígamanna voru skoðuð og gáfu niðurstöðurnar til kynna að ef þeir geri árásir eða verði handteknir við að skipuleggja þær, eigi það sér stað að mestu innan árs frá því þeir snúa aftur. Þá er tekið fram að svo virðist sem að sjaldgæft sé að menn snúi aftur í þeim tilgangi að fremja einhvers konar árás. Fyrstu fimm mánuðirnir eru sagðir skipta hvað mestu máli og segir í rannsókninni að best sé að nálgast þessa aðila innan þess tíma og fylgjast náið með þeim. Margir hafa hins vegar verið handteknir og aðstæður gætu breyst þegar þeim er sleppt.Tvær líklegar útkomur það er ljóst að þjóðir heimsins þurfa að girða sig í brók varðandi erlenda vígamenn í Sýrlandi og Írak og þá sérstaklega varðandi þá sem enn eru í haldi SDF í norðurhluta Sýrlands. Einhverjir þeirra hafa verið sviptir ríkisborgararétti sínum og eru þeir jafnvel án ríkisfangs. SDF vilja að umrædd ríki beri ábyrgð á eigin borgurum og það vilja Bandaríkin líka. Embættismenn þar í landi hafa reynt að miðla á milli aðila og fá ríkin til að taka á móti mönnunum, með litlum árangri. SDF munu ekki geta haldið þeim að eilífu og eru tveir kostir líklegir á endanum. Annað hvort enda þessir menn í fjöldagröf eða þeim verður sleppt og þá án nokkurs konar aðlögunar, sem dregið gæti úr vilja þeirra til að sýna Íslamska ríkinu, og öðrum vígahópum, áframhaldandi hollustu.