Fyrstur allra í í hlaupinu var Bandaríkjamaðurinn Benjamin Paul Zywicki. Hann hljóp á tímanum 02:23:42. Í öðru sæti var Peter Jenkei á 02:24:06 og Arnar Pétursson var þriðji.
Í öðru sæti í Íslandsmeistaramótinu var Sigurjón Ernir Sturluson á tímanum 02:46:57. Hann var einnig bætti þar tímann sinn frá því í fyrra um þrjár mínútur þar sem hann var einnig í öðru sæti. Þriðji hraðastur Íslendinga var Hlynur Guðmundsson á tímanum 2:57:29.
Íslandsmeistari kvenna er Anna Berglind Pálmadóttir. Hún hljóp á 3 klukkustundum, 11 mínútum og 11 sekúndum.
Sara Tierney Lasker frá Bandaríkjunum var fljótust allra kvenna á tímanum 02:58:43. Marissa Saenger varð önnur á 03:00:37 og Rachel Parker þriðja. Anna Berglind kom þar næst á eftir.
Elín og Hlynur fyrst í hálfu maraþoni

Jess Draskau Petersson frá Danmörku hljóp hálfmaraþonið hraðast kvenna á 01:15:57. Í öðru sæti og hröðust Íslendinga var Elín Edda Sigurðardóttir á 01:19:04.