Eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á virkum dögum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 19:45 Baldur Ólafsson lögreglumaður Stöð 2 Skjáskot Vegna lágmarksmönnunar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á virkum dögum. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að forgangsraða þarf útköllum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemina niður í lágmarksmönnun. Lögreglumönnum barst tölvupóstur á dögunum að fækka eigi á næturvöktum og draga úr þjálfun. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að flókið getur verið að sinna útköllum, ef til dæmis handtaka þurfi tvo, þá eru allt að sex menn nýttir í það. En á virkum dögum eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á höfuðborgarsvæðinu. „Eftir atvikum þarf að vinna hraðar, það er það sem við gerum. Við erum í því að redda hlutunum og erum dugleg í því. Það hinsvegar er ekki gott til langs tíma. Til lengdar kallar þetta á slys veikindi, kulnun og fleira í þeim dúr,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitnu hefur vinnuumhverfi lögreglumanna breyst til hins verra eftir hrun. Á árunum fyrir hrun var algengast að fólk í byggingariðnaði og fiskvinnslu slasaðist við störf sín, eftir hrun er algengast að lögreglumenn slasist og árlega slastast um það bil sjötti hver lögreglumaður en tuttugasti og fimmti hver starfsmaður í fiskvinnslu. „Það þarf að vera langtíma plan í því að fjölga í stéttinni, til þess þarf fjármagn. Það þarf að ræða við okkur af einhverri alvöru í mars á næsta ári þegar samningar eru lausir. Við samþykktum síðustu samninga og það munaði aðeins ellefu atkvæðum. En ég get alveg lofað ríkinu því að næstu samningar verði ekki samþykktir. Tilboði ríkisins verður ekki tekið,” segir hann að lokum um kjör lögreglumanna. Lögreglumál Tengdar fréttir Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Þrátt fyrir fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætlar embættið að skera niður. 16. ágúst 2018 19:57 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Vegna lágmarksmönnunar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á virkum dögum. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að forgangsraða þarf útköllum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemina niður í lágmarksmönnun. Lögreglumönnum barst tölvupóstur á dögunum að fækka eigi á næturvöktum og draga úr þjálfun. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að flókið getur verið að sinna útköllum, ef til dæmis handtaka þurfi tvo, þá eru allt að sex menn nýttir í það. En á virkum dögum eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á höfuðborgarsvæðinu. „Eftir atvikum þarf að vinna hraðar, það er það sem við gerum. Við erum í því að redda hlutunum og erum dugleg í því. Það hinsvegar er ekki gott til langs tíma. Til lengdar kallar þetta á slys veikindi, kulnun og fleira í þeim dúr,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitnu hefur vinnuumhverfi lögreglumanna breyst til hins verra eftir hrun. Á árunum fyrir hrun var algengast að fólk í byggingariðnaði og fiskvinnslu slasaðist við störf sín, eftir hrun er algengast að lögreglumenn slasist og árlega slastast um það bil sjötti hver lögreglumaður en tuttugasti og fimmti hver starfsmaður í fiskvinnslu. „Það þarf að vera langtíma plan í því að fjölga í stéttinni, til þess þarf fjármagn. Það þarf að ræða við okkur af einhverri alvöru í mars á næsta ári þegar samningar eru lausir. Við samþykktum síðustu samninga og það munaði aðeins ellefu atkvæðum. En ég get alveg lofað ríkinu því að næstu samningar verði ekki samþykktir. Tilboði ríkisins verður ekki tekið,” segir hann að lokum um kjör lögreglumanna.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Þrátt fyrir fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætlar embættið að skera niður. 16. ágúst 2018 19:57 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Þrátt fyrir fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætlar embættið að skera niður. 16. ágúst 2018 19:57