Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2025 15:58 Eyjólfur Ingvi Bjarnason er formaður stjórnar hjá deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Vísir/Vilhelm Deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands lýsir yfir vonbrigðum með þau afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi haust. Formaður stjórnar segir vonbrigði að afurðaverð fylgi ekki verðlagi í landinu og segir verð fyrir dilkakjöt ekki standa undir þeim kostnaði sem falli til við framleiðsluna, jafnvel að teknu tilliti til stuðningskerfa. Reiknuð verðhækkun fyrir kindakjöt sem kynnt hefur verið fyrir komandi haust er 2,2 prósent fyrir dilkakjöt og 1 prósent fyrir fullorðið, en ársverðbólga síðustu tólf mánuði er um fjögur prósent. „Skilaboðin sem við sauðfjárbændur fáum eru svolítið þau að menn eigi að halda áfram að draga saman seglin. En það sem við verðum líka að hafa í huga er að það er alls staðar samdráttur í framleiðslu erlendis líka.“ „Þannig ef að við framleiðum ekki nóg af kjöti hér innanlands er heldur ekkert offramboð erlendis,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Hækkun fylgi ekki verðlagi Hann segir að þar sem verðhækkunin fylgi ekki almennu verðlagi í landinu sé um að ræða verðrýrnun frá síðasta ári. Nýju verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafa verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi greinarinnar til framtíðar. Eyjólfur heldur því til haga að verðhækkanir hafi verið í takt við verðlagsþróun hjá Sláturfélagi Suðurlands, þar sem verð hækkaði um 4 prósent fyrir dilkajöt og 4,3 prósent fyrir fullorðið. Hjá öðrum afurðarstöðvum hafi verð hækkað um 1,6 prósent fyrir dilkakjöt og 0 prósent fyrir fullorðið. Eyjólfur segir að samruni Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis hafi ekki gengið í gegn að fullu, þar sem dómsmál hafi tafið fyrir mögulegum hagræðingaraðgerðum sem til hafi staðið að ráðast í. „Við skorum á afurðastöðvar að endurskoða útgefin verð, og senda þau skilaboð að menn eigi að halda áfram að stunda búskap, það er það sem þetta snýst um,“ segir Eyjólfur. Nauðsynlegt að skapa betri rekstrarskilyrði Í tilkynningu Bændasamtakanna segir að á síðustu árum hafi tekist að vinda ofan af þeim mikla skaða sem varð þegar afurðaverð til sauðfjárbænda lækkaði verulega á árunum 2016 - 2017. „Leiðrétting afurðaverðs síðustu þrjú ár var mikilvægt skref í að bæta stöðu greinarinnar og endurheimta traust. Núverandi verð fylgja vart þróun almenns verðlags og valda því vonbrigðum. Sauðfjárbændur gera þá kröfu að rekstur sauðfjárbúa skili eðlilegri afkomu. Það er forsenda þess að hægt sé að halda búrekstri áfram, greiða mannsæmandi laun og fjárfesta til framtíðar.“ „Sauðfjárbændur þurfa að geta fjárfest í búum sínum, innleitt nýja tækni og hagrætt í rekstri. Það verður hins vegar ekki gert ef grundvöllur rekstrarins er veikur. Til þess þarf greinin að njóta rekstrarskilyrða sem gera það kleift. Að skapa þau skilyrði er sameiginlegt verkefni bænda, afurðastöðva, stjórnvalda og neytenda,“ segir í tilkynningu Bændasamtaka Íslands. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Reiknuð verðhækkun fyrir kindakjöt sem kynnt hefur verið fyrir komandi haust er 2,2 prósent fyrir dilkakjöt og 1 prósent fyrir fullorðið, en ársverðbólga síðustu tólf mánuði er um fjögur prósent. „Skilaboðin sem við sauðfjárbændur fáum eru svolítið þau að menn eigi að halda áfram að draga saman seglin. En það sem við verðum líka að hafa í huga er að það er alls staðar samdráttur í framleiðslu erlendis líka.“ „Þannig ef að við framleiðum ekki nóg af kjöti hér innanlands er heldur ekkert offramboð erlendis,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Hækkun fylgi ekki verðlagi Hann segir að þar sem verðhækkunin fylgi ekki almennu verðlagi í landinu sé um að ræða verðrýrnun frá síðasta ári. Nýju verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafa verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi greinarinnar til framtíðar. Eyjólfur heldur því til haga að verðhækkanir hafi verið í takt við verðlagsþróun hjá Sláturfélagi Suðurlands, þar sem verð hækkaði um 4 prósent fyrir dilkajöt og 4,3 prósent fyrir fullorðið. Hjá öðrum afurðarstöðvum hafi verð hækkað um 1,6 prósent fyrir dilkakjöt og 0 prósent fyrir fullorðið. Eyjólfur segir að samruni Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis hafi ekki gengið í gegn að fullu, þar sem dómsmál hafi tafið fyrir mögulegum hagræðingaraðgerðum sem til hafi staðið að ráðast í. „Við skorum á afurðastöðvar að endurskoða útgefin verð, og senda þau skilaboð að menn eigi að halda áfram að stunda búskap, það er það sem þetta snýst um,“ segir Eyjólfur. Nauðsynlegt að skapa betri rekstrarskilyrði Í tilkynningu Bændasamtakanna segir að á síðustu árum hafi tekist að vinda ofan af þeim mikla skaða sem varð þegar afurðaverð til sauðfjárbænda lækkaði verulega á árunum 2016 - 2017. „Leiðrétting afurðaverðs síðustu þrjú ár var mikilvægt skref í að bæta stöðu greinarinnar og endurheimta traust. Núverandi verð fylgja vart þróun almenns verðlags og valda því vonbrigðum. Sauðfjárbændur gera þá kröfu að rekstur sauðfjárbúa skili eðlilegri afkomu. Það er forsenda þess að hægt sé að halda búrekstri áfram, greiða mannsæmandi laun og fjárfesta til framtíðar.“ „Sauðfjárbændur þurfa að geta fjárfest í búum sínum, innleitt nýja tækni og hagrætt í rekstri. Það verður hins vegar ekki gert ef grundvöllur rekstrarins er veikur. Til þess þarf greinin að njóta rekstrarskilyrða sem gera það kleift. Að skapa þau skilyrði er sameiginlegt verkefni bænda, afurðastöðva, stjórnvalda og neytenda,“ segir í tilkynningu Bændasamtaka Íslands.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent