Með kveðju frá Ítalíu Þorvaldur Gylfason skrifar 16. ágúst 2018 06:15 Reykjavík – Ítalía hefur að heita má gengið í gegnum tvær stjórnmálabyltingar frá 1992. Fyrst hrundi gamla flokkakerfið til grunna. Flokkarnir sem höfðu stjórnað landinu frá stríðslokum 1945 voru tjargaðir og fiðraðir, einnig kommúnistaflokkurinn sem var gerspilltur líkt og hinir og hafði þegið ólöglegar gjaldeyrisyfirfærslur frá Sovétríkjunum í stórum stíl. Sósíalistinn Bettino Craxi, forsætisráðherra landsins 1983-1987, flúði til Afríku og dó þar í útlegð 2000. Meira en helmingur þingmanna sætti ákæru fyrir lögbrot. Um 400 borgarstjórnir og bæjarstjórnir voru leystar upp vegna spillingar. Árlegar mútugreiðslur til stjórnmálamanna 1980-1990 til að liðka fyrir samningum við ríkið eru taldar hafa numið um fjórum milljörðum Bandaríkjadala samtals. Það jafngildir á núverandi verðlagi um 300.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Ítalíu þessi tíu ár. Árin 1996-2006 fengu um 9.000 Ítalir dóma fyrir glæpi tengda spillingu. Spillingin reyndist kosta sitt. Ítalir stóðu jafnfætis Þjóðverjum um aldamótin 2000 mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann, en þeir búa nú við fjórðungi lægri tekjur á mann en Þjóðverjar.Hreinar hendur Herferð dómstólanna á hendur brotlegum stjórnmálamönnum og vinum þeirra í viðskiptalífinu var kennd við hreinar hendur (ít. mani pulite). Aðalsaksóknarinn, Antonio Di Pietro, varð þjóðhetja. Vopnin snerust þó í höndum hans þegar hann þurfti að glíma við Silvio Berlusconi fyrir rétti. Allir vissu að Berlusconi var margfaldur lögbrjótur. Hann bar það utan á sér. Hann hóf feril sinn sem söngvari á súlustöðum nálægt Rimini og færði sig þaðan upp á skaftið m.a. í slagtogi með Bettino Craxi. Svo fór að Berlusconi var forsætisráðherra Ítalíu 1994-1995, 2001-2006 og 2008-2011, þ.e. í níu ár af 18 frá 1994 til 2011. Margir Ítalir hugguðu sig þessi ár við þá hugsun að tvær stofnanir landsins væru þó altjent hafnar yfir spillingu, Hæstiréttur og Seðlabankinn. Svo fór þó að Antonio Fazio, bankastjóri Seðlabankans 1993-2005, neyddist til að segja af sér og fékk 4ra ára fangelsisdóm 2011 fyrir spillingu og svimandi háa fjársekt (1,5 milljónir evra). Konan hans notaði marga farsíma til að rugla lögregluna í ríminu. Ekki er vitað um lögbrot í Hæstarétti Ítalíu eða um málaferli dómaranna þar hvers gegn öðrum.Ítalíu allt! Úrslit þingkosninganna á Ítalíu í marz sl. má kalla aðra byltingu. Gömlu flokkarnir, þ.e. flokkarnir sem urðu til upp úr fyrri byltingunni eftir 1990, lentu í minni hluta, þ. á m. flokkur Berlusconis. Tveir nýir flokkar og gerólíkir mynduðu saman meirihlutastjórn sem hefur nú setið að völdum í nokkrar vikur. Annar stjórnarflokkurinn, Norðurbandalagið (ít. Lega Nord), hlaut 18% atkvæða. Hann var upphaflega flokkur aðskilnaðarsinna sem vildu að Norður-Ítalía segði sig úr lögum við Suður-Ítalíu. Flokkurinn hvarf frá þeirri stefnu og berst nú heldur gegn ríkisútgjöldum, skuldum og innflytjendum. Formaður flokksins, Matteo Salvini, er gamall kommúnisti og sækir sér fyrirmyndir til Trumps Bandaríkjaforseta. Ítalíu allt! og Ítalía fyrir Ítali! eru helztu vígorð flokksins. Salvini er innanríkisráðherra, dáir Pútín forseta Rússlands auk nýfasistaflokka í Frakklandi, Ungverjalandi og víðar og hefur í hótunum við minnihlutahópa.Fimm stjörnur Hinn stjórnarflokkurinn, Fimmstjörnuhreyfingin (ít. Movimento 5 Stelle), er annarrar gerðar. Hann varð til þegar landsfrægur skemmtikraftur og bloggari, Beppe Grillo, e.k. ítalskur Jón Gnarr, tók að sópa til sín fylgi með því að draga Berlusconi og þá hina sundur og saman í háði. Grillo dró sig í hlé fyrr í ár og valdist Luigi Di Maio, 32ja ára að aldri, þá til forustu hreyfingarinnar sem hefur m.a. borgaralaun á stefnuskrá sinni, þ.e. grunnframfærslu handa öllum óháð vinnuframlagi. Borgaralaun eru eitur í beinum Norðurbandalagsins. Flokkarnir eru svo ólíkir hvor öðrum að þeim þótti ráðlegt að sækja forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og fjármálaráðherrann út fyrir sínar raðir. Þeir heita Giuseppe Conte, Enzo Moavero Milanesi og Giovanni Tria og eru allir hófstilltir prófessorar. Með þá þrjá innanborðs virðist ólíklegt að ríkisstjórnin nýja muni reyna að hrófla við veru Ítalíu í ESB og evrusamstarfinu. Ítalía er enn sem fyrr ráðgáta, fögur með afbrigðum – og erfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Ítalía hefur að heita má gengið í gegnum tvær stjórnmálabyltingar frá 1992. Fyrst hrundi gamla flokkakerfið til grunna. Flokkarnir sem höfðu stjórnað landinu frá stríðslokum 1945 voru tjargaðir og fiðraðir, einnig kommúnistaflokkurinn sem var gerspilltur líkt og hinir og hafði þegið ólöglegar gjaldeyrisyfirfærslur frá Sovétríkjunum í stórum stíl. Sósíalistinn Bettino Craxi, forsætisráðherra landsins 1983-1987, flúði til Afríku og dó þar í útlegð 2000. Meira en helmingur þingmanna sætti ákæru fyrir lögbrot. Um 400 borgarstjórnir og bæjarstjórnir voru leystar upp vegna spillingar. Árlegar mútugreiðslur til stjórnmálamanna 1980-1990 til að liðka fyrir samningum við ríkið eru taldar hafa numið um fjórum milljörðum Bandaríkjadala samtals. Það jafngildir á núverandi verðlagi um 300.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Ítalíu þessi tíu ár. Árin 1996-2006 fengu um 9.000 Ítalir dóma fyrir glæpi tengda spillingu. Spillingin reyndist kosta sitt. Ítalir stóðu jafnfætis Þjóðverjum um aldamótin 2000 mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann, en þeir búa nú við fjórðungi lægri tekjur á mann en Þjóðverjar.Hreinar hendur Herferð dómstólanna á hendur brotlegum stjórnmálamönnum og vinum þeirra í viðskiptalífinu var kennd við hreinar hendur (ít. mani pulite). Aðalsaksóknarinn, Antonio Di Pietro, varð þjóðhetja. Vopnin snerust þó í höndum hans þegar hann þurfti að glíma við Silvio Berlusconi fyrir rétti. Allir vissu að Berlusconi var margfaldur lögbrjótur. Hann bar það utan á sér. Hann hóf feril sinn sem söngvari á súlustöðum nálægt Rimini og færði sig þaðan upp á skaftið m.a. í slagtogi með Bettino Craxi. Svo fór að Berlusconi var forsætisráðherra Ítalíu 1994-1995, 2001-2006 og 2008-2011, þ.e. í níu ár af 18 frá 1994 til 2011. Margir Ítalir hugguðu sig þessi ár við þá hugsun að tvær stofnanir landsins væru þó altjent hafnar yfir spillingu, Hæstiréttur og Seðlabankinn. Svo fór þó að Antonio Fazio, bankastjóri Seðlabankans 1993-2005, neyddist til að segja af sér og fékk 4ra ára fangelsisdóm 2011 fyrir spillingu og svimandi háa fjársekt (1,5 milljónir evra). Konan hans notaði marga farsíma til að rugla lögregluna í ríminu. Ekki er vitað um lögbrot í Hæstarétti Ítalíu eða um málaferli dómaranna þar hvers gegn öðrum.Ítalíu allt! Úrslit þingkosninganna á Ítalíu í marz sl. má kalla aðra byltingu. Gömlu flokkarnir, þ.e. flokkarnir sem urðu til upp úr fyrri byltingunni eftir 1990, lentu í minni hluta, þ. á m. flokkur Berlusconis. Tveir nýir flokkar og gerólíkir mynduðu saman meirihlutastjórn sem hefur nú setið að völdum í nokkrar vikur. Annar stjórnarflokkurinn, Norðurbandalagið (ít. Lega Nord), hlaut 18% atkvæða. Hann var upphaflega flokkur aðskilnaðarsinna sem vildu að Norður-Ítalía segði sig úr lögum við Suður-Ítalíu. Flokkurinn hvarf frá þeirri stefnu og berst nú heldur gegn ríkisútgjöldum, skuldum og innflytjendum. Formaður flokksins, Matteo Salvini, er gamall kommúnisti og sækir sér fyrirmyndir til Trumps Bandaríkjaforseta. Ítalíu allt! og Ítalía fyrir Ítali! eru helztu vígorð flokksins. Salvini er innanríkisráðherra, dáir Pútín forseta Rússlands auk nýfasistaflokka í Frakklandi, Ungverjalandi og víðar og hefur í hótunum við minnihlutahópa.Fimm stjörnur Hinn stjórnarflokkurinn, Fimmstjörnuhreyfingin (ít. Movimento 5 Stelle), er annarrar gerðar. Hann varð til þegar landsfrægur skemmtikraftur og bloggari, Beppe Grillo, e.k. ítalskur Jón Gnarr, tók að sópa til sín fylgi með því að draga Berlusconi og þá hina sundur og saman í háði. Grillo dró sig í hlé fyrr í ár og valdist Luigi Di Maio, 32ja ára að aldri, þá til forustu hreyfingarinnar sem hefur m.a. borgaralaun á stefnuskrá sinni, þ.e. grunnframfærslu handa öllum óháð vinnuframlagi. Borgaralaun eru eitur í beinum Norðurbandalagsins. Flokkarnir eru svo ólíkir hvor öðrum að þeim þótti ráðlegt að sækja forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og fjármálaráðherrann út fyrir sínar raðir. Þeir heita Giuseppe Conte, Enzo Moavero Milanesi og Giovanni Tria og eru allir hófstilltir prófessorar. Með þá þrjá innanborðs virðist ólíklegt að ríkisstjórnin nýja muni reyna að hrófla við veru Ítalíu í ESB og evrusamstarfinu. Ítalía er enn sem fyrr ráðgáta, fögur með afbrigðum – og erfið.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun