Eignir meðlima Sigur Rósar áfram í frosti Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 05:00 Jón Þór Birgisson í Sigur Rós. Fréttablaðið/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest kyrrsetningu eigna meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum þeirra. Eignir þeirra hafa sætt kyrrsetningu frá því í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því í mars að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar að kröfu tollstjóra og að um væri að ræða kyrrsetningu upp á tæpar 800 milljónir króna alls. Hæsta krafan var á hendur söngvaranum Jóni Þór, betur þekktum sem Jónsa, upp á 638 milljónir. Rannsókn á meintum brotum hófst í ársbyrjun 2016. Meðlimir Sigur Rósar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið um að ræða ásetning heldur handvömm endurskoðanda. Tónlistarmennirnir fóru allir með mál sín fyrir héraðsdóm og kröfðust þess að kyrrsetningargerðin yrði felld úr gildi og kyrrsetningu á eignum þeirra aflétt. Samkvæmt úrskurðinum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, hafnar dómurinn kröfu þremenninganna. Kyrrsetning eigna þeirra stendur því og rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum brotum stendur enn yfir. Í máli Jónsa var um að ræða kyrrsetningu á átta fasteignum, fjórum ökutækjum, bankareikningum og hlutafé í þremur félögum. Þá voru tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls kyrrsettar, en verðmæti þeirra er um 82 milljónir króna. Tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Holm voru kyrrsettar og er verðmæti þeirra 78,5 milljónir. Í úrskurði dómsins í stærsta málinu, er varðar Jónsa, er upplýst að hann hafi komið með talsverða fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og að hinar kyrrsettu fasteignir, sem metnar voru af tollstjóra á alls tæpar 400 milljónir króna, hafi verið bundnar kvöðum bankans vegna þess. Kvöðum sem lögmaður Jónsa taldi gera kyrrsetningu þeirra óþarfa en á það féllst dómurinn ekki. Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður þremenninganna í málunum þremur, segir að niðurstöðu héraðsdóms verði áfrýjað til Landsréttar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest kyrrsetningu eigna meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum þeirra. Eignir þeirra hafa sætt kyrrsetningu frá því í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því í mars að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar að kröfu tollstjóra og að um væri að ræða kyrrsetningu upp á tæpar 800 milljónir króna alls. Hæsta krafan var á hendur söngvaranum Jóni Þór, betur þekktum sem Jónsa, upp á 638 milljónir. Rannsókn á meintum brotum hófst í ársbyrjun 2016. Meðlimir Sigur Rósar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið um að ræða ásetning heldur handvömm endurskoðanda. Tónlistarmennirnir fóru allir með mál sín fyrir héraðsdóm og kröfðust þess að kyrrsetningargerðin yrði felld úr gildi og kyrrsetningu á eignum þeirra aflétt. Samkvæmt úrskurðinum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, hafnar dómurinn kröfu þremenninganna. Kyrrsetning eigna þeirra stendur því og rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum brotum stendur enn yfir. Í máli Jónsa var um að ræða kyrrsetningu á átta fasteignum, fjórum ökutækjum, bankareikningum og hlutafé í þremur félögum. Þá voru tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls kyrrsettar, en verðmæti þeirra er um 82 milljónir króna. Tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Holm voru kyrrsettar og er verðmæti þeirra 78,5 milljónir. Í úrskurði dómsins í stærsta málinu, er varðar Jónsa, er upplýst að hann hafi komið með talsverða fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og að hinar kyrrsettu fasteignir, sem metnar voru af tollstjóra á alls tæpar 400 milljónir króna, hafi verið bundnar kvöðum bankans vegna þess. Kvöðum sem lögmaður Jónsa taldi gera kyrrsetningu þeirra óþarfa en á það féllst dómurinn ekki. Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður þremenninganna í málunum þremur, segir að niðurstöðu héraðsdóms verði áfrýjað til Landsréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54
Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45
Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00