Um þrjú hundruð kaþólskir prestar í Pennsylvaníu sakaðir um barnaníð Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2018 20:34 Josh Shapiro, dómsmálaráðherra Pennsylvaníu, kynnti efni skýrslunnar í dag. Vísir/AP Rúmlega þrjú hundruð prestar kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum eru taldir hafa brotið kynferðislega gegn rúmlega þúsund börnum á síðustu áratugum. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar yfirvalda sem kynnt var fyrr í dag. Washington Post segir frá. Brotin eiga að hafa verið framin á sjötíu ára tímabili og verið þögguð niður af kaþólsku kirkjunni í ríkinu að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Skýrslan byggir á tugum viðtala við fórnarlömb og um hálfa milljón skjala úr fórum kirkjunnar. „Við teljum að raunverulegur fjöldi barna, upplýsingar hverra hafa horfið eða sem voru of hrædd til að stíga fram, sé nokkur þúsund,“ segir í skýrslunni sem er um 1.400 síður að lengd.Sú umfangsmesta frá Boston-skýrslunni Rannsóknin var framkvæmd að beiðni ríkissaksóknaraembættisins í Pennsylvaníu. Þetta er ein umfangsmesta rannsóknin á kynferðisbrotum þjóna kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum frá því að upp komst um brot presta í Boston í Massachusetts fyrir um tuttugu árum. Ekki er ljóst hvað mörg brot í Pennsylvaníu komi til með að leiða til málaferla. Vegna þöggunnar kirkjunnar er ljóst að mörg brotin séu fyrnd. Í skýrslunni er þó tiltekið að tveir prestar hafi brotið gegn börnum síðasta áratuginn.Í skýrslunni kemur ennfremur fram að flest fórnarlömb prestanna hafi ekki verið orðin kynþroska þegar brotið var gegn þeim og þeim hafi verið stjórnað, meðal annars með hjálp áfengis og kláms.Vörðu kirkjuna Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar eiga að hafa skipulega þaggað niður brotin og varið þjóna kirkjunnar og kirkjuna sjálfa gegn öllum þeim ásökunum sem á þau voru borin. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því að fjölmargir grunaðra hafi reynt að koma í veg fyrir birtingu skýrslunnar. Saksóknarar, fjölmiðlar og fórnarlömb hafi þrýst á að skýrslan verði gerð opinber, en æðsti dómstóll ríkisins úrskurðaði í síðasta mánuði að svo skyldi vera. Nokkur þeirra nafna sem fram koma í skýrslunni hafa þó verið afmáð. Bandaríkin Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Rúmlega þrjú hundruð prestar kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum eru taldir hafa brotið kynferðislega gegn rúmlega þúsund börnum á síðustu áratugum. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar yfirvalda sem kynnt var fyrr í dag. Washington Post segir frá. Brotin eiga að hafa verið framin á sjötíu ára tímabili og verið þögguð niður af kaþólsku kirkjunni í ríkinu að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Skýrslan byggir á tugum viðtala við fórnarlömb og um hálfa milljón skjala úr fórum kirkjunnar. „Við teljum að raunverulegur fjöldi barna, upplýsingar hverra hafa horfið eða sem voru of hrædd til að stíga fram, sé nokkur þúsund,“ segir í skýrslunni sem er um 1.400 síður að lengd.Sú umfangsmesta frá Boston-skýrslunni Rannsóknin var framkvæmd að beiðni ríkissaksóknaraembættisins í Pennsylvaníu. Þetta er ein umfangsmesta rannsóknin á kynferðisbrotum þjóna kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum frá því að upp komst um brot presta í Boston í Massachusetts fyrir um tuttugu árum. Ekki er ljóst hvað mörg brot í Pennsylvaníu komi til með að leiða til málaferla. Vegna þöggunnar kirkjunnar er ljóst að mörg brotin séu fyrnd. Í skýrslunni er þó tiltekið að tveir prestar hafi brotið gegn börnum síðasta áratuginn.Í skýrslunni kemur ennfremur fram að flest fórnarlömb prestanna hafi ekki verið orðin kynþroska þegar brotið var gegn þeim og þeim hafi verið stjórnað, meðal annars með hjálp áfengis og kláms.Vörðu kirkjuna Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar eiga að hafa skipulega þaggað niður brotin og varið þjóna kirkjunnar og kirkjuna sjálfa gegn öllum þeim ásökunum sem á þau voru borin. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því að fjölmargir grunaðra hafi reynt að koma í veg fyrir birtingu skýrslunnar. Saksóknarar, fjölmiðlar og fórnarlömb hafi þrýst á að skýrslan verði gerð opinber, en æðsti dómstóll ríkisins úrskurðaði í síðasta mánuði að svo skyldi vera. Nokkur þeirra nafna sem fram koma í skýrslunni hafa þó verið afmáð.
Bandaríkin Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent