Hvítir þjóðernissinnar ganga aftur ári eftir Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 12:03 Háskólanemar og vinstrisinnaðir hópar gengu í Charlottesville í gær í tilefni þess að ár er liðið frá samkomu hægriöfgamanna þar. Mótmæltu þeir hatursboðskap hvítra þjóðernissinna. Vísir/EPA Washington-borg í Bandaríkjunum býr sig nú undir göngu hvítra þjóðernissinna á götum borgarinnar í dag á eins árs afmæli óeirðanna í Charlottesville í Virginíu. Nokkrir hópar mótmælenda hvítu þjóðernissinnanna hafa einnig fengið leyfi til að koma saman í borginni í dag. Ýmsir hópar hægriöfgamanna komu saman í Charlottesville í fyrra. Þar söfnuðust saman hvítir þjóðernissinnar, Ku Klux Klan-liðar og nýnasistar. Þeir gengu meðal annars fylktu liði með kyndla á lofti og hrópuðu slagorð gegn gyðingum kvöldið fyrir formlega samkomu þeirra. Á viðburðinum sjálfum sló í brýnu á milli öfgamannanna og fólks sem hafði komið til að mótmæla boðskap þeirra. Lögreglan í borginni virtist alls óundirbúin fyrir mótmælin og hafði sig lítið frammi til að skakka leikinn. Einn öfgamannanna ók bíl sínum niður göngugötu inn í hóp mótmælendanna. Kona á fertugsaldri lést eftir að hafa orðið fyrir bílnum. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir manndráp og líkamsárásir. Tveir lögreglumenn sem voru kallaðir út vegna átakanna fórust einnig í þyrluslysi sama dag.Mikill viðbúnaður í Washington Fundur öfgamannanna í Washington-borg í dag er kynntur sem framhald á þeim sem haldinn var í Charlottesville. Slagorð hans er „Sameinum hægrið 2“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fólkið ætlar að koma saman á Lafayette-torgi nærri Hvíta húsinu klukkan 17:30 að staðartíma. Lögreglan er sögð hafa mikinn viðbúnað vegna samkomunnar og mótmælanna gegn henni til þess að halda fylkingunum aðskildum. Trump tísti í gær um andstöðu sína gegn „öllum tegundum rasisma“ í tilefni tímamótanna. Hann var gagnrýndur harðlega fyrir viðbrögð sín við samkomu öfgamannanna og óeirðunum í Charlottesville í fyrra. Forsetinn þráiðist við að fordæma hvítu þjóðernissinnana og tók á endanum upp hanskann fyrir þá. Sagði hann eftirminnilega að „margt prýðilegt fólk“ hafi verið í hópi bæði öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Margir repúblikanar, sem hafa að mestu leyti staðið með Trump í gegnum súrt og sætt, gagnrýndu forsetann fyrir viðbrögðin við atburðunum í Charlottesville. Nokkrir forsvarsmenn stórfyrirtækja sem sátu í sérstöku ráðgjafaráði forsetans sögðu af sér í mótmælaskyni en Trump leysti ráðið upp í kjölfarið. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49 Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21 Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Washington-borg í Bandaríkjunum býr sig nú undir göngu hvítra þjóðernissinna á götum borgarinnar í dag á eins árs afmæli óeirðanna í Charlottesville í Virginíu. Nokkrir hópar mótmælenda hvítu þjóðernissinnanna hafa einnig fengið leyfi til að koma saman í borginni í dag. Ýmsir hópar hægriöfgamanna komu saman í Charlottesville í fyrra. Þar söfnuðust saman hvítir þjóðernissinnar, Ku Klux Klan-liðar og nýnasistar. Þeir gengu meðal annars fylktu liði með kyndla á lofti og hrópuðu slagorð gegn gyðingum kvöldið fyrir formlega samkomu þeirra. Á viðburðinum sjálfum sló í brýnu á milli öfgamannanna og fólks sem hafði komið til að mótmæla boðskap þeirra. Lögreglan í borginni virtist alls óundirbúin fyrir mótmælin og hafði sig lítið frammi til að skakka leikinn. Einn öfgamannanna ók bíl sínum niður göngugötu inn í hóp mótmælendanna. Kona á fertugsaldri lést eftir að hafa orðið fyrir bílnum. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir manndráp og líkamsárásir. Tveir lögreglumenn sem voru kallaðir út vegna átakanna fórust einnig í þyrluslysi sama dag.Mikill viðbúnaður í Washington Fundur öfgamannanna í Washington-borg í dag er kynntur sem framhald á þeim sem haldinn var í Charlottesville. Slagorð hans er „Sameinum hægrið 2“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fólkið ætlar að koma saman á Lafayette-torgi nærri Hvíta húsinu klukkan 17:30 að staðartíma. Lögreglan er sögð hafa mikinn viðbúnað vegna samkomunnar og mótmælanna gegn henni til þess að halda fylkingunum aðskildum. Trump tísti í gær um andstöðu sína gegn „öllum tegundum rasisma“ í tilefni tímamótanna. Hann var gagnrýndur harðlega fyrir viðbrögð sín við samkomu öfgamannanna og óeirðunum í Charlottesville í fyrra. Forsetinn þráiðist við að fordæma hvítu þjóðernissinnana og tók á endanum upp hanskann fyrir þá. Sagði hann eftirminnilega að „margt prýðilegt fólk“ hafi verið í hópi bæði öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Margir repúblikanar, sem hafa að mestu leyti staðið með Trump í gegnum súrt og sætt, gagnrýndu forsetann fyrir viðbrögðin við atburðunum í Charlottesville. Nokkrir forsvarsmenn stórfyrirtækja sem sátu í sérstöku ráðgjafaráði forsetans sögðu af sér í mótmælaskyni en Trump leysti ráðið upp í kjölfarið.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49 Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21 Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53
Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00
Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49
Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21
Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58