Segir lausnina vera lítinn plástur á stórt vandamál Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. ágúst 2018 08:00 Úr gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Fréttablaðið/Anton Brink Velferðarráð Reykjavíkur kom saman til fundar í gær vegna þeirrar stöðu sem uppi er í málefnum heimilislausra og utangarðsfólks. Einstaklingum úr þeim hópi var boðið á fundinn auk hagsmunaaðila. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir boðaðar aðgerðir lítinn plástur á stórt samfélagslegt vandamál. Fyrir sléttum mánuði skilaði umboðsmaður Alþingis áliti um málið að lokinni frumkvæðisathugun á því. Niðurstaða hans var að víða væri pottur brotinn í málaflokknum og sveitarfélög, þá sérstaklega Reykjavík, væru ekki að sinna því hlutverki nægilega vel sem lög fela þeim. Um 350 manns eru heimilislausir eða utangarðs í borginni nú og hefur hópurinn ríflega tvöfaldast að stærð á síðustu sex árum. Á fundinum í gær var ákveðið að stefna á að opna annað gistiskýli fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu. Borgin mun kaupa gistiheimili með um 25 íbúðum fyrir þennan hóp og gæti það verið komið í rekstur innan þriggja mánaða. Þá verður stofnaður stýrihópur utan um málefnið. „Það dýrmætasta var þetta samtal við þessa aðila sem við buðum til fundarins,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Það þarf að vera meira samtal á milli ríkis og borgar, hagsmunaaðila og notendanna sjálfra.“ Egill Þór Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, segir ekki nægilega stórt skref hafa verið stigið á fundinum. Tillögur meirihlutans séu á algjörum byrjunarreit. „Til að mynda veldur það miklum vonbrigðum að ekki var unnt að samþykkja tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um dagskýli fyrir heimilislausa sem mikil þörf er fyrir,“ segir Egill Þór. „Það eru vonbrigði að ekki voru allar þær tillögur til lausnar vandans sem lagðar voru fram af stjórnarandstöðuflokkunum á aukafundi borgarráðs í síðasta mánuði teknar fyrir á fundi velferðarráðs í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Koma saman til að ræða málefni heimilislausra Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. 10. ágúst 2018 13:04 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Velferðarráð Reykjavíkur kom saman til fundar í gær vegna þeirrar stöðu sem uppi er í málefnum heimilislausra og utangarðsfólks. Einstaklingum úr þeim hópi var boðið á fundinn auk hagsmunaaðila. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir boðaðar aðgerðir lítinn plástur á stórt samfélagslegt vandamál. Fyrir sléttum mánuði skilaði umboðsmaður Alþingis áliti um málið að lokinni frumkvæðisathugun á því. Niðurstaða hans var að víða væri pottur brotinn í málaflokknum og sveitarfélög, þá sérstaklega Reykjavík, væru ekki að sinna því hlutverki nægilega vel sem lög fela þeim. Um 350 manns eru heimilislausir eða utangarðs í borginni nú og hefur hópurinn ríflega tvöfaldast að stærð á síðustu sex árum. Á fundinum í gær var ákveðið að stefna á að opna annað gistiskýli fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu. Borgin mun kaupa gistiheimili með um 25 íbúðum fyrir þennan hóp og gæti það verið komið í rekstur innan þriggja mánaða. Þá verður stofnaður stýrihópur utan um málefnið. „Það dýrmætasta var þetta samtal við þessa aðila sem við buðum til fundarins,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Það þarf að vera meira samtal á milli ríkis og borgar, hagsmunaaðila og notendanna sjálfra.“ Egill Þór Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, segir ekki nægilega stórt skref hafa verið stigið á fundinum. Tillögur meirihlutans séu á algjörum byrjunarreit. „Til að mynda veldur það miklum vonbrigðum að ekki var unnt að samþykkja tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um dagskýli fyrir heimilislausa sem mikil þörf er fyrir,“ segir Egill Þór. „Það eru vonbrigði að ekki voru allar þær tillögur til lausnar vandans sem lagðar voru fram af stjórnarandstöðuflokkunum á aukafundi borgarráðs í síðasta mánuði teknar fyrir á fundi velferðarráðs í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Koma saman til að ræða málefni heimilislausra Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. 10. ágúst 2018 13:04 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28
Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30
Koma saman til að ræða málefni heimilislausra Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. 10. ágúst 2018 13:04