Trump sagður vara við ofbeldi á leynilegri upptöku Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 06:43 Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Donald Trump nýtir sér varúðarorð um ofbeldi til að næla sér í atkvæði. Vísir/Ap Donald Trump Bandaríkjaforseti óttast að ef flokkur hans, Repúblikanaflokkurinn, ber ekki sigur úr býtum í komandi þingkosningum megi búast við því að hinn flokkur á bandaríska þinginu, Demókraflokkurinn, muni keyra í gegn breytingar með „offorsi og ofbeldi.“Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var á fundi forsetans með kristilegum leiðtogum vestanhafs. Á upptökunni er Trump sagður biðla til leiðtoganna að þeir noti predikunarstóla sína til að hvetja sóknarbörnin á kjörstað í nóvember. „Þið eruð einum kosningum frá því að tapa öllu sem þið hafið,“ er forsetinn sagður hafa sagt trúarleiðtogunum. Fari svo að repúblikanar missi meirihluta sinn á Bandaríkjaþingi muni demókratar „slaufa öllu á stundinni“ að sögn forsetans - og vísaði þar til fulltrúa Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni. „Þeir munu kollvarpa öllu sem við höfum gert og þeir munu gera það með offorsi og ofbeldi,“ bætti forsetinn við. Því næst vísaði hann til Antifa-hreyfingarinnar, regnhlífahugtaks sem notað er um öfgafullar vinstrihreyfingar vestanhafs, til marks um það hvað andstæðingar repúblikana geti verið ofbeldisfullir.Hvítir þjóðernissinnar og andstæðingar þeirra, meðal annars meðlmir Antifa-hreyfingarinnar, mættust í Charlottesville í fyrra.Vísir/gettyNew York Times segir að nýja upptakan undirstriki hvernig forsetinn notar hótanir um upplausn og ofbeldi til að ýta undir „menningarlega sundrung“ í Bandaríkjunum. Það hafi hann t.a.m. gert eftirminnilega í kjölfar óeirðanna í Charlottesville í fyrra, þar sem þjóðernissinni ók bíl sínum inni í hóp mótmælenda. Einn lét lífið í árásinni og var forsetinn gagnrýndur fyrir að segja að sökin lægi hjá báðum hópum: Bæði hjá nasistunum sem og þeim sem mótmæltu samkomu þeirra. Þá sagði hann einnig að búast mætti við óeirðum ef hann hlyti ekki útnefningu repúblikana sem forsetaefni flokksins árið 2016. Nánar má fræðast um upptökuna í frétt New York Times. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir Þegar Stephen Paddock myrti 58 manns þótti ekki við hæfi að ræða stefnumál en eftir árás múslima í New York heimtar Donald Trump hertar reglur varðandi innflytjendur og byggingu veggs. 1. nóvember 2017 13:30 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Leynileg samtök ungra nýnasista vekja athygli vegna morða Atomwaffe Division þykja mög leynileg samtök en meðlimir þeirra hafa kallað eftir kynþáttastríði í Bandaríkjunum og hittast til að æfa skotfimi og árásir. 7. mars 2018 20:45 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti óttast að ef flokkur hans, Repúblikanaflokkurinn, ber ekki sigur úr býtum í komandi þingkosningum megi búast við því að hinn flokkur á bandaríska þinginu, Demókraflokkurinn, muni keyra í gegn breytingar með „offorsi og ofbeldi.“Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var á fundi forsetans með kristilegum leiðtogum vestanhafs. Á upptökunni er Trump sagður biðla til leiðtoganna að þeir noti predikunarstóla sína til að hvetja sóknarbörnin á kjörstað í nóvember. „Þið eruð einum kosningum frá því að tapa öllu sem þið hafið,“ er forsetinn sagður hafa sagt trúarleiðtogunum. Fari svo að repúblikanar missi meirihluta sinn á Bandaríkjaþingi muni demókratar „slaufa öllu á stundinni“ að sögn forsetans - og vísaði þar til fulltrúa Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni. „Þeir munu kollvarpa öllu sem við höfum gert og þeir munu gera það með offorsi og ofbeldi,“ bætti forsetinn við. Því næst vísaði hann til Antifa-hreyfingarinnar, regnhlífahugtaks sem notað er um öfgafullar vinstrihreyfingar vestanhafs, til marks um það hvað andstæðingar repúblikana geti verið ofbeldisfullir.Hvítir þjóðernissinnar og andstæðingar þeirra, meðal annars meðlmir Antifa-hreyfingarinnar, mættust í Charlottesville í fyrra.Vísir/gettyNew York Times segir að nýja upptakan undirstriki hvernig forsetinn notar hótanir um upplausn og ofbeldi til að ýta undir „menningarlega sundrung“ í Bandaríkjunum. Það hafi hann t.a.m. gert eftirminnilega í kjölfar óeirðanna í Charlottesville í fyrra, þar sem þjóðernissinni ók bíl sínum inni í hóp mótmælenda. Einn lét lífið í árásinni og var forsetinn gagnrýndur fyrir að segja að sökin lægi hjá báðum hópum: Bæði hjá nasistunum sem og þeim sem mótmæltu samkomu þeirra. Þá sagði hann einnig að búast mætti við óeirðum ef hann hlyti ekki útnefningu repúblikana sem forsetaefni flokksins árið 2016. Nánar má fræðast um upptökuna í frétt New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir Þegar Stephen Paddock myrti 58 manns þótti ekki við hæfi að ræða stefnumál en eftir árás múslima í New York heimtar Donald Trump hertar reglur varðandi innflytjendur og byggingu veggs. 1. nóvember 2017 13:30 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Leynileg samtök ungra nýnasista vekja athygli vegna morða Atomwaffe Division þykja mög leynileg samtök en meðlimir þeirra hafa kallað eftir kynþáttastríði í Bandaríkjunum og hittast til að æfa skotfimi og árásir. 7. mars 2018 20:45 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir Þegar Stephen Paddock myrti 58 manns þótti ekki við hæfi að ræða stefnumál en eftir árás múslima í New York heimtar Donald Trump hertar reglur varðandi innflytjendur og byggingu veggs. 1. nóvember 2017 13:30
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53
Leynileg samtök ungra nýnasista vekja athygli vegna morða Atomwaffe Division þykja mög leynileg samtök en meðlimir þeirra hafa kallað eftir kynþáttastríði í Bandaríkjunum og hittast til að æfa skotfimi og árásir. 7. mars 2018 20:45