Krónískt ástand Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Reglulega skýtur upp kollinum brýn umræða um heilbrigðiskerfið. Umræðan snýst oft um fjármuni sem ríkið setur í málaflokkinn, um hver á að veita þjónustuna og greiða fyrir hana. Í fjölmiðlum má svo finna ógrynni frétta um langa biðlista, ómannlegt álag á starfsfólki Landspítalans og óásættanlega aðstöðu fyrir sjúklinga. Umræðan um hið svokallaða tvöfalda kerfi hefur líka verið hávær. Með nokkurri einföldun snýst hræðslan við hið tvöfalda kerfi um að ef einkareknar sjúkrastofnanir fá tilskilin leyfi og fjármuni frá hinu opinbera til þess að sinna ákveðinni þjónustu leiði það til þess að þeir sem hafa meira á milli handanna geti keypt sig fram fyrir biðlista eða keypt betri þjónustu. Vitaskuld er mikilvægt að þróunin verði ekki sú. Sú sem nú heldur um stjórnartaumana í heilbrigðisráðuneytinu, Svandís Svavarsdóttir, hefur ekki farið leynt með skoðun sína á tvöföldu kerfi og vill að heilbrigðisþjónusta sé alfarið í höndum hins opinbera. Gott og vel. En þá þarf slíkt fyrirkomulag að virka. Staðreyndin er sú að langir biðlistar hafa myndast í ýmsar aðgerðir sem kalla má algengar og spítalinn annar ekki eftirspurn. Sjúklingar geta leitað til Sjúkratrygginga Íslands sem er heimilt að greiða fyrir læknismeðferð erlendis ef meðferð er ekki í boði innan réttlætanlegs tíma á Íslandi. Mikið hefur verið rætt um liðskiptaaðgerðir á hnjám og mjaðmaskipti í þessu samhengi. Einkaaðilar hafa óskað eftir að fá að framkvæma hluta þessara aðgerða á Klíníkinni í Ármúla. Yfirvöld neita hins vegar að semja við Klíníkina en kjósa þess í stað að greiða að fullu fyrir meðferð á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum sem engan skatt greiða á Íslandi, í sumum tilfellum rúmlega tvöfalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúla. Það er einkum tvennt við þetta fyrirkomulag Svandísar að athuga. Í fyrsta lagi stendur fólki sem á fyrir því þegar til boða að borga úr eigin vasa fyrir aðgerðir á Klíníkinni án aðkomu ríkisins. Þannig að fólkið sem á fyrir því kemst fram fyrir röð eins og sakir standa. Í öðru lagi hefur Alþingi staðfest með lögum EES-tilskipun sem veitir ríkisborgurum svæðisins rétt á að sækja sér læknismeðferð innan EES-svæðisins eftir 90 daga á kostnað heimaríkis. Það er grafalvarlegt að sú þjónusta sé ekki veitt á Íslandi. Ef hið opinbera annar því ekki er sjálfsagt að ríkið semji við einkaaðila í heimalandinu. Það er ekki bara best fyrir sjúklinginn, heldur hagkvæmast fyrir ríkið. Á bak við tölur á biðlistum er fólk. Biðraðamenning í jafnvel einfaldar aðgerðir á Íslandi er krónískur sjúkdómur, líkt og aðstoðarmaður ráðherrans og fyrrverandi landlæknir orðaði eitt sinn svo vel. Kallað er eftir skynsamlegum lausnum úr heilbrigðisráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Reglulega skýtur upp kollinum brýn umræða um heilbrigðiskerfið. Umræðan snýst oft um fjármuni sem ríkið setur í málaflokkinn, um hver á að veita þjónustuna og greiða fyrir hana. Í fjölmiðlum má svo finna ógrynni frétta um langa biðlista, ómannlegt álag á starfsfólki Landspítalans og óásættanlega aðstöðu fyrir sjúklinga. Umræðan um hið svokallaða tvöfalda kerfi hefur líka verið hávær. Með nokkurri einföldun snýst hræðslan við hið tvöfalda kerfi um að ef einkareknar sjúkrastofnanir fá tilskilin leyfi og fjármuni frá hinu opinbera til þess að sinna ákveðinni þjónustu leiði það til þess að þeir sem hafa meira á milli handanna geti keypt sig fram fyrir biðlista eða keypt betri þjónustu. Vitaskuld er mikilvægt að þróunin verði ekki sú. Sú sem nú heldur um stjórnartaumana í heilbrigðisráðuneytinu, Svandís Svavarsdóttir, hefur ekki farið leynt með skoðun sína á tvöföldu kerfi og vill að heilbrigðisþjónusta sé alfarið í höndum hins opinbera. Gott og vel. En þá þarf slíkt fyrirkomulag að virka. Staðreyndin er sú að langir biðlistar hafa myndast í ýmsar aðgerðir sem kalla má algengar og spítalinn annar ekki eftirspurn. Sjúklingar geta leitað til Sjúkratrygginga Íslands sem er heimilt að greiða fyrir læknismeðferð erlendis ef meðferð er ekki í boði innan réttlætanlegs tíma á Íslandi. Mikið hefur verið rætt um liðskiptaaðgerðir á hnjám og mjaðmaskipti í þessu samhengi. Einkaaðilar hafa óskað eftir að fá að framkvæma hluta þessara aðgerða á Klíníkinni í Ármúla. Yfirvöld neita hins vegar að semja við Klíníkina en kjósa þess í stað að greiða að fullu fyrir meðferð á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum sem engan skatt greiða á Íslandi, í sumum tilfellum rúmlega tvöfalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúla. Það er einkum tvennt við þetta fyrirkomulag Svandísar að athuga. Í fyrsta lagi stendur fólki sem á fyrir því þegar til boða að borga úr eigin vasa fyrir aðgerðir á Klíníkinni án aðkomu ríkisins. Þannig að fólkið sem á fyrir því kemst fram fyrir röð eins og sakir standa. Í öðru lagi hefur Alþingi staðfest með lögum EES-tilskipun sem veitir ríkisborgurum svæðisins rétt á að sækja sér læknismeðferð innan EES-svæðisins eftir 90 daga á kostnað heimaríkis. Það er grafalvarlegt að sú þjónusta sé ekki veitt á Íslandi. Ef hið opinbera annar því ekki er sjálfsagt að ríkið semji við einkaaðila í heimalandinu. Það er ekki bara best fyrir sjúklinginn, heldur hagkvæmast fyrir ríkið. Á bak við tölur á biðlistum er fólk. Biðraðamenning í jafnvel einfaldar aðgerðir á Íslandi er krónískur sjúkdómur, líkt og aðstoðarmaður ráðherrans og fyrrverandi landlæknir orðaði eitt sinn svo vel. Kallað er eftir skynsamlegum lausnum úr heilbrigðisráðuneytinu.
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar