Sjóðir í stýringu Eaton Vance selt stóran hlut í N1 Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 29. ágúst 2018 06:00 Hlutabréf í N1 hafa hækkað um ríflega 10 prósent í verði það sem af er ári. Vísir/valgarður Fjárfestingarsjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance hafa á síðustu vikum selt nærri fimm prósenta hlut í N1 fyrir hátt í 1,5 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í olíufélaginu. Sjóðir í stýringu Eaton Vance eru ekki lengur í hópi tuttugu stærstu hluthafa N1 samkvæmt nýjum hluthafalista, dagsettum 23. ágúst, sem birtist í nýútgefinni lýsingu olíufélagsins. Tveir sjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins, annars vegar Global Macro Absolute Return Ad og hins vegar Global Macro Portfolio, áttu samanlagt tæplega fimm prósenta eignarhlut í N1 um miðjan júlímánuð en markaðsvirði hlutarins, miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, er tæplega 1,5 milljarðar króna. Kaupendur að hlutnum voru meðal annars fjárfestingarsjóðir á vegum Wellington Management, annars bandarísks eignastýringarfyrirtækis, en umræddir sjóðir fara nú samanlagt með 9,6 prósenta hlut í N1 að virði tæpra þriggja milljarða króna. Íslenski lífeyrissjóðurinn og sjóðir í stýringu Akta hafa einnig bætt við sig í olíufélaginu á undanförnum vikum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa sjóðir á vegum Eaton Vance minnkað við sig í nokkrum skráðum félögum á síðustu vikum. Þannig seldu sjóðirnir samanlagt ríflega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group fyrr í þessum mánuði en ætla má að söluverð hlutarins hafi verið rúmlega 900 milljónir króna ef miðað er við gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufélaginu á þeim tíma þegar viðskiptin gengu í gegn. Kaupendur að bréfunum voru dreifður hópur fjárfesta. Sjóðir Eaton Vance seldu sem kunnugt er ríflega hálf prósents hlut í TM í síðustu viku, en eftir viðskiptin fara þeir með um 4,7 prósenta hlut í tryggingafélaginu, og þá herma heimildir Markaðarins að sjóðirnir hafi einnig minnkað við sig í tryggingafélögunum Sjóvá og VÍS. Á móti hafa sjóðirnir bætt lítillega við hlut sinn í Arion banka í sumar og þá tóku þeir þátt í nýafstöðnu skuldabréfaútboði Eikar fasteignafélags, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, en Fossar markaðir höfðu umsjón með útboðinu. Eaton Vance hefur á síðustu árum verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn á íslenskum hlutabréfamarkaði en félagið hóf innreið sína á markaðinn árið 2015. Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00 Lækka verðmat sitt á TM Greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent hafa lækkað verðmat sitt á TM um ríflega sjö prósent og meta nú gengi hlutabréfa tryggingafélagsins á 32,2 krónur á hlut. 7. ágúst 2018 06:00 Eaton Vance seldi í Eimskip Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu tæplega 1,9 milljónir hluta í Eimskip fyrir um 355 milljónir króna í síðustu viku. 26. maí 2018 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Fjárfestingarsjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance hafa á síðustu vikum selt nærri fimm prósenta hlut í N1 fyrir hátt í 1,5 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í olíufélaginu. Sjóðir í stýringu Eaton Vance eru ekki lengur í hópi tuttugu stærstu hluthafa N1 samkvæmt nýjum hluthafalista, dagsettum 23. ágúst, sem birtist í nýútgefinni lýsingu olíufélagsins. Tveir sjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins, annars vegar Global Macro Absolute Return Ad og hins vegar Global Macro Portfolio, áttu samanlagt tæplega fimm prósenta eignarhlut í N1 um miðjan júlímánuð en markaðsvirði hlutarins, miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, er tæplega 1,5 milljarðar króna. Kaupendur að hlutnum voru meðal annars fjárfestingarsjóðir á vegum Wellington Management, annars bandarísks eignastýringarfyrirtækis, en umræddir sjóðir fara nú samanlagt með 9,6 prósenta hlut í N1 að virði tæpra þriggja milljarða króna. Íslenski lífeyrissjóðurinn og sjóðir í stýringu Akta hafa einnig bætt við sig í olíufélaginu á undanförnum vikum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa sjóðir á vegum Eaton Vance minnkað við sig í nokkrum skráðum félögum á síðustu vikum. Þannig seldu sjóðirnir samanlagt ríflega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group fyrr í þessum mánuði en ætla má að söluverð hlutarins hafi verið rúmlega 900 milljónir króna ef miðað er við gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufélaginu á þeim tíma þegar viðskiptin gengu í gegn. Kaupendur að bréfunum voru dreifður hópur fjárfesta. Sjóðir Eaton Vance seldu sem kunnugt er ríflega hálf prósents hlut í TM í síðustu viku, en eftir viðskiptin fara þeir með um 4,7 prósenta hlut í tryggingafélaginu, og þá herma heimildir Markaðarins að sjóðirnir hafi einnig minnkað við sig í tryggingafélögunum Sjóvá og VÍS. Á móti hafa sjóðirnir bætt lítillega við hlut sinn í Arion banka í sumar og þá tóku þeir þátt í nýafstöðnu skuldabréfaútboði Eikar fasteignafélags, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, en Fossar markaðir höfðu umsjón með útboðinu. Eaton Vance hefur á síðustu árum verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn á íslenskum hlutabréfamarkaði en félagið hóf innreið sína á markaðinn árið 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00 Lækka verðmat sitt á TM Greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent hafa lækkað verðmat sitt á TM um ríflega sjö prósent og meta nú gengi hlutabréfa tryggingafélagsins á 32,2 krónur á hlut. 7. ágúst 2018 06:00 Eaton Vance seldi í Eimskip Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu tæplega 1,9 milljónir hluta í Eimskip fyrir um 355 milljónir króna í síðustu viku. 26. maí 2018 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00
Lækka verðmat sitt á TM Greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent hafa lækkað verðmat sitt á TM um ríflega sjö prósent og meta nú gengi hlutabréfa tryggingafélagsins á 32,2 krónur á hlut. 7. ágúst 2018 06:00
Eaton Vance seldi í Eimskip Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu tæplega 1,9 milljónir hluta í Eimskip fyrir um 355 milljónir króna í síðustu viku. 26. maí 2018 06:00