Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2018 11:38 Losun frá flugi á Íslandi hefur aukist í takti við vaxandi ásökn erlendra ferðamanna. Vísir/GVA Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum frá Evrópuflugi íslenskra flugrekenda hélt áfram á síðasta ári þrátt fyrir að þeim fækkaði um einn. Losunin jókst um 13,2% frá árinu áður. Þá er hvorki talin með losun erlendra flugrekenda né Ameríkuflug íslenskra félaga. Fimm íslenskir flugrekendur hafa gert upp losunarheimildir sinar í viðskiptakerfi Evrópusambandsins en þeim hefur fækkað um einn á milli ára. Heildarlosun í flugi sem fellur undir kerfið var 813.745 tonn af koltvísýringsígildum, að því er segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Losunin frá flugferðum Icelandair, Wow Air, Air Iceland Connect, Air Atlanta og Bláfugls nam 13,2% á milli áranna 2016 og 2017. Þar er hins vegar aðeins talin losun sem á sér stað innan evrópska efnahagssvæðisins en ekki Ameríkuflug. Tölurnar ná einnig aðeins yfir losun íslenskra flugrekenda en ekki þess fjölda erlendra félaga sem flýgur til og frá landinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia fljúga 32 flugfélög frá Keflavíkurflugvelli. Sjö rekstraraðilar iðnaðar gerðu einnig upp heimildir sínar og jókst losun þeirra um 2,8% á milli ára. Losun þeirra nam 1.831.667 tonnum af koltvísýringsígildum. Miðað við þær tölur nemur losun frá Evrópuflugi íslenskra flugrekenda nú um 44% af losun frá iðnaði á Íslandi. Fréttir af flugi Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum frá Evrópuflugi íslenskra flugrekenda hélt áfram á síðasta ári þrátt fyrir að þeim fækkaði um einn. Losunin jókst um 13,2% frá árinu áður. Þá er hvorki talin með losun erlendra flugrekenda né Ameríkuflug íslenskra félaga. Fimm íslenskir flugrekendur hafa gert upp losunarheimildir sinar í viðskiptakerfi Evrópusambandsins en þeim hefur fækkað um einn á milli ára. Heildarlosun í flugi sem fellur undir kerfið var 813.745 tonn af koltvísýringsígildum, að því er segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Losunin frá flugferðum Icelandair, Wow Air, Air Iceland Connect, Air Atlanta og Bláfugls nam 13,2% á milli áranna 2016 og 2017. Þar er hins vegar aðeins talin losun sem á sér stað innan evrópska efnahagssvæðisins en ekki Ameríkuflug. Tölurnar ná einnig aðeins yfir losun íslenskra flugrekenda en ekki þess fjölda erlendra félaga sem flýgur til og frá landinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia fljúga 32 flugfélög frá Keflavíkurflugvelli. Sjö rekstraraðilar iðnaðar gerðu einnig upp heimildir sínar og jókst losun þeirra um 2,8% á milli ára. Losun þeirra nam 1.831.667 tonnum af koltvísýringsígildum. Miðað við þær tölur nemur losun frá Evrópuflugi íslenskra flugrekenda nú um 44% af losun frá iðnaði á Íslandi.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15