Umfjöllun og viðtöl: HK/Víkingur - Grindavík 4-0 │HK/Víkingur vann fallbaráttuslaginn Einar Sigurvinsson skrifar 26. ágúst 2018 17:00 Tinna Óðinsdóttir er fyrirliði HK/Víkings í Pepsi-deildinni. vísir/Ernir HK/Víkingur hafði betur gegn Grindavík í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Leikurinn fór fram á Víkingsvelli í Fossvogi og lauk með 4-0 sigri HK/Víkings. Grindavík byrjaði leikinn af krafti og strax á 8. mínútu mátti litlu munu að Rio Hardy kæmi gestunum yfir. Mistök í vörn HK/Víkings urðu til þess að Dröfn Einarsdóttir var sloppin ein í gegn á móti Björk Björnsdóttur sem kom vel á móti. Hún hreinsaði boltann fyrir fætur Rio Hardy sem skaut yfir markið. Á 35. mínútu braut Karólína Jack ísinn fyrir HK/Víking. Margrét Sif kom boltanum þá Karólínu sem var í þröngu færi sem hún kláraði vel í nærhornið. HK/Víkingur kom töluvert sterkari inn í síðari hálfleik og hafði mikla yfirburði yfir gestina, sem höfðu verið betra liðið framan af fyrri hálfleik. Á 65. mínútu bætti Karólína Jack við sínu öðru marki og kom heimaliðinu í 2-0. Skömmu síðar kom Kader Hancar HK/Víking þremur mörkum yfir með góðu skoti fyrir utan teig eftir vandræðagang í vörn Grindavíkur. Á 76. mínútu fullkomnaði Margrét Sif Magnúsdóttir sigur HK/Víkings þegar hún skoraði eftir glæsilega sendingu inn fyrir vörnina frá Fatma Kara. María Sól Jakobsdóttir fékk beint rautt spjald skömmu áður en flautað var til leiksloka fyrir brot á Margréti Sif, en fleiri urðu mörkin ekki. HK/Víkingur vann því að lokum gríðarlega mikilvæg þrjú stig sem kemur liðinu sex stigum frá Grindavík á fallsvæðinu.Af hverju vann HK/Víkingur? Grindavík fékk færi til þess að skora í fyrri hálfleik og voru jafnvel ívið sterkara liðið framan af. Í síðari hálfleik var HK/Víkingur hins vegar töluvert betra liðið. Þær nýttu færin sín vel og hefðu vel getað unnið stærri sigur.Hverjar stóðu upp úr? Karólína Jack spilaði virkilega vel í dag auk þess að skora tvö fyrstu mörk leiksins, sem komu gestunum í erfiða stöðu. Fatma Kara og Margrét Sif Magnúsdóttir voru einnig mjög öflugar.Hvað gekk illa? Varnarleikur Grindavíkur varð þeim að falli í dag. Of oft fengu sóknarmenn HK/Víkings mikinn tíma á boltanum fyrir framan mark gestanna.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik laugardaginn 8. september. HK/Víkingur heldur á Selfoss á meðan Grindavík tekur á móti ÍBV. Þórhallur: Vorum mikið betri í seinni hálfleik„Þetta er mikill léttir, ég er rosalega ánægður með stelpurnar,“ sagði Þórhallur Víkingsson, þjálfari HK/Víkings eftir góðan 4-0 sigur á Grindavík í dag. „Það er ekkert auðvelt að koma til baka eftir 7-1 tap fyrir örfáum dögum. Ég er bara ótrúlega stoltur og ánægður með stelpurnar.“ Þá segir Þórhallur sigurinn hafa verið mikið þolinmæðisverk. „Það þarf þolinmæði á móti Grindavík. Þær eru ólseigar og erfitt að spila á móti þeim. Fyrsti hálfleikurinn var jafn en svo náum við þessu fyrsta marki sem er mikilvægt. Svo vorum við bara mikið betri í seinni hálfleik.“ Með sigrinum fer HK/Víkingur í 7. sæti deildarinnar og sex stigum frá Grindavík í fallsætinu. „Þetta er ótrúlega mikilvægur sigur fyrir okkur, þetta var einn af þessum sex stiga leikjum. En mótið er ekki búið, það er þrír leikir eftir. Gamla klisjan, við tökum bara einn leik í einu. Næst er það Selfoss, við fáum smá pásu núna og svo verðum við bara tilbúnar á Selfoss City,“ sagði Þórhallur að lokum. Ray Anthony: HK/Víkingur á hrós skiliðRay ásamt aðstoðarmanni sínum Nihad Hasecic.Facebooksíða Grindavíkur„Þetta var svekkjandi. Mér fannst við vera betri stóran hluta af leiknum,“ sagði Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur í leikslok. „Þetta var bara vel gert hjá þeim, HK/Víkingur á bara hrós skilið. Þær voru flottar.“ Grindavík byrjaði leikinn af vel og var töluvert líklegra liðið til að skora fyrsta hálftímann. Ray segir það svekkjandi að hafa ekki náð að fara með mark inn í hálfleikinn. „Það var alveg gríðarlega svekkjandi. Við fengum líka einhver færi í fyrri hálfleik. Við hefðum alveg getað sett eitt, tvö, jafnvel þrjú mörk. En HK/Víkingur var bara beittari í seinni hálfleik og kláruðu færin sín.“ Þetta var ekki fyrsti leikur Grindavíkur í sumar þar sem frammistaða liðsins er kaflaskipt. „Við erum búin að vera að eiga við þetta alveg síðan í byrjun sumar, að við náum ekki alveg heilum leik. En þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna úr og gera betur.“ Eftir leikinn í dag situr Grindavík í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti. Ray segir að liðið þurfi að þétta varnarleikinn til að ná sér upp úr fallsætinu. „Við þurfum kláralega að spila betri vörn og sem lið. Þá á ekki bara við um varnarmennina. Allar 11 sem eru þarna inni á vellinum. Við þurfum að vera þéttari varnarlega og gefa ekki svona færi á okkur,“ sagði Ray Anthony að lokum. Pepsi Max-deild kvenna
HK/Víkingur hafði betur gegn Grindavík í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Leikurinn fór fram á Víkingsvelli í Fossvogi og lauk með 4-0 sigri HK/Víkings. Grindavík byrjaði leikinn af krafti og strax á 8. mínútu mátti litlu munu að Rio Hardy kæmi gestunum yfir. Mistök í vörn HK/Víkings urðu til þess að Dröfn Einarsdóttir var sloppin ein í gegn á móti Björk Björnsdóttur sem kom vel á móti. Hún hreinsaði boltann fyrir fætur Rio Hardy sem skaut yfir markið. Á 35. mínútu braut Karólína Jack ísinn fyrir HK/Víking. Margrét Sif kom boltanum þá Karólínu sem var í þröngu færi sem hún kláraði vel í nærhornið. HK/Víkingur kom töluvert sterkari inn í síðari hálfleik og hafði mikla yfirburði yfir gestina, sem höfðu verið betra liðið framan af fyrri hálfleik. Á 65. mínútu bætti Karólína Jack við sínu öðru marki og kom heimaliðinu í 2-0. Skömmu síðar kom Kader Hancar HK/Víking þremur mörkum yfir með góðu skoti fyrir utan teig eftir vandræðagang í vörn Grindavíkur. Á 76. mínútu fullkomnaði Margrét Sif Magnúsdóttir sigur HK/Víkings þegar hún skoraði eftir glæsilega sendingu inn fyrir vörnina frá Fatma Kara. María Sól Jakobsdóttir fékk beint rautt spjald skömmu áður en flautað var til leiksloka fyrir brot á Margréti Sif, en fleiri urðu mörkin ekki. HK/Víkingur vann því að lokum gríðarlega mikilvæg þrjú stig sem kemur liðinu sex stigum frá Grindavík á fallsvæðinu.Af hverju vann HK/Víkingur? Grindavík fékk færi til þess að skora í fyrri hálfleik og voru jafnvel ívið sterkara liðið framan af. Í síðari hálfleik var HK/Víkingur hins vegar töluvert betra liðið. Þær nýttu færin sín vel og hefðu vel getað unnið stærri sigur.Hverjar stóðu upp úr? Karólína Jack spilaði virkilega vel í dag auk þess að skora tvö fyrstu mörk leiksins, sem komu gestunum í erfiða stöðu. Fatma Kara og Margrét Sif Magnúsdóttir voru einnig mjög öflugar.Hvað gekk illa? Varnarleikur Grindavíkur varð þeim að falli í dag. Of oft fengu sóknarmenn HK/Víkings mikinn tíma á boltanum fyrir framan mark gestanna.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik laugardaginn 8. september. HK/Víkingur heldur á Selfoss á meðan Grindavík tekur á móti ÍBV. Þórhallur: Vorum mikið betri í seinni hálfleik„Þetta er mikill léttir, ég er rosalega ánægður með stelpurnar,“ sagði Þórhallur Víkingsson, þjálfari HK/Víkings eftir góðan 4-0 sigur á Grindavík í dag. „Það er ekkert auðvelt að koma til baka eftir 7-1 tap fyrir örfáum dögum. Ég er bara ótrúlega stoltur og ánægður með stelpurnar.“ Þá segir Þórhallur sigurinn hafa verið mikið þolinmæðisverk. „Það þarf þolinmæði á móti Grindavík. Þær eru ólseigar og erfitt að spila á móti þeim. Fyrsti hálfleikurinn var jafn en svo náum við þessu fyrsta marki sem er mikilvægt. Svo vorum við bara mikið betri í seinni hálfleik.“ Með sigrinum fer HK/Víkingur í 7. sæti deildarinnar og sex stigum frá Grindavík í fallsætinu. „Þetta er ótrúlega mikilvægur sigur fyrir okkur, þetta var einn af þessum sex stiga leikjum. En mótið er ekki búið, það er þrír leikir eftir. Gamla klisjan, við tökum bara einn leik í einu. Næst er það Selfoss, við fáum smá pásu núna og svo verðum við bara tilbúnar á Selfoss City,“ sagði Þórhallur að lokum. Ray Anthony: HK/Víkingur á hrós skiliðRay ásamt aðstoðarmanni sínum Nihad Hasecic.Facebooksíða Grindavíkur„Þetta var svekkjandi. Mér fannst við vera betri stóran hluta af leiknum,“ sagði Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur í leikslok. „Þetta var bara vel gert hjá þeim, HK/Víkingur á bara hrós skilið. Þær voru flottar.“ Grindavík byrjaði leikinn af vel og var töluvert líklegra liðið til að skora fyrsta hálftímann. Ray segir það svekkjandi að hafa ekki náð að fara með mark inn í hálfleikinn. „Það var alveg gríðarlega svekkjandi. Við fengum líka einhver færi í fyrri hálfleik. Við hefðum alveg getað sett eitt, tvö, jafnvel þrjú mörk. En HK/Víkingur var bara beittari í seinni hálfleik og kláruðu færin sín.“ Þetta var ekki fyrsti leikur Grindavíkur í sumar þar sem frammistaða liðsins er kaflaskipt. „Við erum búin að vera að eiga við þetta alveg síðan í byrjun sumar, að við náum ekki alveg heilum leik. En þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna úr og gera betur.“ Eftir leikinn í dag situr Grindavík í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti. Ray segir að liðið þurfi að þétta varnarleikinn til að ná sér upp úr fallsætinu. „Við þurfum kláralega að spila betri vörn og sem lið. Þá á ekki bara við um varnarmennina. Allar 11 sem eru þarna inni á vellinum. Við þurfum að vera þéttari varnarlega og gefa ekki svona færi á okkur,“ sagði Ray Anthony að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti