Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 00:06 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. vísir/Hanna Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista í Hafnarfirði sendu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þess efnis að þeir fordæmi að bæjarstjóri hafi þegar greitt út 100 milljónir króna úr bæjarsjóði til Fimleikafélags Hafnarfjarðar án þess að fyrir lægi samþykktur viðauki. Bæjarfulltrúarnir hyggjast kæra þetta til samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytisins til að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin í starfi. Málið varðar uppbyggingu á nýrri yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu á Kaplakrika en í fjárhagsáætlun fyrir árið, sem samþykkt var í desember 2017, var samþykkt að veita 200 milljónum króna í verkefnið á árinu 2018. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunniVerið sé að hverfa frá framkvæmd til fjárfestingar Rósa segir að í sumar hafi verið ákveðið að breyta um aðferðafræði „og skipta á eignum hjá félaginu og fela þeim að gera þessa framkvæmd sjálf,“ segir Rósa. Upphaflega hafi verið ákveðið bærinn myndi framkvæma sjálfur og því hafi þurft að gera viðauka við fjárhagsáætlun. „Þessi viðauki sem samþykktur var í dag er orðalagsbreyting. Það voru engar breytingar á upphæðum, fjárheimildin er því skýrt fyrir hendi,“ segir Rósa sem segist ekki skilja hverju sé eiginlega verið að reyna að þyrla upp. „Við erum ekki að fara að framkvæma sjálf heldur fjárfesta. Þetta fer frá famkvæmd til fjárfestingar og þetta hefur hvorki áhrif á rekstur né sjóðsstreymi bæjarins,“ segir Rósa.Guðlaug Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Bæjarlistann, segir kjörtímabilið fara illa af stað.Á Facebook síðu sinni ritar Guðlaug Svana Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans: „Illa fer þetta kjörtímabil af stað ef bæjarstjóri er farin að greiða úr bæjarsjóði án heimildar 100 milljónir án staðfestingar frá bæjarstjórn. Og þetta er ekki neyðartilvik, ekki björgunaraðgerð fyrir bæjarbúa, heldur efniskaup til byggingar á íþróttahúsi sem verður ekki í eigu eða rekstri bæjarins,“ segir Guðlaug. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista í Hafnarfirði sendu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þess efnis að þeir fordæmi að bæjarstjóri hafi þegar greitt út 100 milljónir króna úr bæjarsjóði til Fimleikafélags Hafnarfjarðar án þess að fyrir lægi samþykktur viðauki. Bæjarfulltrúarnir hyggjast kæra þetta til samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytisins til að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin í starfi. Málið varðar uppbyggingu á nýrri yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu á Kaplakrika en í fjárhagsáætlun fyrir árið, sem samþykkt var í desember 2017, var samþykkt að veita 200 milljónum króna í verkefnið á árinu 2018. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunniVerið sé að hverfa frá framkvæmd til fjárfestingar Rósa segir að í sumar hafi verið ákveðið að breyta um aðferðafræði „og skipta á eignum hjá félaginu og fela þeim að gera þessa framkvæmd sjálf,“ segir Rósa. Upphaflega hafi verið ákveðið bærinn myndi framkvæma sjálfur og því hafi þurft að gera viðauka við fjárhagsáætlun. „Þessi viðauki sem samþykktur var í dag er orðalagsbreyting. Það voru engar breytingar á upphæðum, fjárheimildin er því skýrt fyrir hendi,“ segir Rósa sem segist ekki skilja hverju sé eiginlega verið að reyna að þyrla upp. „Við erum ekki að fara að framkvæma sjálf heldur fjárfesta. Þetta fer frá famkvæmd til fjárfestingar og þetta hefur hvorki áhrif á rekstur né sjóðsstreymi bæjarins,“ segir Rósa.Guðlaug Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Bæjarlistann, segir kjörtímabilið fara illa af stað.Á Facebook síðu sinni ritar Guðlaug Svana Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans: „Illa fer þetta kjörtímabil af stað ef bæjarstjóri er farin að greiða úr bæjarsjóði án heimildar 100 milljónir án staðfestingar frá bæjarstjórn. Og þetta er ekki neyðartilvik, ekki björgunaraðgerð fyrir bæjarbúa, heldur efniskaup til byggingar á íþróttahúsi sem verður ekki í eigu eða rekstri bæjarins,“ segir Guðlaug.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00