Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2018 19:30 Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi reynst forsetanum erfiður en Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur, hans játaði á sig brot sem bendla forsetann við alvarleg lögbrot. Skömmu áður hafði Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump, verið sakfelldur í aðskildu máli.Sjá einnig: Stutt þungra högga á milliViðurkenndi Cohen meðal annars að hafa greitt tveimur konum, Stormy Daniels og Karen McDougal, til að þagga niður í þeim vegna frásagna þeirra um meint kynferðislegt samband þeirra við Trump. Cohen sagðist hafa gert það að skipan Trump og með hans vitneskju.„Að Cohen hafi framið þessi brot að beiðni eða fyrir tilstuðlan forsetans, það er auðvitað mjög alvarlegt,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Fréttablaðið/Anton BrinkRepúblikanir ekki sýnt vilja til að hlusta á dómsvaldið Að mati Silju er líklegt að játningar Cohen og sakfelling Manafort muni efla Demókrata í andstöðu sinni gegn forsetanum en á meðan Repúblikanar styðji Trump muni málið þó ekki hafa mikil áhrif á hann. „Í eðlilegu stjórnmálaástandi væri þetta auðvitað mjög afgerandi og hlyti að koma af stað miklum viðbrögðum. Í Bandaríkjunum í dag hafa Repúblikanar ekki sýnt vilja til þess að hlusta á dómsvaldið og taka af skarið þegar svona upplýsingar koma fram,“ segir Silja BáraFram undan eru þingkosningar í Bandaríkjunum í haust þar sem líklegt er að Demókratar nái meirihluta í neðri deild þingsins en ólíklegt er að meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni falli. Takist Demókrötum hins vegar að ná meirihluta í báðum deildum gæti staða Trump versnað til muna.„Ef Demókratar ná bæði fulltrúa- og öldungadeildinni eru þeir komnir í þá stöðu að geta ekki bara ákært heldur ráðið því hvernig skipað er í nefndina sem metur ákæruna, þá sem fer með eiginlegt dómsvald í máli ef að það verður ákært fyrir embættisbrot. Það bíður upp á allt aðra útkomu en eins og staðan er núna,“ segir Silja Bára.Trump hefur verið tiltölulega hljóðlátur í dag en hann tók sér þó tíma til þess að segja fylgjendum hans á Twitter að hann gæti ekki mælt með lögfræðiþjónustu Michael Cohen. Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi reynst forsetanum erfiður en Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur, hans játaði á sig brot sem bendla forsetann við alvarleg lögbrot. Skömmu áður hafði Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump, verið sakfelldur í aðskildu máli.Sjá einnig: Stutt þungra högga á milliViðurkenndi Cohen meðal annars að hafa greitt tveimur konum, Stormy Daniels og Karen McDougal, til að þagga niður í þeim vegna frásagna þeirra um meint kynferðislegt samband þeirra við Trump. Cohen sagðist hafa gert það að skipan Trump og með hans vitneskju.„Að Cohen hafi framið þessi brot að beiðni eða fyrir tilstuðlan forsetans, það er auðvitað mjög alvarlegt,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Fréttablaðið/Anton BrinkRepúblikanir ekki sýnt vilja til að hlusta á dómsvaldið Að mati Silju er líklegt að játningar Cohen og sakfelling Manafort muni efla Demókrata í andstöðu sinni gegn forsetanum en á meðan Repúblikanar styðji Trump muni málið þó ekki hafa mikil áhrif á hann. „Í eðlilegu stjórnmálaástandi væri þetta auðvitað mjög afgerandi og hlyti að koma af stað miklum viðbrögðum. Í Bandaríkjunum í dag hafa Repúblikanar ekki sýnt vilja til þess að hlusta á dómsvaldið og taka af skarið þegar svona upplýsingar koma fram,“ segir Silja BáraFram undan eru þingkosningar í Bandaríkjunum í haust þar sem líklegt er að Demókratar nái meirihluta í neðri deild þingsins en ólíklegt er að meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni falli. Takist Demókrötum hins vegar að ná meirihluta í báðum deildum gæti staða Trump versnað til muna.„Ef Demókratar ná bæði fulltrúa- og öldungadeildinni eru þeir komnir í þá stöðu að geta ekki bara ákært heldur ráðið því hvernig skipað er í nefndina sem metur ákæruna, þá sem fer með eiginlegt dómsvald í máli ef að það verður ákært fyrir embættisbrot. Það bíður upp á allt aðra útkomu en eins og staðan er núna,“ segir Silja Bára.Trump hefur verið tiltölulega hljóðlátur í dag en hann tók sér þó tíma til þess að segja fylgjendum hans á Twitter að hann gæti ekki mælt með lögfræðiþjónustu Michael Cohen.
Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01