Lét drauminn rætast Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 21. ágúst 2018 05:30 Karen segir alþjóðlega stemningu hjá Dóttir Hot Yoga Studio. Rúm vika er síðan Dóttir Hot Yoga Studio var opnað formlega í Sydhavn í Kaupmannahöfn en þar kennir eigandinn, Karen Halldórsdóttir, jóga í 35 gráðu heitum sal, útbýr lífræna heilsudjúsa og sinnir almennum rekstri. „Mig langaði að breyta til og prófa eitthvað nýtt og ákvað því að flytja til Kaupmannahafnar með dætur mínar fyrir um einu og hálfu ári. Ég pakkaði búslóðinni okkar niður, kom henni í gám og svo flugum við út. Ég var ekki með neitt sérstakt plan heldur var þetta skyndiákvörðun sem átti sér þó nokkurn aðdraganda. Í raun var ég búin að leggja drög að því að flytja til Kaupmannahafnar árið 2009 en sló þeim áformum á frest því ég varð ófrísk að eldri dóttur minni og fannst ekki henta að flytja út með ungbarn. Yngri dóttir mín fæddist svo þremur árum seinna. Kaupmannahöfn hefur alltaf heillað mig og því lá beint við að flytja þangað,“ segir Karen glaðlega en þeim mæðgum líkar afar vel að búa í Danmörku. „Okkur hefur gengið ágætlega að aðlagast dönsku samfélagi. Dætur mínar hafa náð góðum tökum á tungumálinu og tala núorðið meiri dönsku en íslensku. Sú yngri er fimm ára og sú eldri átta ára. Sjálf er ég enn að læra málið, ég skil dönskuna vel og læri eitthvað nýtt á hverjum degi.“Skellti sér í jógakennaranám Þegar Karen hafði komið þeim mæðgum vel fyrir í Kaupmannahöfn skráði hún sig í 200 tíma jógakennaranám og lauk því fyrr á þessu ári. „Ég ákvað í beinu framhaldi af því að opna mitt eigið stúdíó með áherslu á hot yoga. Ég hef alltaf verið jógi í mér og verið á mottunni minni síðustu sex árin og það hefur ekkert dregið úr því eftir að ég kláraði námið. Ég er mjög hrifin af hot yoga og veit fátt betra en að æfa í hita. Það er góð leið til að hreinsa líkama og sál og komast í tengingu við sjálfan sig upp á nýtt. Ég kenni hot yoga í tvo tíma á dag og æfi í tvo tíma hjá öðrum kennurum og fæ jafnframt innblástur frá þeim,“ segir Karen brosandi.Djús fyrir daginn, stútfullur af orku og vítamínum.Hún segir muninn á hot yoga og hefðbundnu jóga helst felast í því að í hot yoga fara tímarnir fram í heitum sal. „Ég kenni í um 35 gráðu heitum sal sem er hitaður upp með innrauðum geislum. Ég kýs að hafa þetta hitastig svo það sé ekki hærra en eðlilegur líkamshiti. Hitinn er talinn hafa marga kosti hvað varðar heilsuna, svo sem að draga úr bólgum í líkamanum og liðverkjum. Elsti viðskiptavinurinn er 67 ára og kemur til mín í djúpar teygjur og slökun.“ Innt eftir því hvernig hafi gengið að setja á stofn sitt eigið fyrirtæki í Danmörku segir Karen það hafa gengið vel. „Það gekk vonum framar og er sennilega svipað og á Íslandi. Það kom mér á óvart hversu aðgengilegt allt var. Foreldrar mínir hafa verið mér innan handar en þau hafa verið í rekstri meira og minna alla sína tíð, og rekið veitingahús og skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Mig hafði lengi langað til að fara út í minn eigin rekstur og þegar þetta tækifæri gafst ákvað ég að hella mér út í þetta verkefni,“ greinir Karen frá. Hún segist hafa fengið mjög góðar viðtökur við Dóttir Hot Yoga Studio. „Djúsbarinn var opnaður fyrir rúmri viku en jógastúdíóið þann 16. júní. Ég er eingöngu með lífrænt ræktað hráefni og legg áherslu á sjálfbærni og endurvinnslu. Bollarnir eru t.d. endurunnir úr kaffikorgi og viðskiptavinirnir geta komið með sínar eigin áfyllingarflöskur. Þetta er hugmyndafræðin sem ég vinn eftir,“ segir Karen og bætir við að Dóttir Hot Yoga Studio sé eitt af fáum jógastúdíóum í Kaupmannahöfn þar sem allir tímarnir fari fram á ensku og þar af leiðandi séu viðskiptavinirnir frá öllum heimsins hornum. „Stemningin er mjög alþjóðleg og svo bætast sífellt fleiri Íslendingar í hópinn, auk þess sem fjöldi Dana kemur til mín í tíma,“ segir Karen ánægð.BEET IT DANCER 3 sellerístilkar 2 græn epli 2 rauðrófur Handfylli af hindberjum Engifer að smekkPressið saman sellerí, epli, rauðrófur og engifer. Setjið í blandara, ásamt hindberjum og blandið vel saman. Berið fram. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Rúm vika er síðan Dóttir Hot Yoga Studio var opnað formlega í Sydhavn í Kaupmannahöfn en þar kennir eigandinn, Karen Halldórsdóttir, jóga í 35 gráðu heitum sal, útbýr lífræna heilsudjúsa og sinnir almennum rekstri. „Mig langaði að breyta til og prófa eitthvað nýtt og ákvað því að flytja til Kaupmannahafnar með dætur mínar fyrir um einu og hálfu ári. Ég pakkaði búslóðinni okkar niður, kom henni í gám og svo flugum við út. Ég var ekki með neitt sérstakt plan heldur var þetta skyndiákvörðun sem átti sér þó nokkurn aðdraganda. Í raun var ég búin að leggja drög að því að flytja til Kaupmannahafnar árið 2009 en sló þeim áformum á frest því ég varð ófrísk að eldri dóttur minni og fannst ekki henta að flytja út með ungbarn. Yngri dóttir mín fæddist svo þremur árum seinna. Kaupmannahöfn hefur alltaf heillað mig og því lá beint við að flytja þangað,“ segir Karen glaðlega en þeim mæðgum líkar afar vel að búa í Danmörku. „Okkur hefur gengið ágætlega að aðlagast dönsku samfélagi. Dætur mínar hafa náð góðum tökum á tungumálinu og tala núorðið meiri dönsku en íslensku. Sú yngri er fimm ára og sú eldri átta ára. Sjálf er ég enn að læra málið, ég skil dönskuna vel og læri eitthvað nýtt á hverjum degi.“Skellti sér í jógakennaranám Þegar Karen hafði komið þeim mæðgum vel fyrir í Kaupmannahöfn skráði hún sig í 200 tíma jógakennaranám og lauk því fyrr á þessu ári. „Ég ákvað í beinu framhaldi af því að opna mitt eigið stúdíó með áherslu á hot yoga. Ég hef alltaf verið jógi í mér og verið á mottunni minni síðustu sex árin og það hefur ekkert dregið úr því eftir að ég kláraði námið. Ég er mjög hrifin af hot yoga og veit fátt betra en að æfa í hita. Það er góð leið til að hreinsa líkama og sál og komast í tengingu við sjálfan sig upp á nýtt. Ég kenni hot yoga í tvo tíma á dag og æfi í tvo tíma hjá öðrum kennurum og fæ jafnframt innblástur frá þeim,“ segir Karen brosandi.Djús fyrir daginn, stútfullur af orku og vítamínum.Hún segir muninn á hot yoga og hefðbundnu jóga helst felast í því að í hot yoga fara tímarnir fram í heitum sal. „Ég kenni í um 35 gráðu heitum sal sem er hitaður upp með innrauðum geislum. Ég kýs að hafa þetta hitastig svo það sé ekki hærra en eðlilegur líkamshiti. Hitinn er talinn hafa marga kosti hvað varðar heilsuna, svo sem að draga úr bólgum í líkamanum og liðverkjum. Elsti viðskiptavinurinn er 67 ára og kemur til mín í djúpar teygjur og slökun.“ Innt eftir því hvernig hafi gengið að setja á stofn sitt eigið fyrirtæki í Danmörku segir Karen það hafa gengið vel. „Það gekk vonum framar og er sennilega svipað og á Íslandi. Það kom mér á óvart hversu aðgengilegt allt var. Foreldrar mínir hafa verið mér innan handar en þau hafa verið í rekstri meira og minna alla sína tíð, og rekið veitingahús og skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Mig hafði lengi langað til að fara út í minn eigin rekstur og þegar þetta tækifæri gafst ákvað ég að hella mér út í þetta verkefni,“ greinir Karen frá. Hún segist hafa fengið mjög góðar viðtökur við Dóttir Hot Yoga Studio. „Djúsbarinn var opnaður fyrir rúmri viku en jógastúdíóið þann 16. júní. Ég er eingöngu með lífrænt ræktað hráefni og legg áherslu á sjálfbærni og endurvinnslu. Bollarnir eru t.d. endurunnir úr kaffikorgi og viðskiptavinirnir geta komið með sínar eigin áfyllingarflöskur. Þetta er hugmyndafræðin sem ég vinn eftir,“ segir Karen og bætir við að Dóttir Hot Yoga Studio sé eitt af fáum jógastúdíóum í Kaupmannahöfn þar sem allir tímarnir fari fram á ensku og þar af leiðandi séu viðskiptavinirnir frá öllum heimsins hornum. „Stemningin er mjög alþjóðleg og svo bætast sífellt fleiri Íslendingar í hópinn, auk þess sem fjöldi Dana kemur til mín í tíma,“ segir Karen ánægð.BEET IT DANCER 3 sellerístilkar 2 græn epli 2 rauðrófur Handfylli af hindberjum Engifer að smekkPressið saman sellerí, epli, rauðrófur og engifer. Setjið í blandara, ásamt hindberjum og blandið vel saman. Berið fram.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp