Nú er komið að Arsenal og Chelsea: Dregið í Evrópudeildinni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 10:00 Emirates hýsir Evrópudeildarleiki í vetur. Vísir/Getty Stuðningsmenn Chelsea og Arsenal voru óvenju rólegir í gær þegar dregið var í Meistaradeildinni í gær. Í dag er líklegra að hjartsláttur þeirra slái aðeins örar. Chelsea og Arsenal eru nefnilega í pottinum í dag þegar dregið verður í riðlakeppni Evrópudeildarinar. Drátturinn í Evrópudeildina hefst klukkan 11.00 og það verður fylgst með honum hér á Vísi.Arsenal, Chelsea, Celtic and Rangers will discover their Europa League group stage opponents today. Here's all you need to know ahead of the #UELDrawhttps://t.co/baEKEvLO7Fpic.twitter.com/G9WdcxJ7Q8 — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018Chelsea og Arsenal komust bæði í riðlakeppnina án þess að þurfa að fara í gegnm undankeppnina og eru líka þau tvö lið sem eru númer tvö og þrjú á styrkleikalistanum. Þriðja enska liðið í keppninni, Burnley, datt út í gær á móti gríska félaginu Olympiakos en Burnley lék þar án íslenska landsliðsmannsins Jóhanns Berg Guðmundssonar. Alls eru 48 félög í pottinum í dag og þeim verður skiðt niður í tólf fjögurra liða riðla. Lið frá sama knattspyrnusambandi geta ekki lent samn í riðli en ensk og skosk lið geta samt endað saman í riðli. Sautján félög kom nú inn í keppnina, 21 lið komst í gegnum forkeppni Evrópudeildarinnar og þá verða í pottinum tíu lið sem duttu út í forkeppni Meistaradeildarinnar. Stærstu nöfnin í drættinum í dag fyrir utan Arsenal og Chelsea eru lið eins og Sevilla, AC Milan, Lazio, Marseille, Besiktas, Sporting Lissabon, Zenit St Petersburg og RB Leipzig.Sex Íslendingalið eru eftir í keppninni. Það eru Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í FC Zürich, Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö, Hannes Þór Halldórsson og félagar í Qarabag, Jón Guðni Fjóluson og félagar í Krasnodar og Matthías Vilhjálmsson og félagar í Rosenborg. Norska félagið Sarpsborg 08 er með í riðlakeppninni í fyrsta sinn og þangað komst líka lið F91 Dudelange frá Lúxemborg. Orri Sigurður Ómarsson er í herbúðum Sarpsborg 08 Riðlakeppnin hefst 20. september næskomandi og úrslitaleikurinn fer síðan fram á Ólympíuleikvanginum í Bakú 29. maí 2019. Styrkleikalistarnir eru hér fyrir neðan en eitt lið úr hverjum fer í hvern riðil.@CelticFC in pot 2 for tomorrow #UELDRAW at 11am pic.twitter.com/FkgKm6Lj4e — Mick McFarlane (@mick_mcfarlane) August 30, 2018 Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea og Arsenal voru óvenju rólegir í gær þegar dregið var í Meistaradeildinni í gær. Í dag er líklegra að hjartsláttur þeirra slái aðeins örar. Chelsea og Arsenal eru nefnilega í pottinum í dag þegar dregið verður í riðlakeppni Evrópudeildarinar. Drátturinn í Evrópudeildina hefst klukkan 11.00 og það verður fylgst með honum hér á Vísi.Arsenal, Chelsea, Celtic and Rangers will discover their Europa League group stage opponents today. Here's all you need to know ahead of the #UELDrawhttps://t.co/baEKEvLO7Fpic.twitter.com/G9WdcxJ7Q8 — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018Chelsea og Arsenal komust bæði í riðlakeppnina án þess að þurfa að fara í gegnm undankeppnina og eru líka þau tvö lið sem eru númer tvö og þrjú á styrkleikalistanum. Þriðja enska liðið í keppninni, Burnley, datt út í gær á móti gríska félaginu Olympiakos en Burnley lék þar án íslenska landsliðsmannsins Jóhanns Berg Guðmundssonar. Alls eru 48 félög í pottinum í dag og þeim verður skiðt niður í tólf fjögurra liða riðla. Lið frá sama knattspyrnusambandi geta ekki lent samn í riðli en ensk og skosk lið geta samt endað saman í riðli. Sautján félög kom nú inn í keppnina, 21 lið komst í gegnum forkeppni Evrópudeildarinnar og þá verða í pottinum tíu lið sem duttu út í forkeppni Meistaradeildarinnar. Stærstu nöfnin í drættinum í dag fyrir utan Arsenal og Chelsea eru lið eins og Sevilla, AC Milan, Lazio, Marseille, Besiktas, Sporting Lissabon, Zenit St Petersburg og RB Leipzig.Sex Íslendingalið eru eftir í keppninni. Það eru Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í FC Zürich, Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö, Hannes Þór Halldórsson og félagar í Qarabag, Jón Guðni Fjóluson og félagar í Krasnodar og Matthías Vilhjálmsson og félagar í Rosenborg. Norska félagið Sarpsborg 08 er með í riðlakeppninni í fyrsta sinn og þangað komst líka lið F91 Dudelange frá Lúxemborg. Orri Sigurður Ómarsson er í herbúðum Sarpsborg 08 Riðlakeppnin hefst 20. september næskomandi og úrslitaleikurinn fer síðan fram á Ólympíuleikvanginum í Bakú 29. maí 2019. Styrkleikalistarnir eru hér fyrir neðan en eitt lið úr hverjum fer í hvern riðil.@CelticFC in pot 2 for tomorrow #UELDRAW at 11am pic.twitter.com/FkgKm6Lj4e — Mick McFarlane (@mick_mcfarlane) August 30, 2018
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Sjá meira