Williams tapaði úrslitunum eftir að hafa kallað dómarann þjóf Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. september 2018 22:30 Osaka gat varla fagnað sínum fyrsta risatitli vegna kringumstæðnanna. Vísir/Getty Naomi Osaka varð fyrsti Japaninn til þess að vinna risatitil í tennis þegar hún sigraði Serena Willams í úrslitunum á Opna bandaríska rissamótinu í kvöld. Úrslitaviðureignin og verðlaunastundin voru þó allt annað en eðlileg eftir að margfaldi meistarinn Serena reifst við dómarann og kallaði hann þjóf. Osaka spilaði frábærlega í viðureigninni en úrslitanna mun þó alltaf vera minnst fyrir það sem átti sér stað á milli Williams og dómarans. Dómarinn, Carlos Ramos, gaf Williams aðvörun fyrir að þjálfari hennar, Patrick Mouatoglou, virtist gefa Williams bendingu á vellinum, en þjálfarinn má ekkert skipta sér af á meðan leik stendur. Williams mótmælti þessu og sagðist ekki vera svindlari.Serena var mjög ósátt við dómara leiksinsvísir/gettyNokkrum leikjum seinna skemmdi Williams spaðann sinn í reiði eftir að hafa tapað leik. Fyrir það fékk hún refsingu og Osaka fékk eitt stig. Það varð til þess að Williams fór aftur að dómaranum og sagði hann skulda sér afsökunarbeiðni og kallaði hann þjóf. Fyrir það fékk Williams refsingu fyrir að níðast á dómaranum. Sú refsing kostaði Williams einn leik. Þá brást Williams í grát og bað um að fá yfirdómara mótsins. Ekkert var gert í málinu og tveimur leikjum seinna vann Osaka viðureignina. Hún vann samtals 6-2 og 6-4. Hefðin er að dómari úrslitaleiksins fái verðlaun fyrir að hafa dæmt hann en Ramos var fylgt út af vellinum og hann fór ekki upp á svið til þess að taka við verðlaunum sínum. Áhorfendur bauluðu og bauluðu á meðan kynnirinn reyndi að hefja verðlaunaafhendinguna og Osaka grét undir baulinu. „Ekki baula lengur. Til hamingju Naomi. Reynum að gera það besta úr þessu og gefum þeim heiður sem eiga hann skilinn,“ sagði Williams í gegnum tárin þegar hún steig á sviðið. „Ég vona að ég geti haldið áfram og spilað hér aftur, en þetta hefur verið mjög erfitt ár fyrir mig.“ Osaka brosti varla þegar hún tók á móti verðlaunagripnum. „Ég veit að þið studduð hana öll og ég biðst afsökunar á því að þetta hafi þurft að enda svona.“ „Takk fyrir að horfa. Mig dreymdi alltaf um að spila við Serena í úrslitaleik Opna bandaríska og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa það,“ sagði Osaka. Þjálfari Williams á að hafa viðurkennt við ESPN að hann hafi verið að reyna að gefa Williams bendingu á vellinum. Ákvörðunin hjá dómaranum sem kom öllu ferlinu í gang var því rétt. Tennis Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira
Naomi Osaka varð fyrsti Japaninn til þess að vinna risatitil í tennis þegar hún sigraði Serena Willams í úrslitunum á Opna bandaríska rissamótinu í kvöld. Úrslitaviðureignin og verðlaunastundin voru þó allt annað en eðlileg eftir að margfaldi meistarinn Serena reifst við dómarann og kallaði hann þjóf. Osaka spilaði frábærlega í viðureigninni en úrslitanna mun þó alltaf vera minnst fyrir það sem átti sér stað á milli Williams og dómarans. Dómarinn, Carlos Ramos, gaf Williams aðvörun fyrir að þjálfari hennar, Patrick Mouatoglou, virtist gefa Williams bendingu á vellinum, en þjálfarinn má ekkert skipta sér af á meðan leik stendur. Williams mótmælti þessu og sagðist ekki vera svindlari.Serena var mjög ósátt við dómara leiksinsvísir/gettyNokkrum leikjum seinna skemmdi Williams spaðann sinn í reiði eftir að hafa tapað leik. Fyrir það fékk hún refsingu og Osaka fékk eitt stig. Það varð til þess að Williams fór aftur að dómaranum og sagði hann skulda sér afsökunarbeiðni og kallaði hann þjóf. Fyrir það fékk Williams refsingu fyrir að níðast á dómaranum. Sú refsing kostaði Williams einn leik. Þá brást Williams í grát og bað um að fá yfirdómara mótsins. Ekkert var gert í málinu og tveimur leikjum seinna vann Osaka viðureignina. Hún vann samtals 6-2 og 6-4. Hefðin er að dómari úrslitaleiksins fái verðlaun fyrir að hafa dæmt hann en Ramos var fylgt út af vellinum og hann fór ekki upp á svið til þess að taka við verðlaunum sínum. Áhorfendur bauluðu og bauluðu á meðan kynnirinn reyndi að hefja verðlaunaafhendinguna og Osaka grét undir baulinu. „Ekki baula lengur. Til hamingju Naomi. Reynum að gera það besta úr þessu og gefum þeim heiður sem eiga hann skilinn,“ sagði Williams í gegnum tárin þegar hún steig á sviðið. „Ég vona að ég geti haldið áfram og spilað hér aftur, en þetta hefur verið mjög erfitt ár fyrir mig.“ Osaka brosti varla þegar hún tók á móti verðlaunagripnum. „Ég veit að þið studduð hana öll og ég biðst afsökunar á því að þetta hafi þurft að enda svona.“ „Takk fyrir að horfa. Mig dreymdi alltaf um að spila við Serena í úrslitaleik Opna bandaríska og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa það,“ sagði Osaka. Þjálfari Williams á að hafa viðurkennt við ESPN að hann hafi verið að reyna að gefa Williams bendingu á vellinum. Ákvörðunin hjá dómaranum sem kom öllu ferlinu í gang var því rétt.
Tennis Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira