Kepler-geimsjónaukinn vaknaði af værum blundi Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2018 23:36 Teikning af Kepler-geimsjónaukanum sem nú er að syngja sitt síðasta. NASA Ames/JPL-Caltech/T Pyle Þrátt fyrir að eldsneytisbirgðir Kepler-geimsjónaukans séu nærri því á þrotum vaknaði hann aftur til ífsins eftir að hafa legið í dvala um tveggja mánaða skeið. Verkfræðingar bandaríska geimvísindastofnunarinnar NASA segja að Kepler sé aftur tekinn til við vísindarannsóknir. Kepler-geimsjónaukanum var skotið út í geim árið 2009 og hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna á þeim árum sem síðan eru liðin. Sjónaukinn er nú á síðustu eldsneytisdropunum og gripu stjórnendur hans til þess til ráðs að setja hann í dvala í byrjun júlí til þess að tryggja að hann hefði nægt eldsneyti til að snúa loftneti sínu að jörðinni og senda heim gögn frá síðustu athugunum sínum. Eftir að Kepler sendi gögnin í hús í síðasta mánuði lagðist sjónaukinn aftur í dvala. Verkfræðingarnir tilkynntu síðan í dag að hann væri aftur vaknaður og væri byrjaður að skima aftur fyrir fjarreikistjörnum.Space.com segir framtíð geimsjónaukans óljósa. Óregla virðist hafa komið á einn hreyfil geimfarsins sem gæti komið niður á getu stjórnendanna til þess að miða honum rétt. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið eldsneyti er eftir í tanknum. Alls hefur Kepler fundið 2.652 fjarreikistjörnur. Það er um 70% af öllum þekktum fjarreikistjörnum til þessa. Enn mun bætast í safnið, jafnvel þó að Kepler gefi upp öndina á næstu vikum, því vísindamenn eiga enn eftir að fara í gegnum lista um 2.700 annarra mögulegra fjarreikistjarna sem sjónaukinn hefur komið auga á. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18 Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Þrátt fyrir að eldsneytisbirgðir Kepler-geimsjónaukans séu nærri því á þrotum vaknaði hann aftur til ífsins eftir að hafa legið í dvala um tveggja mánaða skeið. Verkfræðingar bandaríska geimvísindastofnunarinnar NASA segja að Kepler sé aftur tekinn til við vísindarannsóknir. Kepler-geimsjónaukanum var skotið út í geim árið 2009 og hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna á þeim árum sem síðan eru liðin. Sjónaukinn er nú á síðustu eldsneytisdropunum og gripu stjórnendur hans til þess til ráðs að setja hann í dvala í byrjun júlí til þess að tryggja að hann hefði nægt eldsneyti til að snúa loftneti sínu að jörðinni og senda heim gögn frá síðustu athugunum sínum. Eftir að Kepler sendi gögnin í hús í síðasta mánuði lagðist sjónaukinn aftur í dvala. Verkfræðingarnir tilkynntu síðan í dag að hann væri aftur vaknaður og væri byrjaður að skima aftur fyrir fjarreikistjörnum.Space.com segir framtíð geimsjónaukans óljósa. Óregla virðist hafa komið á einn hreyfil geimfarsins sem gæti komið niður á getu stjórnendanna til þess að miða honum rétt. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið eldsneyti er eftir í tanknum. Alls hefur Kepler fundið 2.652 fjarreikistjörnur. Það er um 70% af öllum þekktum fjarreikistjörnum til þessa. Enn mun bætast í safnið, jafnvel þó að Kepler gefi upp öndina á næstu vikum, því vísindamenn eiga enn eftir að fara í gegnum lista um 2.700 annarra mögulegra fjarreikistjarna sem sjónaukinn hefur komið auga á.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18 Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18
Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15