Umsvif við Skógafoss trufla ekki Landvernd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. september 2018 07:00 Kvikmyndagerðarfólki er uppálagt að taka tilliti til erlendra ferðamanna sem flestir komi bara einu sinni á ævinni að skoða Skógafoss. Fréttablaðið/Eyþór „Rask vegna kvikmyndatökunnar þarf ekki að vera meira en rask vegna ferðamanna sem ganga þarna um,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um umsvif kvikmyndagerðarmanna við Skógafoss og vestan Dyrhólaeyjar. Umhverfisstofnun hefur veitt kvikmyndagerðarfyrirtækinu Pegasusi leyfi til að setja upp vinnupalla í Skógafossi og aka 500 metra utanvega og bora holur í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. Að auki var veitt heimild til að mynda með dróna í friðlandinu við Gullfoss. Um er að ræða tökur fyrir Netflix á annarri syrpu sjónvarpsþáttanna Lost in Space. Leyfið tók gildi á þriðjudag og rennur út á morgun. Við Skógafoss er leyft að aka sexhjóli með kerru alveg upp að fossinum enda eru tökurnar inni í vatnsúðanum frá fossinum. Koma átti 20 fermetra palli fyrir í ánni í gærkvöldi og moka til efni í henni til að til að festa flekann. Stillans verður á bakkanum við fossinn. „Ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafossi einungis einu sinni yfir ævina,“ segir í leyfisbréfi Umhverfisstofnunar varðandi Skógafoss.„Við vitum að Umhverfisstofnun hefur vandað vel til verka hingað til þegar þau hafa gefið út þessi leyfi. Þannig að við treystum því sem þau gera í þessum málum. Þetta verður undir eftirliti landvarða Umhverfisstofnunar,“ segir Auður hjá Landvernd. „Hafandi ekki skoðað þetta meira, þá hef ég ekki neitt sérstakt um það að segja,“ segir Auður aðspurð hvort Landvernd leggi þá ekki sjálfstætt mat á málið. „Kvikmyndataka getur valdið raski eins og öll önnur starfsemi en Umhverfisstofnun hefur hingað til verið fremur ströng á þessum leyfum og fylgst mjög vel með. Þetta kannski snertir ferðaþjónustuna verr.“ Í júní í fyrra tilkynnti Umhverfisstofnun að „náttúruvættið Skógafoss“ færi af svokölluðum appelsínugulum lista á rauðan lista. „Svæðið lætur mikið á sjá vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant.“ Auður leggur áherslu á að utanvegaakstur sem leyfður sé verði ekki sýnilegur. „Ef utanvegaakstur sést á mynd er það fordæmisgefandi fyrir aðra – og það er eitthvað sem við þurfum að passa upp á.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
„Rask vegna kvikmyndatökunnar þarf ekki að vera meira en rask vegna ferðamanna sem ganga þarna um,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um umsvif kvikmyndagerðarmanna við Skógafoss og vestan Dyrhólaeyjar. Umhverfisstofnun hefur veitt kvikmyndagerðarfyrirtækinu Pegasusi leyfi til að setja upp vinnupalla í Skógafossi og aka 500 metra utanvega og bora holur í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. Að auki var veitt heimild til að mynda með dróna í friðlandinu við Gullfoss. Um er að ræða tökur fyrir Netflix á annarri syrpu sjónvarpsþáttanna Lost in Space. Leyfið tók gildi á þriðjudag og rennur út á morgun. Við Skógafoss er leyft að aka sexhjóli með kerru alveg upp að fossinum enda eru tökurnar inni í vatnsúðanum frá fossinum. Koma átti 20 fermetra palli fyrir í ánni í gærkvöldi og moka til efni í henni til að til að festa flekann. Stillans verður á bakkanum við fossinn. „Ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafossi einungis einu sinni yfir ævina,“ segir í leyfisbréfi Umhverfisstofnunar varðandi Skógafoss.„Við vitum að Umhverfisstofnun hefur vandað vel til verka hingað til þegar þau hafa gefið út þessi leyfi. Þannig að við treystum því sem þau gera í þessum málum. Þetta verður undir eftirliti landvarða Umhverfisstofnunar,“ segir Auður hjá Landvernd. „Hafandi ekki skoðað þetta meira, þá hef ég ekki neitt sérstakt um það að segja,“ segir Auður aðspurð hvort Landvernd leggi þá ekki sjálfstætt mat á málið. „Kvikmyndataka getur valdið raski eins og öll önnur starfsemi en Umhverfisstofnun hefur hingað til verið fremur ströng á þessum leyfum og fylgst mjög vel með. Þetta kannski snertir ferðaþjónustuna verr.“ Í júní í fyrra tilkynnti Umhverfisstofnun að „náttúruvættið Skógafoss“ færi af svokölluðum appelsínugulum lista á rauðan lista. „Svæðið lætur mikið á sjá vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant.“ Auður leggur áherslu á að utanvegaakstur sem leyfður sé verði ekki sýnilegur. „Ef utanvegaakstur sést á mynd er það fordæmisgefandi fyrir aðra – og það er eitthvað sem við þurfum að passa upp á.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira