Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2018 13:30 Elon Musk hefur átt strembið ár. Vísir/Getty Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. Í tölvupóstum til blaðamanns Buzzfeed endurtók hann ásakanirnar og hvatti blaðamanninn til að rannsaka fortíð kafarans. Vakti það mikla athygli fyrr í sumar þegar Musk kallaði Unsworth barnaperra, eftir að sá síðarnefndi gagnrýndi Musk og aðkomu hans að björgun knattspyrnuliðsins, en Musk lét útbúa kafbát sem var þó ekki notaður við björgunaraðgerðir. Var Musk harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Unsworth og baðst að lokum afsökunar á þeim, eftir að Unsworth hafði hótað honum lögsókn. Í síðustu viku tók Musk hins vegar þráðinn upp að nýju og ýjaði enn að því að Unsworth væri barnaníðingur. Sagði Unsworth eftir það að tekið yrði á málinu.Vern Unsworth er breskur hellakafari og verðbréfamiðlari. Hann hefur verið búsettur í Tælandi um árabil.Vísir/EPAHvatti blaðamanninn til að hætta að „verja barnanauðgara“ Af þessu tilefni hafði blaðamaður Buzzfeed samband við Musk til þess að athuga hvort hann óttaðist lögsókn vegna ummæla sinna á Twitter, í ljósi þess að Unsworth hafði hótað lögsókn vegna fyrri ummæla Musk. Svaraði Musk um hæl og endurtók þá árásir sínar á Unsworth. Svo virðist sem að hann hafi haldið að efni tölvupósta hans til blaðamannsins yrði trúnaðarmál en í umfjöllun Buzzfeed kemur fram að blaðamaðurinn hafi aldrei samþykkt slíka kröfu og því líti vefmiðillinn á að efni tölvupóstanna hafi ekki verið trúnaðarmál. „Ég legg til að þú hringir í fólk sem þú þekkir í Taílandi og komist að því hvað sé nákvæmlega í gangi og hættir að verja barnanauðgara, helvítis fíflið þitt,“ skrifaði Musk í fyrsta tölvupóstinum til blaðamannsins áður en hann sagði að Unsworth hefði flutt til Taílands til þess að giftast tólf ára gamalli taílenskri stúlku.Sjá einnig:Musk segist hafa átt erfitt ár „Hvað varðar þessa hótanir um lögsókn, sem hurfu skyndilega þegar ég minntist á þetta, þá vona ég að hann lögsæki mig“, skrifaði Musk. Í frétt Buzzfeed segir að ekki sé vitað hvaðan Musk hafi þær uppýsingar sem staðhæfingar hans um fortíð Unsworth byggi á, né hvort hann búi yfir sönnunargögnum til þess að sýna fram á sannleiksgildi þeirra. Þá segir einnig í frétt Buzzfeed að rannsókn vefmiðilsins á fortíð Unsworth hafi ekki leitt neitt í ljós sem rennt geti stoðum undir fullyrðingar Musk.Frétt Buzzfeed má lesa í heild sinni hér. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. 29. ágúst 2018 09:00 Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. Í tölvupóstum til blaðamanns Buzzfeed endurtók hann ásakanirnar og hvatti blaðamanninn til að rannsaka fortíð kafarans. Vakti það mikla athygli fyrr í sumar þegar Musk kallaði Unsworth barnaperra, eftir að sá síðarnefndi gagnrýndi Musk og aðkomu hans að björgun knattspyrnuliðsins, en Musk lét útbúa kafbát sem var þó ekki notaður við björgunaraðgerðir. Var Musk harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Unsworth og baðst að lokum afsökunar á þeim, eftir að Unsworth hafði hótað honum lögsókn. Í síðustu viku tók Musk hins vegar þráðinn upp að nýju og ýjaði enn að því að Unsworth væri barnaníðingur. Sagði Unsworth eftir það að tekið yrði á málinu.Vern Unsworth er breskur hellakafari og verðbréfamiðlari. Hann hefur verið búsettur í Tælandi um árabil.Vísir/EPAHvatti blaðamanninn til að hætta að „verja barnanauðgara“ Af þessu tilefni hafði blaðamaður Buzzfeed samband við Musk til þess að athuga hvort hann óttaðist lögsókn vegna ummæla sinna á Twitter, í ljósi þess að Unsworth hafði hótað lögsókn vegna fyrri ummæla Musk. Svaraði Musk um hæl og endurtók þá árásir sínar á Unsworth. Svo virðist sem að hann hafi haldið að efni tölvupósta hans til blaðamannsins yrði trúnaðarmál en í umfjöllun Buzzfeed kemur fram að blaðamaðurinn hafi aldrei samþykkt slíka kröfu og því líti vefmiðillinn á að efni tölvupóstanna hafi ekki verið trúnaðarmál. „Ég legg til að þú hringir í fólk sem þú þekkir í Taílandi og komist að því hvað sé nákvæmlega í gangi og hættir að verja barnanauðgara, helvítis fíflið þitt,“ skrifaði Musk í fyrsta tölvupóstinum til blaðamannsins áður en hann sagði að Unsworth hefði flutt til Taílands til þess að giftast tólf ára gamalli taílenskri stúlku.Sjá einnig:Musk segist hafa átt erfitt ár „Hvað varðar þessa hótanir um lögsókn, sem hurfu skyndilega þegar ég minntist á þetta, þá vona ég að hann lögsæki mig“, skrifaði Musk. Í frétt Buzzfeed segir að ekki sé vitað hvaðan Musk hafi þær uppýsingar sem staðhæfingar hans um fortíð Unsworth byggi á, né hvort hann búi yfir sönnunargögnum til þess að sýna fram á sannleiksgildi þeirra. Þá segir einnig í frétt Buzzfeed að rannsókn vefmiðilsins á fortíð Unsworth hafi ekki leitt neitt í ljós sem rennt geti stoðum undir fullyrðingar Musk.Frétt Buzzfeed má lesa í heild sinni hér.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. 29. ágúst 2018 09:00 Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. 29. ágúst 2018 09:00
Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54